Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að skjálftavirknin svipi mjög til virkninnar daganna fyrir síðasta eldgos í lok maímánaðar. Landris og og kvikusöfnun er á svipuðu róli og síðustu daga.
Flestir skjálftanna sem mælast eru undir einn að stærð en tveir stærri skjálftar yfir tveir að stærð mældust um helgina. Annar skammt austan við Sýlingarfell og hinn milli Hagafells og Sýlingarfells. Síðarnefndi mældist 2,5 að stærð og er það stærsti skjálftinn síðann síðasta eldgosi lauk.
Enn er talið að kvikuhlaup eða eldgos geti hafist hvenær sem er.