Stjórnlaus sprenging í bílastæðagjöldum við náttúruperlur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 21:08 Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir ný bílastæðagjöld nánast daglegt brauð við náttúruperlur landsins. Mikilvægt sé að koma böndum á þessa þróun. Vísir/Arnar Á fáeinum árum hefur orðið sprenging í bílastæðagjöldum við margar af helstu náttúruperlum landsins. Ferðamálastjóri segir stjórnleysi ríkja í málaflokknum og gjöldin leggist misvel í landann. Nauðsynlegt sé að koma böndum á þessa þróun. Bílastæðagjöld hafa sprottið upp eins og gorkúlur við margar helstu náttúruperlur landsins undanfarin ár. Slík gjöld eru til dæmis við Þingvelli, Landmannalaugar, Fjaðrárgljúfur, Jökulsárlón, Skaftafell, Reynisfjöru og Reykjadal svo fátt eitt sé nefnt. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að bílastæðagjöld hafa verið tekin upp á næstum þrjátíu vinsælum ferðamannastöðum á fáeinum árum. Oftast er rukkað um þúsund krónur fyrir fólksbíl. Gjöldin hækka svo fyrir stærri bíla. Ferðamannastaðir þar sem rukkað er bílastæðagjald.vísir Ný gjöld næstum daglega Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir mikilvægt að koma böndum á þessa þróun. „Þetta hefur gerst mjög hratt og ný bílastæðagjöld koma nánast daglega upp vítt og breitt um landið. Miðað við hraðann og þróunina þarf að koma böndum á þetta sem fyrst,“ segir hann. Félag íslenskra bifreiðaeigenda benti í vor á ófremdarástand í málaflokknum á höfuðborgarsvæðinu. Ástandinu var líkt við frumskóg þar sem sífellt fleiri fyrirtæki rukki fyrir stæði á mismunandi máta. Neytendastofa ákvað í framhaldinu að rannsaka gjaldtökuna. Skýra þurfi hlutverk og ábyrgð Arnar lýsir svipuðu ástandi á ferðamannastöðum vítt og breytt um landið. „Sumir líkja ástandinu við villta vestrið, aðrir stjórnleysi og kaos. Ég get tekið undir þetta allt. Það þarf að skýra hlutverk og ábyrgð þeirra sem standa fyrir þessum rukkunum,“ segir hann. Arnar segir að ný ferðamálastefna og aðgerðaráætlun stjórnvalda geri ráð fyrir að tekið sé á málinu. „Þar er komið inn á þessi mál. Það er verið að ýta aðgerðum úr vör. Ég á von á því að fljótlega skýrist þessi mál af einhverju leyti,“ segir hann. Hvergi er hægt að finna á einum stað upplýsingar um hvar eigi að greiða bílastæðagjald við náttúruperlur. Þá er afar misjafnt hvort ferðamannastaðirnir gefa upp upplýsingar um gjaldtökuna. Aðspurður segir Arnar æskilegt að hægt væri að nálgast slíkar upplýsingar á einum stað. „Það þarf að ákveða hvar best er að safna upplýsingum um bílastæðagjöld í náttúru Íslands. Hvort það eigi að gera það hér á Ferðamálastofu, hjá Vegagerðinni eða Visit Iceland. Þetta er meðal þess sem ætti að skýrast í aðgerðaráætlun stjórnvalda,“ segir hann. Pirraðir Íslendingar Hann telur Íslendinga almennt ósátta við þessa þróun. „Það er ekki búið að gera sérstaka viðhorfkönnun um þetta mál hér á landi. Ég heyri hins vegar og sé á samfélagsmiðlum að þetta fer misvel í landann,“ segir hann og bætir við: Fólk vill geta ferðast um landið sitt frjálst og óáreitt án þess að þurfa að greiða í hvert skipti sem það stoppar bílinn. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Bílastæðagjöld hafa sprottið upp eins og gorkúlur við margar helstu náttúruperlur landsins undanfarin ár. Slík gjöld eru til dæmis við Þingvelli, Landmannalaugar, Fjaðrárgljúfur, Jökulsárlón, Skaftafell, Reynisfjöru og Reykjadal svo fátt eitt sé nefnt. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að bílastæðagjöld hafa verið tekin upp á næstum þrjátíu vinsælum ferðamannastöðum á fáeinum árum. Oftast er rukkað um þúsund krónur fyrir fólksbíl. Gjöldin hækka svo fyrir stærri bíla. Ferðamannastaðir þar sem rukkað er bílastæðagjald.vísir Ný gjöld næstum daglega Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir mikilvægt að koma böndum á þessa þróun. „Þetta hefur gerst mjög hratt og ný bílastæðagjöld koma nánast daglega upp vítt og breitt um landið. Miðað við hraðann og þróunina þarf að koma böndum á þetta sem fyrst,“ segir hann. Félag íslenskra bifreiðaeigenda benti í vor á ófremdarástand í málaflokknum á höfuðborgarsvæðinu. Ástandinu var líkt við frumskóg þar sem sífellt fleiri fyrirtæki rukki fyrir stæði á mismunandi máta. Neytendastofa ákvað í framhaldinu að rannsaka gjaldtökuna. Skýra þurfi hlutverk og ábyrgð Arnar lýsir svipuðu ástandi á ferðamannastöðum vítt og breytt um landið. „Sumir líkja ástandinu við villta vestrið, aðrir stjórnleysi og kaos. Ég get tekið undir þetta allt. Það þarf að skýra hlutverk og ábyrgð þeirra sem standa fyrir þessum rukkunum,“ segir hann. Arnar segir að ný ferðamálastefna og aðgerðaráætlun stjórnvalda geri ráð fyrir að tekið sé á málinu. „Þar er komið inn á þessi mál. Það er verið að ýta aðgerðum úr vör. Ég á von á því að fljótlega skýrist þessi mál af einhverju leyti,“ segir hann. Hvergi er hægt að finna á einum stað upplýsingar um hvar eigi að greiða bílastæðagjald við náttúruperlur. Þá er afar misjafnt hvort ferðamannastaðirnir gefa upp upplýsingar um gjaldtökuna. Aðspurður segir Arnar æskilegt að hægt væri að nálgast slíkar upplýsingar á einum stað. „Það þarf að ákveða hvar best er að safna upplýsingum um bílastæðagjöld í náttúru Íslands. Hvort það eigi að gera það hér á Ferðamálastofu, hjá Vegagerðinni eða Visit Iceland. Þetta er meðal þess sem ætti að skýrast í aðgerðaráætlun stjórnvalda,“ segir hann. Pirraðir Íslendingar Hann telur Íslendinga almennt ósátta við þessa þróun. „Það er ekki búið að gera sérstaka viðhorfkönnun um þetta mál hér á landi. Ég heyri hins vegar og sé á samfélagsmiðlum að þetta fer misvel í landann,“ segir hann og bætir við: Fólk vill geta ferðast um landið sitt frjálst og óáreitt án þess að þurfa að greiða í hvert skipti sem það stoppar bílinn.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira