Á fundinum verður farið yfir dagskrá hátíðarinnar, lokun í miðborginni og aðgengis- og öryggismál. Grindavíkurkaupstaður er heiðursgestur Menningarnætur að þessu sinni, og mun sjá um skemmtidagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Beina útsendingu má sjá að neðan en einnig má horfa á Stöð 2 Vísi í sjónvarpinu.
Menningarnótt er ein vinsælasta hátíð Reykjavíkurborgar þar sem boðið er upp á fjölbreytta menningardagskrá. Rekstraraðilar, íbúar og listafólk bjóða upp á viðburði vítt og breitt í miðborginni. Þúsundir sækja hátíðina fram ár hvert.
Á Menningarnótt er sérstök áhersla lögð á að fjölskyldan njóti samveru, komi saman í bæinn og fari heim saman. Óskað er eftir að gestir komi í bæinn á hjóli, gangandi eða noti almenningssamgöngur.