Barcelona er í vandræðum með launaskránna eins og svo oft áður, nú tekst ekki að klára kaup á Dani Olmo.
City er talið áhugasamt um að fá Gundogan aftur. Þjálfarinn Pep Guardiola vildi ekki að hann færi síðasta sumar eftir þrennutímabil City en átti engra annara kosta völ þar sem félagið var ekki tilbúið að bjóða Gundogan eins langan samning og hann vildi.
Rodri’s football IQ 1000 😎
— City Chief (@City_Chief) August 20, 2024
Underrated Player? “Gundogan” 👀
Big Game Players? “Rodri” 😂
[via @Goal]
pic.twitter.com/o8YxQ7rc1e
Þá er félagið nýbúið að selja Julian Alvarez og missa Oscar Bobb í meiðsli en hefur lítið bætt við sig í sumar. Savinho er eini nýi leikmaðurinn sem félagið hefur fengið.
Gundogan kvaddi City sem goðsögn, vann 14 titla á sjö tímabilum og var fyrirliði liðsins þegar þrennan vannst á síðasta tímabili hans.