Íslenski boltinn

Kefla­vík í vand­ræðum: „Þetta er ekkert nema hausinn, það vantar ein­hverja trú“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Keflavík skortir sjálfstraust að mati sérfræðinga Stöðvar 2 Sports.
Keflavík skortir sjálfstraust að mati sérfræðinga Stöðvar 2 Sports. skjáskot / stöð 2 sport

„Þetta er óskiljanlegt, að fá á sig fjögur mörk, í seinni hálfleik,“ sagði Helena Ólafsdóttir um 3-4 tap Keflavíkur gegn FH þar sem heimakonur komust þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik en hrundu gjörsamlega í seinni hálfleik.

„Ég er eiginlega enn þá orðlaus síðan á fimmtudaginn. Já, þetta er það, líka af því að það hefur vantað svo lítið upp á að þær nái að loka leikjunum sínum. Þær hafa verið að skapa sér meira, komnar með fína liðsstyrkingu, farnar að skapa færi og skora mörk en þá klikkar það sem þær hafa verið að gera svo vel gegnum árin, að passa markið sitt. Ég er eiginlega hálf orðlaus,“ sagði Mist Rúnarsdóttir.

Þá var dregin upp áhugaverð tölfræði sem sýnir að Keflavík kemst oft yfir í leikjum, jafnvel tveimur eða þremur mörkum yfir, en tekst samt að tapa þeim.

„Þetta er ekkert nema hausinn, það vantar einhverja trú. Sem er svo skrítið því þessar fyrstu þrjátíu mínútur er svo mikið sjálfstraust í þeim, svo þurfti eiginlega ekkert til að þær misstu trúna,“ sagði Þóra Helgadóttir þá.

Klippa: Bestu mörkin: Keflavík í vandræðum

Umræðuna alla úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×