Sköpunarverk föður hans lifnar við í Vesturbænum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 19:13 Garðar Halldórsson arkitekt í Sögu í dag. Stöð 2 Nýr hornsteinn var lagður að hinni fornfrægu Sögu við Hagatorg í dag. Arkitekt, sem kom að teikningu hússins ásamt föður sínum á sínum tíma, segir framkvæmdirnar sem nú standa yfir, og lýkur senn, lofa góðu. Saga gengst nú undir allsherjaryfirhalningu eftir að Háskóli Íslands festi kaup á húsinu. Stefnt er að því að menntavísindasvið hefji þar starfsemi innan nokkurra vikna. Jón Atli Benediktsson rektor og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra undirrituðu greinargerð um nýtt hlutverk hússins við hátíðlega athöfn í dag og smeygðu henni, ásamt hornsteininum, á sinn stað. Rektor sjálfur tók svo að sér að múra fyrir. Að lokinni athöfn gengu gestir upp á áttundu hæð og þáðu kaffi á Grillinu. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands múrar fyrir nýjan, og í senn gamlan, hornstein að Sögu í dag. Til aðstoðar er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra.Vísir/vilhelm Garðar Halldórsson, arkitekt og fyrrverandi húsameistari ríkisins, var hæstánægður með heimsóknina í Sögu í dag. Hann er jafnframt sonur Halldórs H. Jónssonar, arkitektsins að Sögu. „Ég vann með föður mínum við norðurhluta byggingarinnar en er ekki arkitekt að þeim hluta sem við stöndum í nú,“ segir Garðar. Aðspurður segist hann ekki hafa náð að skoða húsakynnin „Mér sýnist vel hafa verið staðið að verki utanhúss. Ég er lítið búið að skoða innanhúss, ég er enn spenntari að skoða þetta eftir svona tvær, þrjár vikur hérna inni. En ég er mjög ánægður með að Háskólinn skuli hafa fengið þetta og að þessu húsi skuli hafa verið sýndur slíkur sómi eins og gert hefur verið.“ Þetta lofar semsagt góðu? „Lofar mjög góðu, ég er mjög spenntur.“ Arkitektúr Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Innlit inn í furðuhúsið sem gleypti Grillið Furðulegt hús, sem risið hefur ofan á Hótel Sögu í stað Grillsins sögufræga, er aðeins til bráðabirgða. Inni í húsinu er verið að endurreisa Grillið í upprunalegri mynd eftir að miklar skemmdir komu í ljós á byggingunni sem fyrir var. 11. mars 2024 08:01 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Saga gengst nú undir allsherjaryfirhalningu eftir að Háskóli Íslands festi kaup á húsinu. Stefnt er að því að menntavísindasvið hefji þar starfsemi innan nokkurra vikna. Jón Atli Benediktsson rektor og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra undirrituðu greinargerð um nýtt hlutverk hússins við hátíðlega athöfn í dag og smeygðu henni, ásamt hornsteininum, á sinn stað. Rektor sjálfur tók svo að sér að múra fyrir. Að lokinni athöfn gengu gestir upp á áttundu hæð og þáðu kaffi á Grillinu. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands múrar fyrir nýjan, og í senn gamlan, hornstein að Sögu í dag. Til aðstoðar er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra.Vísir/vilhelm Garðar Halldórsson, arkitekt og fyrrverandi húsameistari ríkisins, var hæstánægður með heimsóknina í Sögu í dag. Hann er jafnframt sonur Halldórs H. Jónssonar, arkitektsins að Sögu. „Ég vann með föður mínum við norðurhluta byggingarinnar en er ekki arkitekt að þeim hluta sem við stöndum í nú,“ segir Garðar. Aðspurður segist hann ekki hafa náð að skoða húsakynnin „Mér sýnist vel hafa verið staðið að verki utanhúss. Ég er lítið búið að skoða innanhúss, ég er enn spenntari að skoða þetta eftir svona tvær, þrjár vikur hérna inni. En ég er mjög ánægður með að Háskólinn skuli hafa fengið þetta og að þessu húsi skuli hafa verið sýndur slíkur sómi eins og gert hefur verið.“ Þetta lofar semsagt góðu? „Lofar mjög góðu, ég er mjög spenntur.“
Arkitektúr Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Innlit inn í furðuhúsið sem gleypti Grillið Furðulegt hús, sem risið hefur ofan á Hótel Sögu í stað Grillsins sögufræga, er aðeins til bráðabirgða. Inni í húsinu er verið að endurreisa Grillið í upprunalegri mynd eftir að miklar skemmdir komu í ljós á byggingunni sem fyrir var. 11. mars 2024 08:01 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Innlit inn í furðuhúsið sem gleypti Grillið Furðulegt hús, sem risið hefur ofan á Hótel Sögu í stað Grillsins sögufræga, er aðeins til bráðabirgða. Inni í húsinu er verið að endurreisa Grillið í upprunalegri mynd eftir að miklar skemmdir komu í ljós á byggingunni sem fyrir var. 11. mars 2024 08:01