Víkurfréttir greina frá þessu í kvöld. Þar segir að Guðrún Jóna Kristjánsdóttir muni stýra Keflvíkingum á meðan unnið sé að því að ganga frá fyrirkomulagi á þjálfarateymi liðsins.
Keflavík er í tíunda og neðsta sæti Bestu deildarinnar með níu stig eftir sautján umferðir. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð.
Glenn tók við Keflavík fyrir síðasta tímabil eftir að hafa verið þjálfari ÍBV í eitt ár. Undir hans stjórn enduðu Keflvíkingar í 8. sæti í fyrra.
Næsti leikur leikur Keflavíkur og jafnframt sá síðasti fyrir úrslitakeppnina er gegn Tindastóli á Sauðárkróki á sunnudaginn.