Kominn með nóg af „tuðandi“ Sjálfstæðismönnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 10:28 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir söguna munu dæma þá á sama hátt og þá sem mótmæltu litasjónvarpinu á sínum tíma. Vísir/Arnar Borgarstjóri er kominn með nóg af tuðandi Sjálfstæðismönnum sem mótmælt hafa nýundirrituðum samgöngusáttmála og segist halda að ekki séu til kjörnir fulltrúar í þessu landi sem barist hafa jafnhart gegn hagsmunum kjósenda sinna. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, ræddi nýjan samgöngusáttmála í Bítinu á Bylgjunni á morgun og gefur lítið fyrir mótbárur Sjálfstæðismanna á borð við Vilhjálm Árnason og Jón Gunnarsson en Vilhjálmur hefur gagnrýnt sáttmálann og meðal annars fullyrt að kostnaður við sáttmálann hafi tvöfaldast og að Alþingi þurfi að skoða málin betur. „Ég átta mig ekki á því hvort þeir eru í sama stjórnmálaflokki og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu sem stýra Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Seltjarnarnesi sem allir eru Sjálfstæðismenn og styðja þennan samgöngusáttmála. Skilja þá sýn sem verið er að reyna að ná fram hér og er sameiginleg á höfuðborgarsvæðinu öllu og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur barist fyrir líka. Ég held að það séu ekki til kjörnir fulltrúar í landinu sem hafa barist jafnhart gegn hagsmunum þeirra sem þeir eiga að þjóna,“ segir hann. Bílum fjölgað um 15 þúsund Hann segir niðurstöðuna einfalda. Greiningaraðilar hafi sýnt fram á það að fjölbreyttar leiðir skili mestum árangri og að tilætlaðar framkvæmdir á stofnvegum og borgarlínu komi til með að draga úr umferðartöfum og greiða fyrir flæði umferðar. „Bara frá 2019 hefur íbúum hér á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um ríflega 20 þúsund, bílunum hefur fjölgað um ríflega 15 þúsund. Sem eru 68 bílar sem bættust við umferðina á viku. Þessir sömu aðilar kvarta yfir því að það sé ekkert gert í umferðarmálunum og þá er verið að reyna að leysa úr þessu,“ segir Einar. Mesti ávinningurinn sé fólginn í því að fá sem flesta úr einkabílum og í almenningssamgöngur. Það stytti ferðatímann bæði hjá þeim sem ferðast á bíl og í strætó. Einar segir gagnrýnisraddirnar hlægilegar. „Þessir menn lögðu það til um daginn að það yrði eitthvað neðanjarðarhraðbrautarkerfi undir öllu höfuðborgarsvæðinu. Það var þeirra sýn um daginn. Sem var margfalt dýrara, margfalt óskilvirkara og algjörlega galin hugmynd. Gott og vel að halda það að það sé sannfærandi að þeir hendi sér á vagninn núna og segi svona tuðandi: „Já, ég styð þetta svosem.“ Þegar búið er að berja þá til hlýðni inni í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Það er bara hlægilegt,“ segir Einar. „Eins og menn voru á móti litasjónvarpinu“ Sjálfstæðismenn í meirihlutum sveitarstjórna höfuðborgarsvæðisins styðji allir á eitt nýja samgönguáætlun og segir Einar að hún svari áköllum almennings um betra og hraðvirkara samgöngukerfi í borginni. „Það er óskiljanlegt að þessir menn skuli vera stanslaust að hjakkast í þessu,“ segir hann. „Fólk áttar sig á því hvað þarf að gera hérna. Auðvitað þarf að byggja upp almenningssamgöngur sem skutla fólki á milli staða. Þetta þarf að vera aðgengilegt og auðvelt að nota. Fyrsti kostur fyrir marga. Auðvitað þarf að ráðast á stofnvegina þar sem þeir eru í einhverri stíflu. Ég held að þetta sé góður dagur fyrir okkur öll. Ég vona að Sjálfstæðismenn, Vilhjálmur og Jón Gunnarsson, jafni sig á þessu. Sagan mun dæma baráttu þeirra gegn umferðarbótum á höfuðborgarsvæðinu eins og menn voru á móti Leifsstöð og litasjónvarpinu,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Samgöngur Borgarlína Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir sátt ríkja um samgöngusáttmála Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. 21. ágúst 2024 19:20 Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09 Miklabraut í jarðgöng, Sæbraut í stokk og óbreytt Borgarlínuáform Heildarkostnaður til ársins 2040 við nýjan samgöngusáttmála sem kynntur var á blaðamannafundi í dag er áætlaður 311 milljarðar króna. Stærstu breytingarnar frá fyrri sáttmála eru þær að Miklabraut verði lögð í jarðgöng ekki stokk, og Sæbraut verði lögð í stokk. Allar lykilframkvæmdir eru þær sömu og áður. 21. ágúst 2024 15:14 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, ræddi nýjan samgöngusáttmála í Bítinu á Bylgjunni á morgun og gefur lítið fyrir mótbárur Sjálfstæðismanna á borð við Vilhjálm Árnason og Jón Gunnarsson en Vilhjálmur hefur gagnrýnt sáttmálann og meðal annars fullyrt að kostnaður við sáttmálann hafi tvöfaldast og að Alþingi þurfi að skoða málin betur. „Ég átta mig ekki á því hvort þeir eru í sama stjórnmálaflokki og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu sem stýra Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Seltjarnarnesi sem allir eru Sjálfstæðismenn og styðja þennan samgöngusáttmála. Skilja þá sýn sem verið er að reyna að ná fram hér og er sameiginleg á höfuðborgarsvæðinu öllu og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur barist fyrir líka. Ég held að það séu ekki til kjörnir fulltrúar í landinu sem hafa barist jafnhart gegn hagsmunum þeirra sem þeir eiga að þjóna,“ segir hann. Bílum fjölgað um 15 þúsund Hann segir niðurstöðuna einfalda. Greiningaraðilar hafi sýnt fram á það að fjölbreyttar leiðir skili mestum árangri og að tilætlaðar framkvæmdir á stofnvegum og borgarlínu komi til með að draga úr umferðartöfum og greiða fyrir flæði umferðar. „Bara frá 2019 hefur íbúum hér á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um ríflega 20 þúsund, bílunum hefur fjölgað um ríflega 15 þúsund. Sem eru 68 bílar sem bættust við umferðina á viku. Þessir sömu aðilar kvarta yfir því að það sé ekkert gert í umferðarmálunum og þá er verið að reyna að leysa úr þessu,“ segir Einar. Mesti ávinningurinn sé fólginn í því að fá sem flesta úr einkabílum og í almenningssamgöngur. Það stytti ferðatímann bæði hjá þeim sem ferðast á bíl og í strætó. Einar segir gagnrýnisraddirnar hlægilegar. „Þessir menn lögðu það til um daginn að það yrði eitthvað neðanjarðarhraðbrautarkerfi undir öllu höfuðborgarsvæðinu. Það var þeirra sýn um daginn. Sem var margfalt dýrara, margfalt óskilvirkara og algjörlega galin hugmynd. Gott og vel að halda það að það sé sannfærandi að þeir hendi sér á vagninn núna og segi svona tuðandi: „Já, ég styð þetta svosem.“ Þegar búið er að berja þá til hlýðni inni í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Það er bara hlægilegt,“ segir Einar. „Eins og menn voru á móti litasjónvarpinu“ Sjálfstæðismenn í meirihlutum sveitarstjórna höfuðborgarsvæðisins styðji allir á eitt nýja samgönguáætlun og segir Einar að hún svari áköllum almennings um betra og hraðvirkara samgöngukerfi í borginni. „Það er óskiljanlegt að þessir menn skuli vera stanslaust að hjakkast í þessu,“ segir hann. „Fólk áttar sig á því hvað þarf að gera hérna. Auðvitað þarf að byggja upp almenningssamgöngur sem skutla fólki á milli staða. Þetta þarf að vera aðgengilegt og auðvelt að nota. Fyrsti kostur fyrir marga. Auðvitað þarf að ráðast á stofnvegina þar sem þeir eru í einhverri stíflu. Ég held að þetta sé góður dagur fyrir okkur öll. Ég vona að Sjálfstæðismenn, Vilhjálmur og Jón Gunnarsson, jafni sig á þessu. Sagan mun dæma baráttu þeirra gegn umferðarbótum á höfuðborgarsvæðinu eins og menn voru á móti Leifsstöð og litasjónvarpinu,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri.
Samgöngur Borgarlína Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir sátt ríkja um samgöngusáttmála Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. 21. ágúst 2024 19:20 Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09 Miklabraut í jarðgöng, Sæbraut í stokk og óbreytt Borgarlínuáform Heildarkostnaður til ársins 2040 við nýjan samgöngusáttmála sem kynntur var á blaðamannafundi í dag er áætlaður 311 milljarðar króna. Stærstu breytingarnar frá fyrri sáttmála eru þær að Miklabraut verði lögð í jarðgöng ekki stokk, og Sæbraut verði lögð í stokk. Allar lykilframkvæmdir eru þær sömu og áður. 21. ágúst 2024 15:14 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Forsætisráðherra segir sátt ríkja um samgöngusáttmála Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. 21. ágúst 2024 19:20
Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09
Miklabraut í jarðgöng, Sæbraut í stokk og óbreytt Borgarlínuáform Heildarkostnaður til ársins 2040 við nýjan samgöngusáttmála sem kynntur var á blaðamannafundi í dag er áætlaður 311 milljarðar króna. Stærstu breytingarnar frá fyrri sáttmála eru þær að Miklabraut verði lögð í jarðgöng ekki stokk, og Sæbraut verði lögð í stokk. Allar lykilframkvæmdir eru þær sömu og áður. 21. ágúst 2024 15:14