Innlent

Sam­göngu­bæturnar verða á­skorun

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við áfram um uppfærðan samgöngusáttmála sem kynntur var í gær. 

Forsætisráðherra segir að það gæti orðið áskorun að fá mannafla í þær miklu framkvæmdir sem fram undan eru á næstu árum. 

Þá fjöllum við um nýja skýrslu HMS þar sem segir að ekki sé útlit fyrir að það fari að draga úr eftirspurnarspennu á húsnæðismarkaði í bráð.

Einnig verður hitað upp fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer á laugardag en skipuleggjendur stefna á að slá met í áheitasöfnun.

Og í íþróttunum er það leikur Víkinga við andstæðinga sína frá Andorra sem verður í sviðsljósinu. Við heyrum í Arnari Gunnlaugssyni þjálfara.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 22. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×