Segir framkomu Hjálmars á fundi merki um ofbeldismenningu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. ágúst 2024 10:22 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm „Á umhverfis og skipulagsráðsfundi [...] veittist borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Hjálmar Sveinsson, að fjarverandi borgarfulltrúa Flokks fólksins, Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttur, á einstaklega rætinn og ómaklegan hátt og tel ég að með orðum sínum hafi hann brotið siðareglur kjörinna fulltrúa [...] auk þess sem ég tel orð hans vera aðför að lýðræði borgarbúa.“ Þetta segir í formlegu bréfi varaborgarfulltrúa Sósíalistaflokksins til forseta borgarstjórnar til framlagningar hjá forsætisnefnd sem að Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokk fólksins í Reykjavík, deildi á Facebook-síðu flokksins í dag. Í bréfinu er Hjálmar sakaður um einelti og er framkoma hans sögð skýrt merki um ofbeldismenningu. Bréfið í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. Þar segir að Kolbrún og Helga Þórðardóttir, varaborgarfulltrúi Flokk fólksins, hafi fengið stuðning úr óvæntri átt frá varaborgarfulltrúa sem var ofboðið en hann er þó ekki nafngreindur. Fundurinn var á miðvikudaginn. „Ég hef reyndar ekki mikla trú á að tekið verði af neinni alvöru á málinu í forsætisnefnd svona ef horft er til fyrri reynslu. Þegar um er að ræða minnihlutafulltrúa er ekki mikið gert í svona málum,“ segir í færslu Kolbrúnar. „Langt frá í fyrsta skipti“ Í bréfinu segir að Hjálmar hafi hæðst að og gert lítið úr Kolbrúnu og Helgu, Flokki fólksins og kjósendum flokksins eftir fjölda tillagna frá þeim sem honum hafi blöskrað við að heyra. „Þetta var langt í frá fyrsta skiptið sem hann notar niðurlægjandi svip, tón og orðfæri við minnihlutann svo eftir er tekið. Að þessu sinni tók þó steininn úr þegar hann sagði í viðurvist kjörinna fulltrúa og starfsmanna ráðsins að þau (meirihlutinn) hefðu ýmislegt betra við tímann að gera en að fara yfir tillögur og fyrirspurnir og það frá fulltrúa flokks með aðeins örfá atkvæði á bak við sig.“ Sakar Hjálmar um einelti Þá er tekið fram að framkoma Hjálmars í garð Kolbrúnar sýni ákveðinn dómgreindarbrest og að kjörinn fulltrúi líkt og Kolbrún eigi fullan rétt á nýta atorku og dugnað sinn til að vinna fyrir íbúa borgarinnar á fundum nefnda. „Sýnir ákveðinn dómgreindarbrest en er einnig skýrt merki um ofbeldismenningu sem samræmist ekki siðareglum kjörinna fulltrúa og við getum ekki samþykkt og megum ekki samþykkja í okkar sölum. Ítrekuð framkoma af þessu tagi kallast einelti og það er staðreynd að einelti fær ekki þrifist nema meðvirkni sé einnig til staðar - ég neita að taka þátt í slíku.“ Fundarstjóri trúlega jafn miður sín og aðrir Jafnframt er tekið fram að fundarstjóri hafi sýnt af sér aðgerðarleysi með að stöðva ekki þessa meintu aðför gegn Flokki fólksins á fundinum. „Fundarstjóri hefði getað stöðvað þessa eineltisaðför, dregið úr henni eða vísað til föðurhúsanna en var trúlega jafn miður sín og við hin við þessar aðstæður og lét því nægja að takmarka umræðu í kjölfarið til að geta haldið áfram með fundinn.“ Í bréfinu er óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar til að tryggja öllum sanngjarnan vinnustað í framtíðinni. „Kjörnir fulltrúar koma frá mismunandi flokkum með mismunandi áherslum og það er eðlilegt að við deilum um mismunandi málefni, útfærslur og leiðir að okkar markmiðum en um leið og fundum er snúið upp í að niðurlægja fólk viljandi þá þarf að grípa inn í.“ Reykjavík Samfylkingin Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Þetta segir í formlegu bréfi varaborgarfulltrúa Sósíalistaflokksins til forseta borgarstjórnar til framlagningar hjá forsætisnefnd sem að Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokk fólksins í Reykjavík, deildi á Facebook-síðu flokksins í dag. Í bréfinu er Hjálmar sakaður um einelti og er framkoma hans sögð skýrt merki um ofbeldismenningu. Bréfið í heild sinni má lesa hér fyrir neðan. Þar segir að Kolbrún og Helga Þórðardóttir, varaborgarfulltrúi Flokk fólksins, hafi fengið stuðning úr óvæntri átt frá varaborgarfulltrúa sem var ofboðið en hann er þó ekki nafngreindur. Fundurinn var á miðvikudaginn. „Ég hef reyndar ekki mikla trú á að tekið verði af neinni alvöru á málinu í forsætisnefnd svona ef horft er til fyrri reynslu. Þegar um er að ræða minnihlutafulltrúa er ekki mikið gert í svona málum,“ segir í færslu Kolbrúnar. „Langt frá í fyrsta skipti“ Í bréfinu segir að Hjálmar hafi hæðst að og gert lítið úr Kolbrúnu og Helgu, Flokki fólksins og kjósendum flokksins eftir fjölda tillagna frá þeim sem honum hafi blöskrað við að heyra. „Þetta var langt í frá fyrsta skiptið sem hann notar niðurlægjandi svip, tón og orðfæri við minnihlutann svo eftir er tekið. Að þessu sinni tók þó steininn úr þegar hann sagði í viðurvist kjörinna fulltrúa og starfsmanna ráðsins að þau (meirihlutinn) hefðu ýmislegt betra við tímann að gera en að fara yfir tillögur og fyrirspurnir og það frá fulltrúa flokks með aðeins örfá atkvæði á bak við sig.“ Sakar Hjálmar um einelti Þá er tekið fram að framkoma Hjálmars í garð Kolbrúnar sýni ákveðinn dómgreindarbrest og að kjörinn fulltrúi líkt og Kolbrún eigi fullan rétt á nýta atorku og dugnað sinn til að vinna fyrir íbúa borgarinnar á fundum nefnda. „Sýnir ákveðinn dómgreindarbrest en er einnig skýrt merki um ofbeldismenningu sem samræmist ekki siðareglum kjörinna fulltrúa og við getum ekki samþykkt og megum ekki samþykkja í okkar sölum. Ítrekuð framkoma af þessu tagi kallast einelti og það er staðreynd að einelti fær ekki þrifist nema meðvirkni sé einnig til staðar - ég neita að taka þátt í slíku.“ Fundarstjóri trúlega jafn miður sín og aðrir Jafnframt er tekið fram að fundarstjóri hafi sýnt af sér aðgerðarleysi með að stöðva ekki þessa meintu aðför gegn Flokki fólksins á fundinum. „Fundarstjóri hefði getað stöðvað þessa eineltisaðför, dregið úr henni eða vísað til föðurhúsanna en var trúlega jafn miður sín og við hin við þessar aðstæður og lét því nægja að takmarka umræðu í kjölfarið til að geta haldið áfram með fundinn.“ Í bréfinu er óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar til að tryggja öllum sanngjarnan vinnustað í framtíðinni. „Kjörnir fulltrúar koma frá mismunandi flokkum með mismunandi áherslum og það er eðlilegt að við deilum um mismunandi málefni, útfærslur og leiðir að okkar markmiðum en um leið og fundum er snúið upp í að niðurlægja fólk viljandi þá þarf að grípa inn í.“
Reykjavík Samfylkingin Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira