Stofnanir megi nota samfélagsmiðla til að skera úr um rétt til bóta Lovísa Arnardóttir skrifar 22. ágúst 2024 18:06 Helga segir fólk verða að muna að allt sem það setur á samfélagsmiðla deilir það með fyrirtækinu sem á það og með öllum sem hafa aðgang að prófílnum. Ef hann er opinn þá hafi allir sem vilja aðgang að upplýsingunum. Vísir/Einar Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekkert óeðlilegt við það að stofnanir eða eftirlitsstofnanir noti upplýsingar á opnum samfélagsmiðlum fólks til að skera úr um það hvort það eigi rétt á bótum eða annars konar stuðningi úr opinberum og sameiginlegum sjóðum. Tilefni umræðunnar í Reykjavík síðdegis er færsla sem birt var í hópnum Fjármálatips á Facebook í vikunni þar sem kona spurði hvort það væri eðlilegt að starfsfólk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) nýtti sér samfélagsmiðla til að staðfesta hjúskaparstöðu fólks. Hún sagði vinkonu sína, einstæða móður, nýlega hafa fengið símtal frá fulltrúa stofnunarinnar og henni verið tilkynnt að hún ætti ekki lengur rétt á húsnæðisstuðningi sem einstæð móður vegna hjúskapastöðu sinnar og að fulltrúinn hafi vitnað í færslur á samfélagsmiðlum og sagt hana og barnsföður hennar enn í sambandi. Í umræðum á þræðinum komu fram margar svipaðar sögur frá öðrum, ekki endilega tengt HMS en tengt Tryggingastofnun og tryggingafélögum. Færslan sem konan setti inn í hópinn Fjármálatips í vikunni.Skjáskot/Facebook Helga segir Persónuvernd oft hafa bent á það að fólk eigi að fara varlega með persónuupplýsingar sínar á samfélagsmiðlum. Fólk sé oft með síður sínar opnar og aðrir þannig með óheftað aðgang að öllu sem þau deila. „Það gefur augaleið að það er rannsóknarskylda sem hvílir á stjórnvöld og þau eiga að reyna að passa að það sé rétt deilt út úr sameiginlegum sjóðum og gæðum. Oft eru þetta skatttekjur landsmanna sem eiga í grunninn að fara á rétta staði,“ segir Helga og að útgangspunkturinn sé sá að ef aðgangur fólks er opinn og sé að deila upplýsingum um sig þá sé eðlilegt að stofnun, sem er að rannsaka einhvern, nýti slíkar upplýsingar í rannsókn sinni. Stofnanir hakki sig ekki inn á lokaða reikninga „Fólk áttar sig ekki á því að þú ert að deila þessu með umheiminum. Þú ert ekki bara að deila þessu með örfáum vinum. Ef þetta væri lokaðr reikningur þá væri enginn að tala um að opinberar stofnanir eða einhver eftirlitsaðili sé að brjóta sig eða hakka sig inn til að komast að því að einhver sé að svíkja út úr sameiginlegum sjóðum.“ Hún segir að allajafna sé það svo að öllu sem sé deilt á opinn reikning sé álitið sem opinber gögn. Helga segir að það sé svo orðið vafasamarar ef aðili frá tryggingafélagi eða eftirlitsstofnun vingast við einhvern til að komast inn á lokaða síðu. „Í grunninn viljum við ekki að fólk sé að fá bætur fyrir eitthvað sem það á ekki að fá bætur fyrir. Við hljótum öll að vera sammála um það. Við viljum ekki að það sé misfarið með opinbera sjóði sem við öll erum að borga í,“ segir Helga. Það séu alltaf einhver mörk og spurningin sé hvort að það sé verið að seilast of langt með því að nýta þessi gögn í að skera úr um það. Ekkert prívat á samfélagsmiðlum Helga segir að í grunninn eigi fólk að vita að það sem það setur á samfélagsmiðla, það sé ekki prívat. „Þú ert alltaf að deila með fyrirtækinu og ef reikningurinn er opinn þá ertu líka með þetta opið fyrir alla. Ef lífið þitt þar er ekki í samræmi við umsóknarferli um bætur þá kannski er ekkert óeðlilegt að það sé tekið af þér.“ Helga segir Persónuvernd ekki hafa tekið við kvörtunum um álíka mál og segir það í raun miður hversu fá slík mál enda á þeirra borði. Það sé oftar verið að kvarta til þeirra um myndbirtingar eða til dæmis þegar nágrannar eru með myndavélavakt sem snýr að heimili þeirra eða garði. „Þetta eru undanfarið smærri mál en hvert og eitt mál getur skipt þá einstaklinga sem það tengist miklu máli.“ Persónuvernd Samfélagsmiðlar Félagsmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Tilefni umræðunnar í Reykjavík síðdegis er færsla sem birt var í hópnum Fjármálatips á Facebook í vikunni þar sem kona spurði hvort það væri eðlilegt að starfsfólk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) nýtti sér samfélagsmiðla til að staðfesta hjúskaparstöðu fólks. Hún sagði vinkonu sína, einstæða móður, nýlega hafa fengið símtal frá fulltrúa stofnunarinnar og henni verið tilkynnt að hún ætti ekki lengur rétt á húsnæðisstuðningi sem einstæð móður vegna hjúskapastöðu sinnar og að fulltrúinn hafi vitnað í færslur á samfélagsmiðlum og sagt hana og barnsföður hennar enn í sambandi. Í umræðum á þræðinum komu fram margar svipaðar sögur frá öðrum, ekki endilega tengt HMS en tengt Tryggingastofnun og tryggingafélögum. Færslan sem konan setti inn í hópinn Fjármálatips í vikunni.Skjáskot/Facebook Helga segir Persónuvernd oft hafa bent á það að fólk eigi að fara varlega með persónuupplýsingar sínar á samfélagsmiðlum. Fólk sé oft með síður sínar opnar og aðrir þannig með óheftað aðgang að öllu sem þau deila. „Það gefur augaleið að það er rannsóknarskylda sem hvílir á stjórnvöld og þau eiga að reyna að passa að það sé rétt deilt út úr sameiginlegum sjóðum og gæðum. Oft eru þetta skatttekjur landsmanna sem eiga í grunninn að fara á rétta staði,“ segir Helga og að útgangspunkturinn sé sá að ef aðgangur fólks er opinn og sé að deila upplýsingum um sig þá sé eðlilegt að stofnun, sem er að rannsaka einhvern, nýti slíkar upplýsingar í rannsókn sinni. Stofnanir hakki sig ekki inn á lokaða reikninga „Fólk áttar sig ekki á því að þú ert að deila þessu með umheiminum. Þú ert ekki bara að deila þessu með örfáum vinum. Ef þetta væri lokaðr reikningur þá væri enginn að tala um að opinberar stofnanir eða einhver eftirlitsaðili sé að brjóta sig eða hakka sig inn til að komast að því að einhver sé að svíkja út úr sameiginlegum sjóðum.“ Hún segir að allajafna sé það svo að öllu sem sé deilt á opinn reikning sé álitið sem opinber gögn. Helga segir að það sé svo orðið vafasamarar ef aðili frá tryggingafélagi eða eftirlitsstofnun vingast við einhvern til að komast inn á lokaða síðu. „Í grunninn viljum við ekki að fólk sé að fá bætur fyrir eitthvað sem það á ekki að fá bætur fyrir. Við hljótum öll að vera sammála um það. Við viljum ekki að það sé misfarið með opinbera sjóði sem við öll erum að borga í,“ segir Helga. Það séu alltaf einhver mörk og spurningin sé hvort að það sé verið að seilast of langt með því að nýta þessi gögn í að skera úr um það. Ekkert prívat á samfélagsmiðlum Helga segir að í grunninn eigi fólk að vita að það sem það setur á samfélagsmiðla, það sé ekki prívat. „Þú ert alltaf að deila með fyrirtækinu og ef reikningurinn er opinn þá ertu líka með þetta opið fyrir alla. Ef lífið þitt þar er ekki í samræmi við umsóknarferli um bætur þá kannski er ekkert óeðlilegt að það sé tekið af þér.“ Helga segir Persónuvernd ekki hafa tekið við kvörtunum um álíka mál og segir það í raun miður hversu fá slík mál enda á þeirra borði. Það sé oftar verið að kvarta til þeirra um myndbirtingar eða til dæmis þegar nágrannar eru með myndavélavakt sem snýr að heimili þeirra eða garði. „Þetta eru undanfarið smærri mál en hvert og eitt mál getur skipt þá einstaklinga sem það tengist miklu máli.“
Persónuvernd Samfélagsmiðlar Félagsmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent