Sá grunaði tengist hjónunum ekki fjölskylduböndum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 22. ágúst 2024 18:28 Frá Norðfirði í dag. Vísir/Hjalti Yfirlögregluþjónn segir manninn sem handtekinn var í dag í Reykjavík ekki tengjast hjónunum sem fundust látin í Neskaupsstað fjölskylduböndum. Aðeins einn liggur undir grun og eru sterkar vísbendingar um að hann tengist málinu. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir tengsl mannsins við hjónin eitt af því sem sé til rannsóknar en að hann sé ekki tengdur þeim nánum fjölskylduböndum. Í tilkynningu frá lögreglunni nú í kvöld kom fram að hjónin hafi verið á áttræðisaldri. „Við fáum tilkynningu rétt um klukkan hálf eitt í dag og í kjölfarið berast ábendingar um hver kunni að hafa verið að verki,“ segir Kristján og að það hafi alveg frá upphafi verið ljóst að um alvarlegan atburð hafði verið að ræða. Klippa: Vettvangsrannsókn í fullum gangi „Það hefst leit í beinu framhaldi og viðkomandi finnst á höfuðborgarsvæðinu um klukkan tvö og er handtekinn og er núna í vörslu lögreglu og biður skýrslutöku og mögulega kröfu um gæsluvarðhald.“ Kristján segir lögreglu hafa fengið tilkynningar frá íbúum sem voru farnir að undra sig á íbúunum sem bjuggu í húsinu. Hann segir að rannsókn muni leiða það í ljós hvenær atburðurinn hafi átt sér stað. Hann segir til skoðunar hvort maðurinn hafi tekið bíl hjónanna og það, eins og annað, sé til rannsóknar. Hann segist ekki geta tjáð sig um ástand mannsins þegar hann var handtekinn. „Það er einstaklingur grunaður í þessu máli og hann er í haldi lögreglu þannig við teljum svo ekki vera,“ segir Kristján spurður hvort íbúar þurfi að óttast eitthvað í framhaldi af þessu atviki. Hann segir lögreglu vera með mynd af því sem gerðist en vettvangsrannsókn sé enn í gangi. Tæknideild lögreglunnar og réttarmeinafræðingur séu á vettvangi. Þá eigi enn eftir að tala við þann grunaða. Enn sé því margt ekki vitað með vissu en lögreglan telji sig með nokkuð skýra mynd af málinu og hverjir komi að því. Hann segir að tæknirannsókn muni leiða í ljós hvort að skotvopni hafi verið beitt. „Það er aðeins óljóst enn þá.“ Í tilkynningu lögreglu segir að við eftirgrennslan og handtöku þess grunaða hafi lögreglan á Austurlandi notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Suðurlandi og Suðurnesjum auk sérsveitar ríkislögreglustjóra og þyrlusveitar Landhelgisgæslu. Aðstoð var og veitt í kjölfar atburðar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir tengsl mannsins við hjónin eitt af því sem sé til rannsóknar en að hann sé ekki tengdur þeim nánum fjölskylduböndum. Í tilkynningu frá lögreglunni nú í kvöld kom fram að hjónin hafi verið á áttræðisaldri. „Við fáum tilkynningu rétt um klukkan hálf eitt í dag og í kjölfarið berast ábendingar um hver kunni að hafa verið að verki,“ segir Kristján og að það hafi alveg frá upphafi verið ljóst að um alvarlegan atburð hafði verið að ræða. Klippa: Vettvangsrannsókn í fullum gangi „Það hefst leit í beinu framhaldi og viðkomandi finnst á höfuðborgarsvæðinu um klukkan tvö og er handtekinn og er núna í vörslu lögreglu og biður skýrslutöku og mögulega kröfu um gæsluvarðhald.“ Kristján segir lögreglu hafa fengið tilkynningar frá íbúum sem voru farnir að undra sig á íbúunum sem bjuggu í húsinu. Hann segir að rannsókn muni leiða það í ljós hvenær atburðurinn hafi átt sér stað. Hann segir til skoðunar hvort maðurinn hafi tekið bíl hjónanna og það, eins og annað, sé til rannsóknar. Hann segist ekki geta tjáð sig um ástand mannsins þegar hann var handtekinn. „Það er einstaklingur grunaður í þessu máli og hann er í haldi lögreglu þannig við teljum svo ekki vera,“ segir Kristján spurður hvort íbúar þurfi að óttast eitthvað í framhaldi af þessu atviki. Hann segir lögreglu vera með mynd af því sem gerðist en vettvangsrannsókn sé enn í gangi. Tæknideild lögreglunnar og réttarmeinafræðingur séu á vettvangi. Þá eigi enn eftir að tala við þann grunaða. Enn sé því margt ekki vitað með vissu en lögreglan telji sig með nokkuð skýra mynd af málinu og hverjir komi að því. Hann segir að tæknirannsókn muni leiða í ljós hvort að skotvopni hafi verið beitt. „Það er aðeins óljóst enn þá.“ Í tilkynningu lögreglu segir að við eftirgrennslan og handtöku þess grunaða hafi lögreglan á Austurlandi notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Suðurlandi og Suðurnesjum auk sérsveitar ríkislögreglustjóra og þyrlusveitar Landhelgisgæslu. Aðstoð var og veitt í kjölfar atburðar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira