Vaktin: Eldgos hafið Lovísa Arnardóttir, Eiður Þór Árnason og Kjartan Kjartansson skrifa 22. ágúst 2024 21:13 Ljósmynd tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt. Almannavarnir Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 fimmtudaginn 22. ágúst eftir að öflug jarðskjálftahrina byrjaði klukkan 20:48. Stuttu eftir að fyrstu merki sáust um kvikuhlaup eða eldgos hófst rýming í Grindavík, Svartsengi og við Bláa lónið. Rýmingu var lokið um 40 mínútum síðar. Hraunflæðið náði síðar jafnvægi. Sýndu niðurstöður úr fyrsta vísindafluginu yfir gosið að hraunflæði væri um 1.200 til 1.500 rúmmetrar á sekúndu og gossprungan tæpir fjórir kílómetrar að lengd. „Ég held að þetta sé bara svipaður hraði og við höfum verið að sjá í byrjunarfasa á þessum gosum. Þetta ætti svosem ekkert að koma okkur á óvart,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra. Líkur eru taldar á því að hraun nái að Grindavíkurvegi en hraun rennur ekki í átt að Grindavík. Engar truflanir hafa verið á starfsemi orkuversins í Svartsengi. Eftir klukkan eitt kom í ljós að ný sprunga hafði opnast fyrir norðan nyrsta endann á sprungunni þar sem gosið hófst og var sú nýja um það bil einn kílómetri að lengd. Enn sem komið er virtist vera lítil virkni á nýju sprungunni. Skjálftavirkni hefur verið áframhaldandi í alla nótt og aflögun í gangi. Mældist skjálfti að stærð 4,1 norður af Stóra-Skógfelli um klukkan 22:37. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst frá því í desember. Varað er við mikilli gasmengun nærri gosinu. Öll nýjustu tíðindi má sjá í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hraunflæðið náði síðar jafnvægi. Sýndu niðurstöður úr fyrsta vísindafluginu yfir gosið að hraunflæði væri um 1.200 til 1.500 rúmmetrar á sekúndu og gossprungan tæpir fjórir kílómetrar að lengd. „Ég held að þetta sé bara svipaður hraði og við höfum verið að sjá í byrjunarfasa á þessum gosum. Þetta ætti svosem ekkert að koma okkur á óvart,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra. Líkur eru taldar á því að hraun nái að Grindavíkurvegi en hraun rennur ekki í átt að Grindavík. Engar truflanir hafa verið á starfsemi orkuversins í Svartsengi. Eftir klukkan eitt kom í ljós að ný sprunga hafði opnast fyrir norðan nyrsta endann á sprungunni þar sem gosið hófst og var sú nýja um það bil einn kílómetri að lengd. Enn sem komið er virtist vera lítil virkni á nýju sprungunni. Skjálftavirkni hefur verið áframhaldandi í alla nótt og aflögun í gangi. Mældist skjálfti að stærð 4,1 norður af Stóra-Skógfelli um klukkan 22:37. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst frá því í desember. Varað er við mikilli gasmengun nærri gosinu. Öll nýjustu tíðindi má sjá í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira