Þriggja metra hrauntunga renni í átt að Grindavíkurvegi Lovísa Arnardóttir skrifar 22. ágúst 2024 22:46 Víðir Reynisson segir líklega langa nótt fram undan hjá viðbragðsaðilum Vísir/Arnar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir eldgosið svipað að stærð og áður en hraunstreymið meira í . Töluverður hraunstraumur stefni í átt að Grindavíkurvegi og hugsanlega að varnargörðum við Bláa lónið. „Mesti krafturinn og lengingarnar í því eru meira til norðurs, þannig við erum meir hraunstreymi norðar en við höfum verið með frá því kannski í desember,“ segir Víðir í samtali ið fréttastofu. Stðasetning eldgossins sé líkust því sem var í eldgosinu í desember. „Milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells er talsvert mikið hraunstreymi og jafnvel norðan við Stóra-Skógfellið.“ Víðir fyrsta rennsli hraunstraumsins um þrjá metra að breidd. Hann á ekki von á því að hraunið fari yfir varnargarðana að svo stöddu en að líklegt sé að það þurfi að endurmeta stöðuna „eftir fyrstu gusuna“. Hann segir Grindavíkurveginn líklega það fyrsta sem lendi fyrir hraunstraumnum. Víðir segir að rýming hafi gengið afar vel í Grindavík, Svartsengi og í Bláa lóninu. Það hafi verið fáir starfsmenn í Svartsengi og lítil starfsemi. Fram kom í tilkynningu frá Bláa lóninu að um 1.300 gestir og starfsmenn hafi verið á svæðinu. Ekki var talin þörf á að opna fjöldahjálparstöð en Víðir segir Rauða krossinn í nánu samstarfi við viðbragðsaðila og fylgjast vel með. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Það gekk mjög hratt fyrir sig,“ segir Víðir og að það hafi liðið hálftími frá því að fyrstu merki sáust um mögulegt eldgos og þar til eldgosið hófst. „Nú er vísindafólk í þyrluflugi að meta og mynda og þeim gögnum er streymt til þeirra sem gera fyrir okkur hraunhermilíkön,“ segir hann og að fyrstu niðurstöður úr því komi á næstu klukkustundum. Þá viti þau betur hvað gerist næst og hvert hraunið streymi. Þá sé hægt að gera plön fyrir næstu skref. „Eins og staðan er núna er rýmingu lokið og enginn í hættu. Hraunstreymið ógnar ekki enn þá varnargörðunum,“ segir Víðir og að hann eigi alveg von á því að það gerist seinna. Það hafi þurft að bregðast við því í fyrri eldgosum og það verði líklega þannig líka núna. Hann segir að á staðnum sé töluvert af búnaði en að almannavarnir verði að sjá hvernig hraunstraumurinn þróast eftir þennan fyrsta fasa eldgossins. „Við vitum það líka alveg að náttúran er ekki alltaf fyrirsjáanleg,“ segir Víðir og að nóttin verði líklega löng hjá viðbragðsaðilum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sjáðu sprunguna opnast Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. 22. ágúst 2024 22:43 Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. 22. ágúst 2024 22:23 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
„Mesti krafturinn og lengingarnar í því eru meira til norðurs, þannig við erum meir hraunstreymi norðar en við höfum verið með frá því kannski í desember,“ segir Víðir í samtali ið fréttastofu. Stðasetning eldgossins sé líkust því sem var í eldgosinu í desember. „Milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells er talsvert mikið hraunstreymi og jafnvel norðan við Stóra-Skógfellið.“ Víðir fyrsta rennsli hraunstraumsins um þrjá metra að breidd. Hann á ekki von á því að hraunið fari yfir varnargarðana að svo stöddu en að líklegt sé að það þurfi að endurmeta stöðuna „eftir fyrstu gusuna“. Hann segir Grindavíkurveginn líklega það fyrsta sem lendi fyrir hraunstraumnum. Víðir segir að rýming hafi gengið afar vel í Grindavík, Svartsengi og í Bláa lóninu. Það hafi verið fáir starfsmenn í Svartsengi og lítil starfsemi. Fram kom í tilkynningu frá Bláa lóninu að um 1.300 gestir og starfsmenn hafi verið á svæðinu. Ekki var talin þörf á að opna fjöldahjálparstöð en Víðir segir Rauða krossinn í nánu samstarfi við viðbragðsaðila og fylgjast vel með. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Það gekk mjög hratt fyrir sig,“ segir Víðir og að það hafi liðið hálftími frá því að fyrstu merki sáust um mögulegt eldgos og þar til eldgosið hófst. „Nú er vísindafólk í þyrluflugi að meta og mynda og þeim gögnum er streymt til þeirra sem gera fyrir okkur hraunhermilíkön,“ segir hann og að fyrstu niðurstöður úr því komi á næstu klukkustundum. Þá viti þau betur hvað gerist næst og hvert hraunið streymi. Þá sé hægt að gera plön fyrir næstu skref. „Eins og staðan er núna er rýmingu lokið og enginn í hættu. Hraunstreymið ógnar ekki enn þá varnargörðunum,“ segir Víðir og að hann eigi alveg von á því að það gerist seinna. Það hafi þurft að bregðast við því í fyrri eldgosum og það verði líklega þannig líka núna. Hann segir að á staðnum sé töluvert af búnaði en að almannavarnir verði að sjá hvernig hraunstraumurinn þróast eftir þennan fyrsta fasa eldgossins. „Við vitum það líka alveg að náttúran er ekki alltaf fyrirsjáanleg,“ segir Víðir og að nóttin verði líklega löng hjá viðbragðsaðilum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sjáðu sprunguna opnast Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. 22. ágúst 2024 22:43 Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. 22. ágúst 2024 22:23 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Sjáðu sprunguna opnast Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. 22. ágúst 2024 22:43
Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27
Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. 22. ágúst 2024 22:23