Örfáir starfsmenn fara inn í Svartsengi til að huga að búnaði Lovísa Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2024 10:39 Birna segir allt gert til að tryggja öryggi starfsfólks. Enginn fari inn nema með samþykki almannavarna og þeir verktakar sem fari inn á svæðið stoppi bara í stutta stund. Vísir/Vilhelm og Aðsend Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum. Orkuverið var rýmt í gær eins og Grindavík. Verktakar á vegum Ístaks voru við vinnu en ekki starfsmenn orkuversins. „Það eru örfáir starfsmenn sem fá að fara inn til að huga að búnaði. Þeir verða þar í stutta stund og fara svo út af svæðinu. Við erum í miklu framkvæmdum í Svartsengi. Það er verið að stækka og endurbæta orkuverið og verktakar voru við störf í gærkvöldi. Þeir rýmdu hratt og örugglega en af því að við erum í miðju verki þá fáum við að fara inn til að athuga með búnað og tæki. Það er hvasst á svæðinu og það er því gert í varúðarskyni, til að koma í veg fyrir að eitthvað skemmist,“ segir Birna. Hún segir vatnslögn HS Orku sem liggi frá Lágum og að vatnstökusvæði í Svartsengi ekki í hættu. „Vatnslögnin er nokkurn veginn samsíða veginum, en er hinum megin við hann. Hraunið stöðvaðist innan við 300 metrum frá veginum í nótt og það virðist því engin hætta stafa frá því sem stendur. Það er mjög gott. Þetta eldgos virðist vera eins heppilegt og getur verið, við þessar aðstæður. Það ógnar ekki byggð í Grindavík og er ekki eins og stendur að ógna innviðum í Svartsengi.“ Í stöðufærslu frá HS Orku sem birt var fyrir stuttu á Facebook kom fram að neyðarstjórn HS Orku sé á vaktinni og sé stýrt frá Reykjanesvirkjun eins og hefur verið gert þegar almannavarnir setja á neyðarstig. Á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi er engin starfsemi í Svartsengi. „Það er allt eðlilegt í rekstri orkuversins og þetta hefur engin áhrif haft á starfsemi okkar í þessari atrennu. Það er afskaplega gleðilegt og mikill léttir. En við erum alltaf viðbúin með margar sviðsmyndir og neyðarstjórn er við störf og vaktar ástandið alla daga og nætur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Dregið úr virkni en gosið ekki náð jafnvægi Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. Rýming er enn í gildi á svæðinu. 23. ágúst 2024 06:28 Fólk farið til vinnu í Svartsengi og Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir hraun ekki renna í átt að Grindavík og enga innviði í Svartsengi í hættu eins og er. Hraunið sé enn í um 300 metra fjarlægð frá Grindavíkurvegi og að það ekki ógna vatnslögn HS Orku. 23. ágúst 2024 09:37 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Orkuverið var rýmt í gær eins og Grindavík. Verktakar á vegum Ístaks voru við vinnu en ekki starfsmenn orkuversins. „Það eru örfáir starfsmenn sem fá að fara inn til að huga að búnaði. Þeir verða þar í stutta stund og fara svo út af svæðinu. Við erum í miklu framkvæmdum í Svartsengi. Það er verið að stækka og endurbæta orkuverið og verktakar voru við störf í gærkvöldi. Þeir rýmdu hratt og örugglega en af því að við erum í miðju verki þá fáum við að fara inn til að athuga með búnað og tæki. Það er hvasst á svæðinu og það er því gert í varúðarskyni, til að koma í veg fyrir að eitthvað skemmist,“ segir Birna. Hún segir vatnslögn HS Orku sem liggi frá Lágum og að vatnstökusvæði í Svartsengi ekki í hættu. „Vatnslögnin er nokkurn veginn samsíða veginum, en er hinum megin við hann. Hraunið stöðvaðist innan við 300 metrum frá veginum í nótt og það virðist því engin hætta stafa frá því sem stendur. Það er mjög gott. Þetta eldgos virðist vera eins heppilegt og getur verið, við þessar aðstæður. Það ógnar ekki byggð í Grindavík og er ekki eins og stendur að ógna innviðum í Svartsengi.“ Í stöðufærslu frá HS Orku sem birt var fyrir stuttu á Facebook kom fram að neyðarstjórn HS Orku sé á vaktinni og sé stýrt frá Reykjanesvirkjun eins og hefur verið gert þegar almannavarnir setja á neyðarstig. Á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi er engin starfsemi í Svartsengi. „Það er allt eðlilegt í rekstri orkuversins og þetta hefur engin áhrif haft á starfsemi okkar í þessari atrennu. Það er afskaplega gleðilegt og mikill léttir. En við erum alltaf viðbúin með margar sviðsmyndir og neyðarstjórn er við störf og vaktar ástandið alla daga og nætur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Dregið úr virkni en gosið ekki náð jafnvægi Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. Rýming er enn í gildi á svæðinu. 23. ágúst 2024 06:28 Fólk farið til vinnu í Svartsengi og Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir hraun ekki renna í átt að Grindavík og enga innviði í Svartsengi í hættu eins og er. Hraunið sé enn í um 300 metra fjarlægð frá Grindavíkurvegi og að það ekki ógna vatnslögn HS Orku. 23. ágúst 2024 09:37 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Vaktin: Dregið úr virkni en gosið ekki náð jafnvægi Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. Rýming er enn í gildi á svæðinu. 23. ágúst 2024 06:28
Fólk farið til vinnu í Svartsengi og Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir hraun ekki renna í átt að Grindavík og enga innviði í Svartsengi í hættu eins og er. Hraunið sé enn í um 300 metra fjarlægð frá Grindavíkurvegi og að það ekki ógna vatnslögn HS Orku. 23. ágúst 2024 09:37