Fornbóksali óánægður með skipuleggjendur Menningarnætur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 17:51 Bókin ehf. þurfti að slá af viðburð á vegum búðarinnar vegna skerts aðgengis að búðinni. Bókin ehf. Eigandi fornbókabúðarinnar við Hverfisgötu er óánægður með framgöngu Reykjavíkurborgar vegna viðburðarhalds á Menningarnótt sem fer fram í þessum skrifuðu. Verslunin er lokuð í dag þó að til hafi staðið að vera halda viðburð vegna skerts aðgengis að búðinni. Í færslu sem Ari Gísli Bragason, eigandi fornbókabúðarinnar, birti á samfélagsmiðlum í dag segir hann að honum þyki leitt að bókabúðin skuli vera lokuð í dag. Til hafi staðið að halda upplestra í dag til klukkan 17 en í gær kom í ljós að skipuleggjendur Menningarnætur hefðu lagt undir sig hlut Klapparstígs til viðburðarhalda og inngang fornbókabúðarinnar þar með talinn. „Þetta hefur verið svolítið þreytandi undanfarin ár og er kannski að ná hámarki núna,“ segi Ari í samtali við fréttastofu. Láta ekkert stoppa sig á næsta ári Hann segist harma það að ekki hafi verið hægt að halda tilætlaðan ljóðaupplestur, þó svo að dagskráin hefði aðeins staðið yfir til klukkan 17. En Reykjavíkurborg, Icelandair og DJ Margeir standa fyrir jógaviðburði á Klapparstígnum frá því um þrjú í dag og segir Ari að hávaðinn hafi einfaldlega verið of mikill. Hann kveðst þó ekki munu láta það stoppa sig héðan í frá. „Við ætlum að vera með viðburði á næsta ári og þá í hávaða eða hljóði. Alveg sama hvort það sé hávaði og læti,“ segir Ari og reifar þá hugmynd við blaðamann að fornbókabúðin komi kannski til með að standa fyrir sínu eigin „reifi“ á næstu Menningarnótt. Biðst afsökunar Téður DJ Margeir hefur nú beðið Ara og fornbókabúðina afsökunar og segir að viðburðarhald komi ekki til með að skerða starfsemi búðarinnar framar. „Ég verð að biðja ykkur innilegrar afsökunar á þessu og mun sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann í athugasemd við færslu Ara. Hann segist þykja málið afskaplega leiðinlegt þar sem hann hafi lagt sig fram við að halda góðu samstarfi við nágranna. Hann segir jafnframt að ekki sé selt inn á svæðið og að tónlistinni verði haldið lágstemmdri fram eftir degi. „Afsakaðu þetta rask, enn enn og aftur. Mér þykir þetta afskaplega leiðinlegt,“ skrifar Margeir að lokum. Menningarnótt Reykjavík Verslun Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Í færslu sem Ari Gísli Bragason, eigandi fornbókabúðarinnar, birti á samfélagsmiðlum í dag segir hann að honum þyki leitt að bókabúðin skuli vera lokuð í dag. Til hafi staðið að halda upplestra í dag til klukkan 17 en í gær kom í ljós að skipuleggjendur Menningarnætur hefðu lagt undir sig hlut Klapparstígs til viðburðarhalda og inngang fornbókabúðarinnar þar með talinn. „Þetta hefur verið svolítið þreytandi undanfarin ár og er kannski að ná hámarki núna,“ segi Ari í samtali við fréttastofu. Láta ekkert stoppa sig á næsta ári Hann segist harma það að ekki hafi verið hægt að halda tilætlaðan ljóðaupplestur, þó svo að dagskráin hefði aðeins staðið yfir til klukkan 17. En Reykjavíkurborg, Icelandair og DJ Margeir standa fyrir jógaviðburði á Klapparstígnum frá því um þrjú í dag og segir Ari að hávaðinn hafi einfaldlega verið of mikill. Hann kveðst þó ekki munu láta það stoppa sig héðan í frá. „Við ætlum að vera með viðburði á næsta ári og þá í hávaða eða hljóði. Alveg sama hvort það sé hávaði og læti,“ segir Ari og reifar þá hugmynd við blaðamann að fornbókabúðin komi kannski til með að standa fyrir sínu eigin „reifi“ á næstu Menningarnótt. Biðst afsökunar Téður DJ Margeir hefur nú beðið Ara og fornbókabúðina afsökunar og segir að viðburðarhald komi ekki til með að skerða starfsemi búðarinnar framar. „Ég verð að biðja ykkur innilegrar afsökunar á þessu og mun sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann í athugasemd við færslu Ara. Hann segist þykja málið afskaplega leiðinlegt þar sem hann hafi lagt sig fram við að halda góðu samstarfi við nágranna. Hann segir jafnframt að ekki sé selt inn á svæðið og að tónlistinni verði haldið lágstemmdri fram eftir degi. „Afsakaðu þetta rask, enn enn og aftur. Mér þykir þetta afskaplega leiðinlegt,“ skrifar Margeir að lokum.
Menningarnótt Reykjavík Verslun Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda