Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Tómas Arnar Þorláksson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 25. ágúst 2024 16:01 Björgunarmenn við störf á slysstað. Vísir/Ragnar Axelsson Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. Tilkynnt var um það um klukkan þrjú síðdegis í dag að ísveggur hafi hrunið þar sem 25 manna hópur var í íshellaskoðunarferð ásamt leiðsögumanni. Fjórir ferðamenn urðu undir farginu og tveir eru þar enn. Umfangsmikil björgunaraðgerð hefur staðið yfir síðan og var allt tiltækt lið kallað út sem og þrjár þyrlur á vegum Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins. Í fyrstu bárust fregnir af því að íshellir hefði hrunið en síðar kom fram að um hefði verið að ræða ísvegg á milli hellismunna. Unnið hefur verið að því að flytja búnað og mannskap upp á jökulinn en það hefur reynst erfitt sökum þess hve torfært landslagið er. Ísgröftur og -brot hafa því að mestu farið fram með handafli hingað til, það er að segja ís- og keðjusögum. Á annað hundrað björgunarmanna hafa komið að viðbragðinu. Í nótt verður tjaldbúðum komið upp á slysstað til að veita björgunarfólki skjól þegar þau eru ekki að vinna en komið hefur fram að vinnan fari fram í törnum þar sem teymi skiptast á að grafa. Ljósabúnaði hefur verið komið upp á vettvangi til að auðvelda björgunarstarfið. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að leit verði haldið áfram fram að miðnætti og að þá verði staðan metin og ákvörðun tekin um framhaldið. Nýjustu fregnir má finna í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhala síðunni. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Tilkynnt var um það um klukkan þrjú síðdegis í dag að ísveggur hafi hrunið þar sem 25 manna hópur var í íshellaskoðunarferð ásamt leiðsögumanni. Fjórir ferðamenn urðu undir farginu og tveir eru þar enn. Umfangsmikil björgunaraðgerð hefur staðið yfir síðan og var allt tiltækt lið kallað út sem og þrjár þyrlur á vegum Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins. Í fyrstu bárust fregnir af því að íshellir hefði hrunið en síðar kom fram að um hefði verið að ræða ísvegg á milli hellismunna. Unnið hefur verið að því að flytja búnað og mannskap upp á jökulinn en það hefur reynst erfitt sökum þess hve torfært landslagið er. Ísgröftur og -brot hafa því að mestu farið fram með handafli hingað til, það er að segja ís- og keðjusögum. Á annað hundrað björgunarmanna hafa komið að viðbragðinu. Í nótt verður tjaldbúðum komið upp á slysstað til að veita björgunarfólki skjól þegar þau eru ekki að vinna en komið hefur fram að vinnan fari fram í törnum þar sem teymi skiptast á að grafa. Ljósabúnaði hefur verið komið upp á vettvangi til að auðvelda björgunarstarfið. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að leit verði haldið áfram fram að miðnætti og að þá verði staðan metin og ákvörðun tekin um framhaldið. Nýjustu fregnir má finna í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhala síðunni. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Slys á Breiðamerkurjökli Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira