Túfa: „Leiðin var erfið“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. ágúst 2024 19:15 Túfa á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Valur vann nauðsynlegan sigur á Vestra í 19. umferð Bestu deildarinnar á N1 vellinum í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Vestra eftir að gestirnir höfðu komist yfir snemma í leiknum. Vísir ræddi við Srdjan Tufegzdic þjálfara Vals stuttu eftir leik sem var að sjálfsögðu sáttur með sigurinn. „Ánægður með sigurinn og hvernig við spilum þennan leik eftir að hafa fengið kjaftshögg snemma í leiknum. Við fáum á okkur mark eftir fyrstu mistök okkar í leiknum en við höldum kúlinu og einbeitingunni. Höldum áfram að gera góða hluti í seinni hluta fyrri hálfleiks sem hjálpar okkur að koma inní hálfleik. Skerpum á okkar hlutum í hálfleik sem hjálpar okkur að vinna leikinn í seinni hálfleik,“ sagði Túfa og bætti við um frammistöðu sinna manna: „Við vorum slegnir að fá markið í andlitið eftir að þeir fá rauða spjaldið stuttu áður. Leiðin var erfið fyrir okkur. Alvöru karakter hjá okkur í dag. Leikmenn og þjálfarar stíga upp og standa saman þegar reynir á. Þetta reynir á okkur og við ætlum að halda áfram.“ Vestri komst yfir snemma í leiknum þrátt fyrir að þeir misstu mann af velli eftir 6 mínútna leik. Túfa sagði það hafa haft áhrif á þá. „Við erum ennþá í þeim fasa að okkur er alltaf refsað fyrir fyrstu mistökin okkar í leiknum. Menn sem hafa verið lengi í boltanum vita að þá þarftu að hafa meira fyrir hlutunum. Við höfum lagt á okkur mikla vinnu síðustu daga og við ætlum að halda áfram.“ Gustav Kjeldsen fékk rautt spjald snemma í leiknum fyrir brot á Albin Skoglund. Albin komst aftur í svipaða stöðu síðar í hálfleiknum og virtist vera brotið á honum en í það skiptið var ekkert dæmt. Túfa mótmælti hressilega og uppskar gult spjald. Um atvikið sagði hann: „Mér finnst þetta bara mjög svipuð atvik. Aftur er Albin að sleppa í gegn og er togaður niður. Hann dettur ekki, ef hann dettur þá þarf dómarinn líklega að taka aðra ákvörðun. Ég vill sjálfur ekki ræða hvað dómararnir eiga að gera. Við gerum allir mistök.“ „Ég er ánægður með innkomu Albin í dag. Mér fannst hann mjög góður, hann stífnaði aðeins aftan í læri og þurfti að fara útaf í hálfleik. Vonandi er þetta ekkert mikið þannig hann verði klár í næstu leiki.“ Framundan er mikil barátta fyrir Val sem er átta stigum frá toppsætinu eftir leiki dagsins. Túfa var bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Þessi sigur gefur okkur þrjú stig til að byggja á. Við viljum taka næsta úrslitaleik sem er gegn Víking hérna eftir viku og höfum nokkra daga til að undirbúa hann vel. Nokkrir leikmenn eru að koma til baka eftir meiðsli. Erum að þjappa okkur saman og leggja mikla vinnu í að vera með í þeirri baráttu sem framundan er,“ sagði þjálfarinn eftir leik Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Vísir ræddi við Srdjan Tufegzdic þjálfara Vals stuttu eftir leik sem var að sjálfsögðu sáttur með sigurinn. „Ánægður með sigurinn og hvernig við spilum þennan leik eftir að hafa fengið kjaftshögg snemma í leiknum. Við fáum á okkur mark eftir fyrstu mistök okkar í leiknum en við höldum kúlinu og einbeitingunni. Höldum áfram að gera góða hluti í seinni hluta fyrri hálfleiks sem hjálpar okkur að koma inní hálfleik. Skerpum á okkar hlutum í hálfleik sem hjálpar okkur að vinna leikinn í seinni hálfleik,“ sagði Túfa og bætti við um frammistöðu sinna manna: „Við vorum slegnir að fá markið í andlitið eftir að þeir fá rauða spjaldið stuttu áður. Leiðin var erfið fyrir okkur. Alvöru karakter hjá okkur í dag. Leikmenn og þjálfarar stíga upp og standa saman þegar reynir á. Þetta reynir á okkur og við ætlum að halda áfram.“ Vestri komst yfir snemma í leiknum þrátt fyrir að þeir misstu mann af velli eftir 6 mínútna leik. Túfa sagði það hafa haft áhrif á þá. „Við erum ennþá í þeim fasa að okkur er alltaf refsað fyrir fyrstu mistökin okkar í leiknum. Menn sem hafa verið lengi í boltanum vita að þá þarftu að hafa meira fyrir hlutunum. Við höfum lagt á okkur mikla vinnu síðustu daga og við ætlum að halda áfram.“ Gustav Kjeldsen fékk rautt spjald snemma í leiknum fyrir brot á Albin Skoglund. Albin komst aftur í svipaða stöðu síðar í hálfleiknum og virtist vera brotið á honum en í það skiptið var ekkert dæmt. Túfa mótmælti hressilega og uppskar gult spjald. Um atvikið sagði hann: „Mér finnst þetta bara mjög svipuð atvik. Aftur er Albin að sleppa í gegn og er togaður niður. Hann dettur ekki, ef hann dettur þá þarf dómarinn líklega að taka aðra ákvörðun. Ég vill sjálfur ekki ræða hvað dómararnir eiga að gera. Við gerum allir mistök.“ „Ég er ánægður með innkomu Albin í dag. Mér fannst hann mjög góður, hann stífnaði aðeins aftan í læri og þurfti að fara útaf í hálfleik. Vonandi er þetta ekkert mikið þannig hann verði klár í næstu leiki.“ Framundan er mikil barátta fyrir Val sem er átta stigum frá toppsætinu eftir leiki dagsins. Túfa var bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Þessi sigur gefur okkur þrjú stig til að byggja á. Við viljum taka næsta úrslitaleik sem er gegn Víking hérna eftir viku og höfum nokkra daga til að undirbúa hann vel. Nokkrir leikmenn eru að koma til baka eftir meiðsli. Erum að þjappa okkur saman og leggja mikla vinnu í að vera með í þeirri baráttu sem framundan er,“ sagði þjálfarinn eftir leik
Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira