Stúlkan enn í lífshættu en rannsókn miðar vel Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. ágúst 2024 11:47 Grímur Grímsson er yfir miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglu á stunguárás við Skúlagötu á menningarnótt miða vel og að lögregla hafi verið í nokkuð hefðbundnum rannsóknaraðferðum. Stúlkan sem var stungin er enn í lífshættu. Grímur segir það hluta af rannsókn lögreglu að leiða í ljós aðdraganda og ástæðu árásarinnar og tengsl fólksins. Hann segir ekki sé tímabært að tjá sig um það. Drengurinn sem grunaður er um árásina hefur að sögn Gríms ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Hann er í gæsluvarðhaldi og er í einangrun í fangelsinu að Hólmsheiði. Drengurinn er 16 ára gamall. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Það eru þrír stungnir þarna og eftir er einn lífshættulega slasaður. Þetta er mjög alvarleg árás.“ Ungmennin sem urðu fyrir árásinni voru öll flutt á slysadeild í kjölfar árásarinnar. Stúlkan sem drengurinn stakk er enn í lífshættu og er ástand hennar alvarlegt að sögn Gríms. Grímur segir lögreglu hafa rætt við vitni í gær og í dag og sé enn að reyna að afla gagna sem tengjast málinu. „Það voru mjög margir í miðborginni, eins og gefur að skilja, á þessum tíma. Þetta er laust eftir flugeldasýninguna á menningarnótt. Það er misjafnt hverju fólk varð vitni að,“ segir Grímur. Það hafi ekki margir orðið vitni að árásinni sjálfri en margir séð orðið vitni að því sem gerðist á eftir og viðbragði viðbragðsaðila. Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Stúlkan enn í lífshættu Stúlkan sem hlaut lífshættulega áverka í stunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt er enn í lífshættu og ástand hennar óbreytt að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar. 25. ágúst 2024 20:24 Komu fórnarlömbum stunguárásarinnar til aðstoðar Starfsfólk Hopp hlúði að fórnarlömbum alvarlegrar stunguárásar sem átti sér stað við Skúlagötu í Reykjavík seint í gær. Einn var handtekinn grunaður um árásina og þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. 25. ágúst 2024 13:16 Stunguárásir í miðborginni og síðasta predikun biskups Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur í seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allir undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 11:43 Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35 Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. 25. ágúst 2024 10:06 Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23 Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Grímur segir það hluta af rannsókn lögreglu að leiða í ljós aðdraganda og ástæðu árásarinnar og tengsl fólksins. Hann segir ekki sé tímabært að tjá sig um það. Drengurinn sem grunaður er um árásina hefur að sögn Gríms ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Hann er í gæsluvarðhaldi og er í einangrun í fangelsinu að Hólmsheiði. Drengurinn er 16 ára gamall. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Það eru þrír stungnir þarna og eftir er einn lífshættulega slasaður. Þetta er mjög alvarleg árás.“ Ungmennin sem urðu fyrir árásinni voru öll flutt á slysadeild í kjölfar árásarinnar. Stúlkan sem drengurinn stakk er enn í lífshættu og er ástand hennar alvarlegt að sögn Gríms. Grímur segir lögreglu hafa rætt við vitni í gær og í dag og sé enn að reyna að afla gagna sem tengjast málinu. „Það voru mjög margir í miðborginni, eins og gefur að skilja, á þessum tíma. Þetta er laust eftir flugeldasýninguna á menningarnótt. Það er misjafnt hverju fólk varð vitni að,“ segir Grímur. Það hafi ekki margir orðið vitni að árásinni sjálfri en margir séð orðið vitni að því sem gerðist á eftir og viðbragði viðbragðsaðila.
Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Stúlkan enn í lífshættu Stúlkan sem hlaut lífshættulega áverka í stunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt er enn í lífshættu og ástand hennar óbreytt að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar. 25. ágúst 2024 20:24 Komu fórnarlömbum stunguárásarinnar til aðstoðar Starfsfólk Hopp hlúði að fórnarlömbum alvarlegrar stunguárásar sem átti sér stað við Skúlagötu í Reykjavík seint í gær. Einn var handtekinn grunaður um árásina og þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. 25. ágúst 2024 13:16 Stunguárásir í miðborginni og síðasta predikun biskups Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur í seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allir undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 11:43 Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35 Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. 25. ágúst 2024 10:06 Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23 Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Stúlkan enn í lífshættu Stúlkan sem hlaut lífshættulega áverka í stunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt er enn í lífshættu og ástand hennar óbreytt að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar. 25. ágúst 2024 20:24
Komu fórnarlömbum stunguárásarinnar til aðstoðar Starfsfólk Hopp hlúði að fórnarlömbum alvarlegrar stunguárásar sem átti sér stað við Skúlagötu í Reykjavík seint í gær. Einn var handtekinn grunaður um árásina og þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. 25. ágúst 2024 13:16
Stunguárásir í miðborginni og síðasta predikun biskups Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur í seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allir undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 11:43
Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35
Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. 25. ágúst 2024 10:06
Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23
Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23