Varhugaverður tími en traust lagt á leiðsögumenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2024 17:52 Leit var hætt á Beriðarmerkurjökli í dag. Sveinn Kristján ræddi leitina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. vísir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir traust lagt á leiðsögumenn til þess að meta aðstæður á jöklum á sumrin. Hann tekur hins vegar undir það að skoðunarferðir á þessum árstíma séu varhugaverðar. Leit að tveimur ferðamönnum á Breiðarmerkurjökli var hætt í dag þegar ljóst varð að upplýsingar, sem ferðaþjónustufyrirtæki veitti lögreglu, væru rangar. 25 voru í hópnum en ekki 23 líkt og upphaflega var talið. Sveinn Kristján segir að björgunarsveitir og lögregla hafi leitað af sér allan grun. „Hreinsuðum í raun farveginn, eða svokölluð gólf, og sáum að þar var enginn,“ segir Sveinn Kristján sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Allt unnið með handafli Leitin var afar umfangsmikil. „Mikið af viðbragðsaðilum sem hafa komið að henni og hafa unnið algjört þrekvirki. Það er ekki ofsögum sagt, að íslenskir björgunaraðilar sönnuðu enn og aftur mátt sinn og megin við að takast á við flókin verkefni og leysa það með glans. Við sem sátum heima og stjórnuðum aðgerðum erum afskaplega stolt af því fólki sem tók þarna þátt,“ segir Sveinn Kristján. Vinnutækjum varð ekki komið fyrir uppi á jöklinum, sem gerði leitina erfiðari. „Við komum bílum þarna fyrir á brúninni, en allt annað var þarna unnið með handafli. Þetta er mikil og þung vinna sem er búið að framkvæma þarna, og mikill ís sem er búið að færa til.“ Sveinn Rúnar segir að misvísandi upplýsingar hafi fengist frá ferðaþjónustufyrirtækinu. „En meðan við höfðum ekki sönnur fyrir því að þeir væru ekki þarna, þá leituðum við að sjálfsögðu af okkur allan grun til að geta staðfest það að þarna væri ekki fólk. Það voru afar ánægjulegar fréttir að þarna hafi enginn verið.“ Ætlast til þess að aðstæður séu skoðaðar Hann segir mikilvægt að skráning sé góð og rétt í sambærilegar ferðir. „Þannig það sé vitað hvar hver einasti er. Það er eitthvað sem var því miður ábótavant. Í þessum bókunum almennt er skráður einn ábyrgðaraðili fyrir svona hóp og þá getur oft verið erfitt að finna út hverjir hinir í hópnum eru,“ segir Sveinn Kristján sem tekur undir það að skráning í slíkar ferðir verði að breytast. Umræða hefur spunnist um það hversu æskilegt það sé að fara í jöklaskoðunarferðir á þessum tíma árs þegar ísinn er lausari í sér. „Maður treystir á að það þarna séu vanir leiðsögumenn sem fara um svæðið og meta aðstæður hverju sinni. Vissulega er þetta bara mat og maðurinn getur alltaf verið skeikull. En hvað er öruggt í þessu er dálítið snúið að segja. Auðvitað er þetta varhugaverður tími. Við ætlumst bara til þess að aðstæður séu skoðaðar og metnar áður en farið er með fólk á hættulegar slóðir,“ segir Sveinn Kristján. Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi ræddi einnig um áhyggjur fjallaleiðsögumanna í þessum efnum. Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Leit að tveimur ferðamönnum á Breiðarmerkurjökli var hætt í dag þegar ljóst varð að upplýsingar, sem ferðaþjónustufyrirtæki veitti lögreglu, væru rangar. 25 voru í hópnum en ekki 23 líkt og upphaflega var talið. Sveinn Kristján segir að björgunarsveitir og lögregla hafi leitað af sér allan grun. „Hreinsuðum í raun farveginn, eða svokölluð gólf, og sáum að þar var enginn,“ segir Sveinn Kristján sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Allt unnið með handafli Leitin var afar umfangsmikil. „Mikið af viðbragðsaðilum sem hafa komið að henni og hafa unnið algjört þrekvirki. Það er ekki ofsögum sagt, að íslenskir björgunaraðilar sönnuðu enn og aftur mátt sinn og megin við að takast á við flókin verkefni og leysa það með glans. Við sem sátum heima og stjórnuðum aðgerðum erum afskaplega stolt af því fólki sem tók þarna þátt,“ segir Sveinn Kristján. Vinnutækjum varð ekki komið fyrir uppi á jöklinum, sem gerði leitina erfiðari. „Við komum bílum þarna fyrir á brúninni, en allt annað var þarna unnið með handafli. Þetta er mikil og þung vinna sem er búið að framkvæma þarna, og mikill ís sem er búið að færa til.“ Sveinn Rúnar segir að misvísandi upplýsingar hafi fengist frá ferðaþjónustufyrirtækinu. „En meðan við höfðum ekki sönnur fyrir því að þeir væru ekki þarna, þá leituðum við að sjálfsögðu af okkur allan grun til að geta staðfest það að þarna væri ekki fólk. Það voru afar ánægjulegar fréttir að þarna hafi enginn verið.“ Ætlast til þess að aðstæður séu skoðaðar Hann segir mikilvægt að skráning sé góð og rétt í sambærilegar ferðir. „Þannig það sé vitað hvar hver einasti er. Það er eitthvað sem var því miður ábótavant. Í þessum bókunum almennt er skráður einn ábyrgðaraðili fyrir svona hóp og þá getur oft verið erfitt að finna út hverjir hinir í hópnum eru,“ segir Sveinn Kristján sem tekur undir það að skráning í slíkar ferðir verði að breytast. Umræða hefur spunnist um það hversu æskilegt það sé að fara í jöklaskoðunarferðir á þessum tíma árs þegar ísinn er lausari í sér. „Maður treystir á að það þarna séu vanir leiðsögumenn sem fara um svæðið og meta aðstæður hverju sinni. Vissulega er þetta bara mat og maðurinn getur alltaf verið skeikull. En hvað er öruggt í þessu er dálítið snúið að segja. Auðvitað er þetta varhugaverður tími. Við ætlumst bara til þess að aðstæður séu skoðaðar og metnar áður en farið er með fólk á hættulegar slóðir,“ segir Sveinn Kristján. Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi ræddi einnig um áhyggjur fjallaleiðsögumanna í þessum efnum.
Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira