Varhugaverður tími en traust lagt á leiðsögumenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2024 17:52 Leit var hætt á Beriðarmerkurjökli í dag. Sveinn Kristján ræddi leitina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. vísir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir traust lagt á leiðsögumenn til þess að meta aðstæður á jöklum á sumrin. Hann tekur hins vegar undir það að skoðunarferðir á þessum árstíma séu varhugaverðar. Leit að tveimur ferðamönnum á Breiðarmerkurjökli var hætt í dag þegar ljóst varð að upplýsingar, sem ferðaþjónustufyrirtæki veitti lögreglu, væru rangar. 25 voru í hópnum en ekki 23 líkt og upphaflega var talið. Sveinn Kristján segir að björgunarsveitir og lögregla hafi leitað af sér allan grun. „Hreinsuðum í raun farveginn, eða svokölluð gólf, og sáum að þar var enginn,“ segir Sveinn Kristján sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Allt unnið með handafli Leitin var afar umfangsmikil. „Mikið af viðbragðsaðilum sem hafa komið að henni og hafa unnið algjört þrekvirki. Það er ekki ofsögum sagt, að íslenskir björgunaraðilar sönnuðu enn og aftur mátt sinn og megin við að takast á við flókin verkefni og leysa það með glans. Við sem sátum heima og stjórnuðum aðgerðum erum afskaplega stolt af því fólki sem tók þarna þátt,“ segir Sveinn Kristján. Vinnutækjum varð ekki komið fyrir uppi á jöklinum, sem gerði leitina erfiðari. „Við komum bílum þarna fyrir á brúninni, en allt annað var þarna unnið með handafli. Þetta er mikil og þung vinna sem er búið að framkvæma þarna, og mikill ís sem er búið að færa til.“ Sveinn Rúnar segir að misvísandi upplýsingar hafi fengist frá ferðaþjónustufyrirtækinu. „En meðan við höfðum ekki sönnur fyrir því að þeir væru ekki þarna, þá leituðum við að sjálfsögðu af okkur allan grun til að geta staðfest það að þarna væri ekki fólk. Það voru afar ánægjulegar fréttir að þarna hafi enginn verið.“ Ætlast til þess að aðstæður séu skoðaðar Hann segir mikilvægt að skráning sé góð og rétt í sambærilegar ferðir. „Þannig það sé vitað hvar hver einasti er. Það er eitthvað sem var því miður ábótavant. Í þessum bókunum almennt er skráður einn ábyrgðaraðili fyrir svona hóp og þá getur oft verið erfitt að finna út hverjir hinir í hópnum eru,“ segir Sveinn Kristján sem tekur undir það að skráning í slíkar ferðir verði að breytast. Umræða hefur spunnist um það hversu æskilegt það sé að fara í jöklaskoðunarferðir á þessum tíma árs þegar ísinn er lausari í sér. „Maður treystir á að það þarna séu vanir leiðsögumenn sem fara um svæðið og meta aðstæður hverju sinni. Vissulega er þetta bara mat og maðurinn getur alltaf verið skeikull. En hvað er öruggt í þessu er dálítið snúið að segja. Auðvitað er þetta varhugaverður tími. Við ætlumst bara til þess að aðstæður séu skoðaðar og metnar áður en farið er með fólk á hættulegar slóðir,“ segir Sveinn Kristján. Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi ræddi einnig um áhyggjur fjallaleiðsögumanna í þessum efnum. Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Leit að tveimur ferðamönnum á Breiðarmerkurjökli var hætt í dag þegar ljóst varð að upplýsingar, sem ferðaþjónustufyrirtæki veitti lögreglu, væru rangar. 25 voru í hópnum en ekki 23 líkt og upphaflega var talið. Sveinn Kristján segir að björgunarsveitir og lögregla hafi leitað af sér allan grun. „Hreinsuðum í raun farveginn, eða svokölluð gólf, og sáum að þar var enginn,“ segir Sveinn Kristján sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Allt unnið með handafli Leitin var afar umfangsmikil. „Mikið af viðbragðsaðilum sem hafa komið að henni og hafa unnið algjört þrekvirki. Það er ekki ofsögum sagt, að íslenskir björgunaraðilar sönnuðu enn og aftur mátt sinn og megin við að takast á við flókin verkefni og leysa það með glans. Við sem sátum heima og stjórnuðum aðgerðum erum afskaplega stolt af því fólki sem tók þarna þátt,“ segir Sveinn Kristján. Vinnutækjum varð ekki komið fyrir uppi á jöklinum, sem gerði leitina erfiðari. „Við komum bílum þarna fyrir á brúninni, en allt annað var þarna unnið með handafli. Þetta er mikil og þung vinna sem er búið að framkvæma þarna, og mikill ís sem er búið að færa til.“ Sveinn Rúnar segir að misvísandi upplýsingar hafi fengist frá ferðaþjónustufyrirtækinu. „En meðan við höfðum ekki sönnur fyrir því að þeir væru ekki þarna, þá leituðum við að sjálfsögðu af okkur allan grun til að geta staðfest það að þarna væri ekki fólk. Það voru afar ánægjulegar fréttir að þarna hafi enginn verið.“ Ætlast til þess að aðstæður séu skoðaðar Hann segir mikilvægt að skráning sé góð og rétt í sambærilegar ferðir. „Þannig það sé vitað hvar hver einasti er. Það er eitthvað sem var því miður ábótavant. Í þessum bókunum almennt er skráður einn ábyrgðaraðili fyrir svona hóp og þá getur oft verið erfitt að finna út hverjir hinir í hópnum eru,“ segir Sveinn Kristján sem tekur undir það að skráning í slíkar ferðir verði að breytast. Umræða hefur spunnist um það hversu æskilegt það sé að fara í jöklaskoðunarferðir á þessum tíma árs þegar ísinn er lausari í sér. „Maður treystir á að það þarna séu vanir leiðsögumenn sem fara um svæðið og meta aðstæður hverju sinni. Vissulega er þetta bara mat og maðurinn getur alltaf verið skeikull. En hvað er öruggt í þessu er dálítið snúið að segja. Auðvitað er þetta varhugaverður tími. Við ætlumst bara til þess að aðstæður séu skoðaðar og metnar áður en farið er með fólk á hættulegar slóðir,“ segir Sveinn Kristján. Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi ræddi einnig um áhyggjur fjallaleiðsögumanna í þessum efnum.
Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent