Alsæl með meiri svefn: „Þessi hálftími gerir mjög mikið!“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 20:02 Þau Vésteinn, Katla og steinunn eru glöð með breytinguna og finna mun á sér að geta sofið aðeins lengur á morgnanna. Vísir/Sigurjón Tíundu bekkingar í Hagaskóla hoppa hæð sína yfir að fá nú að sofa hálftíma lengur eftir breytingu hjá Reykjavíkurborg. Svefnsérfræðingur bindur vonir við að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Þær breytingar urðu nú á haustönn í unglingadeildum Reykjavíkurborgar að skóladeginum seinkar og hefst nú klukkan níu á morgnanna en ekki hálf níu líkt og var. Borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frísundasviðs þess efnis í ársbyrjun eftir tilraunaverkefni og samráð. Nemendur í Hagaskóla finna mikinn mun á sér eftir breytinguna þótt skammt sé liðið á önnina. „Þessi hálftími gerir mjög mikið. Ég man að í áttunda bekk var smá mygluvesen hérna í Hagaskóla og þá þurftum við að taka rútu upp í Korpu og þá fengum við að sofa jafnvel minna og það korter gerði mig alveg úrvinda,“ segir Vésteinn, sem var að byrja í 10. bekk í Hagaskóla og bekkjarsystur hans Katla og Steinunn taka undir með honum. Munurinn sé mikill og muni þær miklu að fá auka hálftíma. Mikilvægast að framhaldsskólar breyti skólabyrjun Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum fagnar þessu og vonar að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Unglingar séu almennt mjög vansvefta. „Um helmingur unglinga í áttunda til tíunda bekk er að sofa of lítið og meirihluti í framhaldsskóla. Þetta er einn liður í því að hjálpa unglingum að fá betri svefn sem auðvitað styður síðan við bæði líkamlega heilsu, andlega vellíðan, námsárangur og fleira.“ Erla vill að framhaldsskólarnir seinki líka skólabyrjun. „Af því að vandinn er meiri þar, álagið er mjög mikið. Þetta er oft mjög mikið stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla þannig að það væri virkilega jákvætt ef við myndum sjá framhaldsskólana íhuga að gera slíkt hið sama.“ En hvernig ætla nemendurnir að nýta hálftímann? „Ég persónulega nýt þess að taka minn tíma heima, mér finnst það mjög næs því ef maður vaknar í stressi þá er maður svolítið daufur í skólanum,“ segir Katla. „Ég er sofandi allan hálftímann,“ segir Vésteinn. Þú nýtir hverja einustu mínútu? „Jebb,“ segir Vésteinn og glottir. Svefn Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Framhaldsskólar Tengdar fréttir Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. 9. júní 2023 08:07 Breyttur kennslutími í grunnskólum borgarinnar Töluverðar breytingar verða á skólatíma barna í öðrum til fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur, sem verða settir eftir helgi. Í sumum tilvikum seinkar skólabyrjun um hátt í klukkustund, en víðast styttist dagurinn í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við börnum fyrr en áður. 19. ágúst 2009 12:32 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Þær breytingar urðu nú á haustönn í unglingadeildum Reykjavíkurborgar að skóladeginum seinkar og hefst nú klukkan níu á morgnanna en ekki hálf níu líkt og var. Borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frísundasviðs þess efnis í ársbyrjun eftir tilraunaverkefni og samráð. Nemendur í Hagaskóla finna mikinn mun á sér eftir breytinguna þótt skammt sé liðið á önnina. „Þessi hálftími gerir mjög mikið. Ég man að í áttunda bekk var smá mygluvesen hérna í Hagaskóla og þá þurftum við að taka rútu upp í Korpu og þá fengum við að sofa jafnvel minna og það korter gerði mig alveg úrvinda,“ segir Vésteinn, sem var að byrja í 10. bekk í Hagaskóla og bekkjarsystur hans Katla og Steinunn taka undir með honum. Munurinn sé mikill og muni þær miklu að fá auka hálftíma. Mikilvægast að framhaldsskólar breyti skólabyrjun Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum fagnar þessu og vonar að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Unglingar séu almennt mjög vansvefta. „Um helmingur unglinga í áttunda til tíunda bekk er að sofa of lítið og meirihluti í framhaldsskóla. Þetta er einn liður í því að hjálpa unglingum að fá betri svefn sem auðvitað styður síðan við bæði líkamlega heilsu, andlega vellíðan, námsárangur og fleira.“ Erla vill að framhaldsskólarnir seinki líka skólabyrjun. „Af því að vandinn er meiri þar, álagið er mjög mikið. Þetta er oft mjög mikið stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla þannig að það væri virkilega jákvætt ef við myndum sjá framhaldsskólana íhuga að gera slíkt hið sama.“ En hvernig ætla nemendurnir að nýta hálftímann? „Ég persónulega nýt þess að taka minn tíma heima, mér finnst það mjög næs því ef maður vaknar í stressi þá er maður svolítið daufur í skólanum,“ segir Katla. „Ég er sofandi allan hálftímann,“ segir Vésteinn. Þú nýtir hverja einustu mínútu? „Jebb,“ segir Vésteinn og glottir.
Svefn Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Framhaldsskólar Tengdar fréttir Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. 9. júní 2023 08:07 Breyttur kennslutími í grunnskólum borgarinnar Töluverðar breytingar verða á skólatíma barna í öðrum til fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur, sem verða settir eftir helgi. Í sumum tilvikum seinkar skólabyrjun um hátt í klukkustund, en víðast styttist dagurinn í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við börnum fyrr en áður. 19. ágúst 2009 12:32 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. 9. júní 2023 08:07
Breyttur kennslutími í grunnskólum borgarinnar Töluverðar breytingar verða á skólatíma barna í öðrum til fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur, sem verða settir eftir helgi. Í sumum tilvikum seinkar skólabyrjun um hátt í klukkustund, en víðast styttist dagurinn í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við börnum fyrr en áður. 19. ágúst 2009 12:32