Barcelona nýtir sér meiðsli leikmanns til að skrá Olmo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 09:33 Dani Olmo þegar hann var kynntur til leiks hjá Barcelona. Hann á enn eftir að spila sinn fyrsta leik í spænsku deildinni. Getty/Jose Breton Spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo fær væntanlega að spila með Barcelona í kvöld eftir að félaginu tókst loksins að finna leið til að skrá hann inn hjá spænsku deildinni. Barcelona keypti Olmo, eina af stjörnunum úr Evrópumeistaraliði Spánverja í sumar, fyrir 55 milljónir evra frá RB Leipzig. Það eru 8,4 milljarðar í íslenskum krónum. Olmo hefur misst af tveimur fyrstu leikjum tímabilsins þar sem að Barcelona hefur ekki getað skráð hann inn hjá LaLiga. Það er vegna þess að það er ekki pláss fyrir launin hans undir launaþakinu. Barcelona hefur lengi verið að glíma við mikil fjárhagsvandræði og svipað vandmál varð til þess að Lionel Messi yfirgaf félagið á sínum tíma. Nú ætti Olmo loksons að komast inn á völlinn en það kemur ekki til af góðu. Eins dauði er annars brauð. Það lítur nefnilega út fyrir að meiðsli danska varnarmannsins Andreas Christensen muni koma Olmo og Barcelona liðinu til bjargar. ESPN segir frá. Samkvæmt reglum LaLiga þá losnar pláss undir launaþakinu ef leikmaður er frá vegna meiðsla í langan tíma. Barcelona hafði losað sig við leikmenn eins og þá Ilkay Gündogan, Vitor Roque, Mika Faye og Clément Lenglet til að búa til pláss fyrrir Olmo en það var ekki nóg. Barcelona hefur nú sent inn gögn um meiðsli Christensen sem verður frá í fjóra mánuði vegna hásinarmeiðsla. Barcelona getur þar með notað áttatíu prósent af launum hans til að búa til aukapláss undir launaþakinu. Með því ætti að vera pláss fyrir laun Olmo og hann ætti því að geta spilað leikinn á móti Rayo Vallecano í kvöld. Skráningin verður þó bara tímabundin eða til 31. desember næstkomandi. Olmo er að snúa aftur til Barcelona því hann var í akademíu félagsins til sextán ára aldurs. Spænski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Barcelona keypti Olmo, eina af stjörnunum úr Evrópumeistaraliði Spánverja í sumar, fyrir 55 milljónir evra frá RB Leipzig. Það eru 8,4 milljarðar í íslenskum krónum. Olmo hefur misst af tveimur fyrstu leikjum tímabilsins þar sem að Barcelona hefur ekki getað skráð hann inn hjá LaLiga. Það er vegna þess að það er ekki pláss fyrir launin hans undir launaþakinu. Barcelona hefur lengi verið að glíma við mikil fjárhagsvandræði og svipað vandmál varð til þess að Lionel Messi yfirgaf félagið á sínum tíma. Nú ætti Olmo loksons að komast inn á völlinn en það kemur ekki til af góðu. Eins dauði er annars brauð. Það lítur nefnilega út fyrir að meiðsli danska varnarmannsins Andreas Christensen muni koma Olmo og Barcelona liðinu til bjargar. ESPN segir frá. Samkvæmt reglum LaLiga þá losnar pláss undir launaþakinu ef leikmaður er frá vegna meiðsla í langan tíma. Barcelona hafði losað sig við leikmenn eins og þá Ilkay Gündogan, Vitor Roque, Mika Faye og Clément Lenglet til að búa til pláss fyrrir Olmo en það var ekki nóg. Barcelona hefur nú sent inn gögn um meiðsli Christensen sem verður frá í fjóra mánuði vegna hásinarmeiðsla. Barcelona getur þar með notað áttatíu prósent af launum hans til að búa til aukapláss undir launaþakinu. Með því ætti að vera pláss fyrir laun Olmo og hann ætti því að geta spilað leikinn á móti Rayo Vallecano í kvöld. Skráningin verður þó bara tímabundin eða til 31. desember næstkomandi. Olmo er að snúa aftur til Barcelona því hann var í akademíu félagsins til sextán ára aldurs.
Spænski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira