Ældi næstum úr stressi á Cannes Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2024 07:01 Leikarinn Mikael Kaaber ræddi við blaðamann um listina og lífið. Aðsend Mikael Kaaber hefur verið að leika frá blautu barnsbeini og er óhræddur við krefjandi hliðar starfsins en Svala kærastan hans hefur spilað veigamikið hlutverk í þróun hans sem listamaður. Hann fer með hlutverk í kvikmyndinni Ljósbrot og segir að það hafi verið óhjákvæmilegt að dýfa tánum í erfiðar tilfinningar í ferlinu. Blaðamaður ræddi við Mikael. Leiklistin trompaði fótboltadraumana Ferill Mikaels fór af stað þegar hann var aðeins sjö ára gamall þegar hann fékk boð um hlutverk í leikritinu Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur árið 2006. Leiklistaráhuginn kviknaði samhliða því. „Ég fékk þá að spreyta mig í litlu krúttlegu hlutverki sem Barnabarnabarnið. Það má segja að eftir það hafi ekki verið aftur snúið. Ég vissi þá að mig langaði að verða leikari og það hefur verið stefnan síðan.“ Mikael vissi ungur að hann vildi verða leikari. Hér er hann í faðmlögum við leikarahópinn úr Ljósbroti eftir frumsýningu.Aðsend Mikael stundaði nám við Verzlunarskóla Íslands og gat þar nært þessa ástríðu. „Það voru reyndar einhverjir draumar um atvinnumennsku í fótbolta sem eltu mig lengi vel en þegar til stóð að setja upp kvikmyndina The Breakfast Club sem Listó-leikritið í Verzlunarskóla Íslands árið 2016 þá ákvað ég að leggja skónna endanlega á hilluna og einbeita mér að leiklistinni. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því í dag.“ Mikael í hlutverki sínu fyrir The Breakfast Club.Aðsend Erfiðar tilfinningar óhjákvæmilegar Hann segir að undirbúningurinn og tökuferlið fyrir Ljósbrot hafi í senn verið ofboðslega skemmtilegt og krefjandi. „Efniviður verksins er þungur og maður vill skila því frá sér á trúverðugan hátt. Því var óhjákvæmilegt að dýfa tánum ofan í erfiðar tilfinningar sem fylgdu manni stundum heim eftir tökudaginn. Ég studdi mig þó aðallega við leikaðferðir sem byggja ekki á að rífa upp gömul sár og endurupplifa þau, heldur vera í tengingu við tilfinningar sínar núna, augnablik fyrir augnablik. Svo stóð maður auðvitað ekki einn í undirbúningnum en Rúnar leikstjóri tók virkan þátt í að hjálpa mér að finna þema persónunnar og ýta mér á þá staði sem til þurfti til að skila sögunni til áhorfenda. Hvað eru mörg „til“ í því?“ segir Mikael kíminn. Glæsilegur leikarahópur Ljósbrots. Elín Hall, Katla Njáls, Gunnar Hrafn, Ágúst Wiigum og Mikael Kaaber.Arnar Freyr hjá Eldeyfilms Skilur sorgarferlið en tengir ekki við hárgreiðsluna Hann segist að mörgu leyti geta tengt við Gunna, karakterinn sem hann leikur. „Við kynnumst Gunna nánast einungis í gegnum það hvernig hann tekst á við sorgina og þar eigum við margt sameiginlegt. Ég hef aldrei misst neinn svo nákomin og svo skyndilega eins og Gunni gerir í myndinni en ég get ímyndað mér að mín viðbrögð væru svipuð. Hann er meðvirkur, vinur vina sinna og vill passa upp á að öllum líði vel sem ég get vel tengt við. Ég get samt ekki sagt að ég tengi við hárgreiðsluna hans, þótt hún hafi hentað Gunna mjög vel myndi ég seint klippa mig svona,“ segir Mikael og hlær. Mikael tengdi ekki vel við hárgreiðslu Gunna.Aðsend Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá stiklu úr kvikmyndinni Ljósbrot: Sá myndina í fyrsta skipti án þess að vilja æla úr stressi Leikarahópurinn hefur farið víða að kynna myndina, þar á meðal á kvikmyndahátíðina í Cannes. Myndin var svo frumsýnd á mánudagskvöld hér á Íslandi í Egilshöll. Aðspurður hvernig tilfinningin hafi verið að sjá myndina hér heima segir hann: „Stórkostleg. Þetta var í þriðja skiptið sem ég sá hana í gær en samt raunverulega sá ég hana í fyrsta skiptið í gær, svona almennilega án þess að vilja æla á meðan. Við leikararnir fengum sem sagt að sjá hana áður en við fórum á Cannes svona til að hrista mesta stressið úr okkur. Það var náttúrlega mjög stressandi að sjá hana samt í fyrsta skiptið og ég vaknaði daginn eftir með harðsperrur aftan í lærunum af taugatrekking. Ég náttúrulega man voða lítið eftir myndinni þegar ég sá hana á Cannes, því ég var ennþá að reyna melta að hafa gengið rauða dregilinn með Gretu Gerwig og Chris Hemsworth. Svo hjálpaði ekki að sitja ásamt dómnefndinni og þúsund manns. Svo síðast sá ég hana á mánudagskvöld og langaði allavega ekki að æla, þannig ætli mér hafi ekki liðið best í gær af þessum þremur skiptum.“ Mikael Kaaber, Ágúst Wigum og Baldur Einarsson glæsilegir á kvikmyndahátíðinni.Aðsend Svala hjálpaði honum að skilja og túlka ást Það er margt sem hefur mótað Mikael í lífi hans og list. „Það er þó eitt sem stendur ofar en annað. Það kann kannski að reynast klisjulegt að segja það en það sem hefur mótað mig mest er Svala, kærastan mín. Við byrjuðum saman akkúrat þegar ég hóf nám mitt við leikarabraut sem hafði auðvitað einnig mjög mótandi áhrif á mig. Fyrir það hafði ég alltaf átt erfitt með að túlka ást og hvernig maður elskar einhvern á sannfærandi hátt. Það er ekki eitthvað sem hægt er að kenna í skólanum, en það breyttist eftir að ég kynntist henni. Þar sem fletir ástarinnar eru gjarnan undirstaðan í samböndum persóna á einn eða annan hátt gerði hún mig að miklu betri leikara og stækkaði mig sem manneskju.“ Ástin blómstrar hjá Mikael og Svölu.Aðsend Fleiri kvikmyndir og spenntur fyrir framtíðinni Það er ýmislegt á döfinni hjá þessum upprennandi leikara sem er nýútskrifaður úr Listaháskólanum. „Ég var svo heppinn að fá hlutverk í kvikmyndaverkefnum eftir útskrift en tökur klárast núna í september og þau verða sýnd eftir áramót. Svo hlotnaðist mér sá mikli heiður að leikstýra Listó leikritinu í Verzlunarskóla Íslands, gamla skólanum mínum, ásamt Agli Andrasyni. Við ætlum að setja upp Villibráð með stórkostlegum leikhópi. Svo eru nokkur verkefni sem eru ekki á því stigi að maður geti byrjað að talað um þau, en við getum orðað það þannig að ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni,“ segir Mikael brosandi að lokum. Glæsilegur leikarahópur ásamt Rúnari Rúnarssyni leikstjóra.Aðsend Ástin og lífið Kvikmyndahátíðin í Cannes Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leiklistin trompaði fótboltadraumana Ferill Mikaels fór af stað þegar hann var aðeins sjö ára gamall þegar hann fékk boð um hlutverk í leikritinu Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur árið 2006. Leiklistaráhuginn kviknaði samhliða því. „Ég fékk þá að spreyta mig í litlu krúttlegu hlutverki sem Barnabarnabarnið. Það má segja að eftir það hafi ekki verið aftur snúið. Ég vissi þá að mig langaði að verða leikari og það hefur verið stefnan síðan.“ Mikael vissi ungur að hann vildi verða leikari. Hér er hann í faðmlögum við leikarahópinn úr Ljósbroti eftir frumsýningu.Aðsend Mikael stundaði nám við Verzlunarskóla Íslands og gat þar nært þessa ástríðu. „Það voru reyndar einhverjir draumar um atvinnumennsku í fótbolta sem eltu mig lengi vel en þegar til stóð að setja upp kvikmyndina The Breakfast Club sem Listó-leikritið í Verzlunarskóla Íslands árið 2016 þá ákvað ég að leggja skónna endanlega á hilluna og einbeita mér að leiklistinni. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því í dag.“ Mikael í hlutverki sínu fyrir The Breakfast Club.Aðsend Erfiðar tilfinningar óhjákvæmilegar Hann segir að undirbúningurinn og tökuferlið fyrir Ljósbrot hafi í senn verið ofboðslega skemmtilegt og krefjandi. „Efniviður verksins er þungur og maður vill skila því frá sér á trúverðugan hátt. Því var óhjákvæmilegt að dýfa tánum ofan í erfiðar tilfinningar sem fylgdu manni stundum heim eftir tökudaginn. Ég studdi mig þó aðallega við leikaðferðir sem byggja ekki á að rífa upp gömul sár og endurupplifa þau, heldur vera í tengingu við tilfinningar sínar núna, augnablik fyrir augnablik. Svo stóð maður auðvitað ekki einn í undirbúningnum en Rúnar leikstjóri tók virkan þátt í að hjálpa mér að finna þema persónunnar og ýta mér á þá staði sem til þurfti til að skila sögunni til áhorfenda. Hvað eru mörg „til“ í því?“ segir Mikael kíminn. Glæsilegur leikarahópur Ljósbrots. Elín Hall, Katla Njáls, Gunnar Hrafn, Ágúst Wiigum og Mikael Kaaber.Arnar Freyr hjá Eldeyfilms Skilur sorgarferlið en tengir ekki við hárgreiðsluna Hann segist að mörgu leyti geta tengt við Gunna, karakterinn sem hann leikur. „Við kynnumst Gunna nánast einungis í gegnum það hvernig hann tekst á við sorgina og þar eigum við margt sameiginlegt. Ég hef aldrei misst neinn svo nákomin og svo skyndilega eins og Gunni gerir í myndinni en ég get ímyndað mér að mín viðbrögð væru svipuð. Hann er meðvirkur, vinur vina sinna og vill passa upp á að öllum líði vel sem ég get vel tengt við. Ég get samt ekki sagt að ég tengi við hárgreiðsluna hans, þótt hún hafi hentað Gunna mjög vel myndi ég seint klippa mig svona,“ segir Mikael og hlær. Mikael tengdi ekki vel við hárgreiðslu Gunna.Aðsend Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá stiklu úr kvikmyndinni Ljósbrot: Sá myndina í fyrsta skipti án þess að vilja æla úr stressi Leikarahópurinn hefur farið víða að kynna myndina, þar á meðal á kvikmyndahátíðina í Cannes. Myndin var svo frumsýnd á mánudagskvöld hér á Íslandi í Egilshöll. Aðspurður hvernig tilfinningin hafi verið að sjá myndina hér heima segir hann: „Stórkostleg. Þetta var í þriðja skiptið sem ég sá hana í gær en samt raunverulega sá ég hana í fyrsta skiptið í gær, svona almennilega án þess að vilja æla á meðan. Við leikararnir fengum sem sagt að sjá hana áður en við fórum á Cannes svona til að hrista mesta stressið úr okkur. Það var náttúrlega mjög stressandi að sjá hana samt í fyrsta skiptið og ég vaknaði daginn eftir með harðsperrur aftan í lærunum af taugatrekking. Ég náttúrulega man voða lítið eftir myndinni þegar ég sá hana á Cannes, því ég var ennþá að reyna melta að hafa gengið rauða dregilinn með Gretu Gerwig og Chris Hemsworth. Svo hjálpaði ekki að sitja ásamt dómnefndinni og þúsund manns. Svo síðast sá ég hana á mánudagskvöld og langaði allavega ekki að æla, þannig ætli mér hafi ekki liðið best í gær af þessum þremur skiptum.“ Mikael Kaaber, Ágúst Wigum og Baldur Einarsson glæsilegir á kvikmyndahátíðinni.Aðsend Svala hjálpaði honum að skilja og túlka ást Það er margt sem hefur mótað Mikael í lífi hans og list. „Það er þó eitt sem stendur ofar en annað. Það kann kannski að reynast klisjulegt að segja það en það sem hefur mótað mig mest er Svala, kærastan mín. Við byrjuðum saman akkúrat þegar ég hóf nám mitt við leikarabraut sem hafði auðvitað einnig mjög mótandi áhrif á mig. Fyrir það hafði ég alltaf átt erfitt með að túlka ást og hvernig maður elskar einhvern á sannfærandi hátt. Það er ekki eitthvað sem hægt er að kenna í skólanum, en það breyttist eftir að ég kynntist henni. Þar sem fletir ástarinnar eru gjarnan undirstaðan í samböndum persóna á einn eða annan hátt gerði hún mig að miklu betri leikara og stækkaði mig sem manneskju.“ Ástin blómstrar hjá Mikael og Svölu.Aðsend Fleiri kvikmyndir og spenntur fyrir framtíðinni Það er ýmislegt á döfinni hjá þessum upprennandi leikara sem er nýútskrifaður úr Listaháskólanum. „Ég var svo heppinn að fá hlutverk í kvikmyndaverkefnum eftir útskrift en tökur klárast núna í september og þau verða sýnd eftir áramót. Svo hlotnaðist mér sá mikli heiður að leikstýra Listó leikritinu í Verzlunarskóla Íslands, gamla skólanum mínum, ásamt Agli Andrasyni. Við ætlum að setja upp Villibráð með stórkostlegum leikhópi. Svo eru nokkur verkefni sem eru ekki á því stigi að maður geti byrjað að talað um þau, en við getum orðað það þannig að ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni,“ segir Mikael brosandi að lokum. Glæsilegur leikarahópur ásamt Rúnari Rúnarssyni leikstjóra.Aðsend
Ástin og lífið Kvikmyndahátíðin í Cannes Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira