Í umfjöllun PageSix um málið kemur fram að myndband af þeim þar sem þau haldast í hendur á frumsýningunni hafi farið sem eldur í sinu um netheima. Leikararnir fara bæði með hlutverk í grínspennuþáttunum vinsælu þar sem Selena Gomez, Steve Martin fara með aðalhlutverkin ásamt þeim Martin Short og Meryl Streep. Stiklu úr fjórðu seríunni má horfa á neðst í fréttinni.
„Þetta getur ekki bara verið leikur. Það eiginlega hlýtur að vera eitthvað á milli þeirra,“ segir ónefndur heimildarmaður sem staddur var á frumsýningunni í samtali við bandaríska slúðurmiðilinn. Þau hafi mætt saman, haldist í hendur og farið vel á með þeim.
PageSix hefur eftir talsmanni Streep að leikararnir séu bara vinir. Í umfjöllun miðilsins segir að talsmaður Short hafi ekki svarað fyrirspurn miðilsins. Leikarinn hafi hinsvegar sagt í janúar að þau séu ekkert meira en bara vinir.
Ástæðan er sú að orðrómurinn um ástarsamband þeirra hefur verið á kreiki í töluverðan tíma. Í febrúar síðastliðnum sáust þau til að mynda úti að borða saman og fór gríðarlega vel á með leikurunum. Það og handaband þeirra á frumsýningunni nú hefur ekki orðið til þess að kveða niður orðróminn.