Innlent

Tíðindi í nýrri könnun, neyðarkassi og hundahlaup í beinni

Lovísa Arnardóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Nokkur tíðindi eru í nýrri könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 rýnum við í hana og fáum viðbrögð frá hástökkvara.

Rauði krossinn hvetur fólk til að útbúa neyðarkassa með helstu nauðsynjun ef hættuástand á borð við náttúruhamfarir eða önnur ógn steðjar að. Við förum í búðina og skoðum hvað á að vera í kassanum.

Gríðarlegur áhugi er hjá ferðamönnum að nálgast gosstöðvarnar á Reykjanesi og skoða Almannavarnir og Ferðamálastofa nú hvort og hvernig hægt sé að stýra umferð með öruggum hætti. Kristján Már Unnarsson verður í beinni frá gosstöðvum og fer yfir málið.

Þá skoðum við miklar framkvæmdir sem eru fram undan í miðbæ Hafnarfjarðar, hittum unga stúlku sem hefur safnað pening fyrir barnaspítalann með sölu á listaverkum, förum í kjötsúpuveislu á Hvolsvelli og verðum í beinni frá keppni í hundahlaupi.

Í Sportpakkanum heyrum við í Gylfa Sigurðssyni sem er kominn í landsliðshópinn á ný og í Íslandi í dag hittum við ungan frumkvöðul sem hefur opnað veitingastað á Akranesi.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 28. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×