Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. ágúst 2024 15:38 Breiðamerkurjökull, degi eftir að banaslysið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi og bætir við að of snemmt sé að segja til um hvort málið verði rannsakað sem manndráp af gáleysi en að lögreglan haldi öllu opnu er varðar málið og að allt sé kannað. Rannsaka öll mál til sýknu og sektar Lögreglan hafi ekki grun um að eitthvað sakhæft hafi átt sér stað að svo stöddu en rannsaki öllu mál hlutlaust, til sýknu og sektar. „Það er bara engan veginn tímabært að velta því fyrir sér. Það kemur bara í ljós seinna þegar að við erum komnir með allar upplýsingar sem við þurfum til að taka einhverjar svoleiðis ákvarðanir.“ Lögreglan haldi áfram að ræða við fólk um aðdraganda slyssins en jafnframt er beðið eftir ýmis konar gögnum. Engin staðfesting barst frá fyrirtækinu Slysið átti sér stað í ferð Ice Pic Journeys þegar að 23 manna hópur heimsótti íshellinn með bagalegum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru nokkur fyrirtæki með skipulagða ferð í íshellinn þennan dag og fjöldi fólks sem hafði verið í hellinum áður en að íshrunið varð. Upprunalega var talið að 25 manns hafi verið í ferð Ice Pic Journeys. Þegar búið var að fjarlægja allan ís á leitarsvæðinu kom þó í ljós að bókunarlisti frá fyrirtækinu hafi verið rangur og 23 verið í ferðinni en ekki 25. Sveinn segir að lögregla hafi ekki fengið staðfesta leiðréttingu frá fyrirtækinu varðandi fjölda í ferðinni fyrr en upp úr klukkan þrjú á mánudeginum þegar að lögreglan var búin að leita af sér allan grun. Það hafi ekki borist nein staðfesting frá fyrirtækinu að 23 hafi verið í ferðinni. Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi og bætir við að of snemmt sé að segja til um hvort málið verði rannsakað sem manndráp af gáleysi en að lögreglan haldi öllu opnu er varðar málið og að allt sé kannað. Rannsaka öll mál til sýknu og sektar Lögreglan hafi ekki grun um að eitthvað sakhæft hafi átt sér stað að svo stöddu en rannsaki öllu mál hlutlaust, til sýknu og sektar. „Það er bara engan veginn tímabært að velta því fyrir sér. Það kemur bara í ljós seinna þegar að við erum komnir með allar upplýsingar sem við þurfum til að taka einhverjar svoleiðis ákvarðanir.“ Lögreglan haldi áfram að ræða við fólk um aðdraganda slyssins en jafnframt er beðið eftir ýmis konar gögnum. Engin staðfesting barst frá fyrirtækinu Slysið átti sér stað í ferð Ice Pic Journeys þegar að 23 manna hópur heimsótti íshellinn með bagalegum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru nokkur fyrirtæki með skipulagða ferð í íshellinn þennan dag og fjöldi fólks sem hafði verið í hellinum áður en að íshrunið varð. Upprunalega var talið að 25 manns hafi verið í ferð Ice Pic Journeys. Þegar búið var að fjarlægja allan ís á leitarsvæðinu kom þó í ljós að bókunarlisti frá fyrirtækinu hafi verið rangur og 23 verið í ferðinni en ekki 25. Sveinn segir að lögregla hafi ekki fengið staðfesta leiðréttingu frá fyrirtækinu varðandi fjölda í ferðinni fyrr en upp úr klukkan þrjú á mánudeginum þegar að lögreglan var búin að leita af sér allan grun. Það hafi ekki borist nein staðfesting frá fyrirtækinu að 23 hafi verið í ferðinni.
Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Lögreglumál Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira