Fyrsti Hjallastefnuleikskólinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. ágúst 2024 14:04 Margrét Pála Ólafsdóttir höfundur Hjallastefnunnar og Bragi Bjarnason bæjarstjóri klipptu á borðann og buðu börnin velkomin til starfa í þessu glæsilega húsi. Hér eru þau ásamt stjórnendum og starfsfólki Hjallastefnunnar og fulltrúum sveitarfélagsins Árborgar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er á Selfossi með nýjan leikskóla en það er Hjallastefnuleikskóli, sá fyrsti í bæjarfélaginu. Hefðbundin leiktæki, sem voru á lóðinni hafa öll verið fjarlægð en í staðinn hefur lóðinni verið breytt í opinn efnivið og náttúrulegt umhverfi barna eins og tíðkast í Hjallastefnuleikskólum. Á Selfossi eru starfandi fimm leikskólar og þar var leikskólinn Árbær en honum hefur nú verið breytt í Hjallastefnuleikskóla. Vel yfir hundrað börn er í nýja leikskólanum og það var ekki annað að sjá þegar samningur um nýja leikskólann var undirritaður að öll börnin væru ánægð enda geisluðu þau af gleði og þá er ekki annað vitað en að foreldrar barnanna séu líka alsæl með nýja leikskólann. María Ösp Ómarsdóttir er leikskólastjóri en hún hefur af röggsemi stýrt þeim breytingum, sem nauðsynlegar eru þegar aðilaskipti verða á rekstri leikskóla og ný uppeldisstefna innleidd. María Ösp Ómarsdóttir er leikskólastjóri nýja leikskólans, en hún hefur af röggsemi stýrt þeim breytingum, sem nauðsynlegar eru þegar aðilaskipti verða á rekstri leikskóla og ný uppeldisstefna innleidd.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar, sem undirritaði samninginn um nýja Hjallastefnuleikskólann með Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg. „Þetta er glimrandi. Ég er mjög kát að taka þátt í uppbyggingunni á þessu sveitarfélagi, sem að stækkar og eflist og er grænt með áherslur á mjög svipuð gildi og Hjallastefnan, glimrandi gaman,“ segir Margrét Pála og bætir við. „Hjallastefnan er má segja aðferð í skólastarfi, sem leggur meiri áherslu en gengur og gerist á jafnréttisstörf með kynjaskiptum hópum með náttúrulegu umhverfi með opnum efnivið, þar að segja við erum ekki með hefðbundin leikföng, heldur efni, sem má nota hvernig sem er og svo okkar samskiptaþjálfun, agakennsla, kærleiksþjálfun.“ Margrét Pála Ólafsdóttir höfundur Hjallastefnunnar og Bragi Bjarnason bæjarstjóri undirrita samninginn.Aðsend Margrét Pála segir að 17 Hjallastefnuleikskólar séu starfræktir í dag og um 2.500 fjölskyldur hafi valið að vera með börnin sín í leikskólum stefnunnar. Og eru bara allir sáttir og sælir og ánægðir? „Ef einhver er ekki sáttur og sæll þá á viðkomandi að breyta umhverfi sínu og ef einhver er ekki sáttur við að hafa Hjallastefnuna þá þarftu að geta fundið annan leikskóla,“ segir Margrét Pála. Leikskólinn Árbær á Selfoss, sem er nú orðinn Hjallastefnuleikskóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Á Selfossi eru starfandi fimm leikskólar og þar var leikskólinn Árbær en honum hefur nú verið breytt í Hjallastefnuleikskóla. Vel yfir hundrað börn er í nýja leikskólanum og það var ekki annað að sjá þegar samningur um nýja leikskólann var undirritaður að öll börnin væru ánægð enda geisluðu þau af gleði og þá er ekki annað vitað en að foreldrar barnanna séu líka alsæl með nýja leikskólann. María Ösp Ómarsdóttir er leikskólastjóri en hún hefur af röggsemi stýrt þeim breytingum, sem nauðsynlegar eru þegar aðilaskipti verða á rekstri leikskóla og ný uppeldisstefna innleidd. María Ösp Ómarsdóttir er leikskólastjóri nýja leikskólans, en hún hefur af röggsemi stýrt þeim breytingum, sem nauðsynlegar eru þegar aðilaskipti verða á rekstri leikskóla og ný uppeldisstefna innleidd.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar, sem undirritaði samninginn um nýja Hjallastefnuleikskólann með Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra í Árborg. „Þetta er glimrandi. Ég er mjög kát að taka þátt í uppbyggingunni á þessu sveitarfélagi, sem að stækkar og eflist og er grænt með áherslur á mjög svipuð gildi og Hjallastefnan, glimrandi gaman,“ segir Margrét Pála og bætir við. „Hjallastefnan er má segja aðferð í skólastarfi, sem leggur meiri áherslu en gengur og gerist á jafnréttisstörf með kynjaskiptum hópum með náttúrulegu umhverfi með opnum efnivið, þar að segja við erum ekki með hefðbundin leikföng, heldur efni, sem má nota hvernig sem er og svo okkar samskiptaþjálfun, agakennsla, kærleiksþjálfun.“ Margrét Pála Ólafsdóttir höfundur Hjallastefnunnar og Bragi Bjarnason bæjarstjóri undirrita samninginn.Aðsend Margrét Pála segir að 17 Hjallastefnuleikskólar séu starfræktir í dag og um 2.500 fjölskyldur hafi valið að vera með börnin sín í leikskólum stefnunnar. Og eru bara allir sáttir og sælir og ánægðir? „Ef einhver er ekki sáttur og sæll þá á viðkomandi að breyta umhverfi sínu og ef einhver er ekki sáttur við að hafa Hjallastefnuna þá þarftu að geta fundið annan leikskóla,“ segir Margrét Pála. Leikskólinn Árbær á Selfoss, sem er nú orðinn Hjallastefnuleikskóli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira