Rosengård sótti þrjú stig til Stokkhólms með því að vinna 5-1 útisigur á AIK.
Guðrún Arnardóttir var sem fyrr eins og klettur í miðri vörn toppliðsins.
Hin japanska Mai Kadowaki skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum eftir að Rebecca Knaak hafði komið liðinu í 1-0 eftir þrettán mínútna leik.
Momoko Tanikawa bætti við fjórða markinu eftir tólf mínútna leik í seinni hálfleik og fimmta markið var síðan sjálfsmark á 66. mínútu.
Rosengård hefur ekki fengið á sig mörg mörk í sumar en AIK náði að minnka muninn á 78. mínútu.
Rosengård hefur verið með algjöra yfirburði í sænsku deildinni í sumar en eftir þennan sigur er liðið með tólf stiga forskot á toppnum.
Sautján sigrar í sautján leikjum og markatalan plús 70 mörk. Liðið hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í þessum leikjum og unnið leikina með meira en fjórum mörkum að meðaltali.
Rosengård vann aðeins tólf sigra á öllu síðasta tímabili þegar liðið endaði í sjöunda sæti deildarinnar.