Fréttamaðurinn hafi vart getað varist hlátri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. september 2024 16:16 Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis en tekur við embætti sem dómari við Hæstarétt þann 1. október. Vísir/Vilhelm Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis fer um víðan völl í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann ræðir grundvallarréttindi borgaranna og spyr hvort viðhorf stjórnvalda hafi breyst eftir tíma heimsfaraldurs og eldsumbrota. Fréttamaður Ríkisútvarpsins hafi vart getað varist hlátri fyrir tveimur árum við lestur fréttar um að umboðsmaður hefði sett spurningarmerki við samkomutakmarkanir. Skúli lætur af störfum sem umboðsmaður þann1. október til þess að gegna embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann fór yfir sviðið og ræddi það sem hefur verið efst á baugi frá því að hann tók við embætti fyrir þremur árum rúmum. Skýrsla hans fyrir síðasta ár, Íslandsbankamálið og ábyrgð innan stjórnsýslunnar voru til umræðu. Of frjálslega farið með heimildir Skúli kom einnig inn á grundvallarréttindi borgaranna sem umboðsmanni ber skylda til að vernda. Á þá skyldu reyndi í tengslum við boð og bönn á tímum heimsfaraldurs og eldsumbrota á Reykjanesskaga. Umboðsmaður hefur velt því upp hvort stjórnvöld hafi nýtt heimildir, til að leggja á boð og bönn í neyðarástandi, of frjálslega. Dæmi um slíkt bann er ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að takmarka aðgengi barna tólf ára og yngri að gosstöðvunum í Meradölum árið 2022. Taldi umboðsmaður fyrirmæli lögreglustjóra ekki hafa verið í samræmi við lagaheimild hans í tengslum við almannavarnir. Skúli velti því einnig upp hvort of frjálslega hafi farið með valdheimildir í ljósi þess sem á undan gekk á tímum Covid-19. Breytt viðhorf? „Umboðsmaður hefur haldið því á lofti að Covid-tímabilið, og þær ráðstafanir sem gripið var til þá, sé eitthvað sem verði að skoða og draga lærdóm af til framtíðar. Það hafa nú ekki margir tekið þeim boðskap fagnandi og menn verða svolítið fúlir í framan þegar umboðsmaður byrjar að tala um Covid,“ segir Skúli. Barnabannið sé áhugavert dæmi. „Þarna eru menn að fara með heimildir, sem byggjast á neyðarréttargrunni. Þessar heimildir eiga það sameiginlegt að þarna hafa stjórnvöld mikið svigrúm, enda ætlumst við til þess að stjórnvöld bregðist við vofandi hættu,“ segir Skúli og nefnir lög um almannavarnir, sóttvarnir og lögreglulög. Hann spyr hvort viðhorf stjórnvalda til notkunar þess háttar heimilda hafi breyst á undanförnum árum. „Ég hef bent á það í mínum skýrslum að sú hætta sé fyrir hendi að stjórnvöld fari að líta á inngrip inn í grundvallarréttindi sem léttvæg, og jafnvel sjálfsögð. Strax og einhver staða kemur upp er gripið til þess að boða og banna og ekki hugað að því að þarna er verið að ganga inn í grundvallarréttindi. Það ber að gæta meðalhófs og ekki ganga lengra en nauðsyn ber til.“ Skúli Magnússon er nýjasti dómarinn við Hæstarétt Íslands.Vísir/Sigurjón Hneykslaður fréttamaður Skúli ræddi einnig skýrslu stjórnvalda um aðgerðir stjórnvalda í Covid. Skýrslan var ekki sú skýrsla sem Skúli óskaði eftir. Hann er enn þeirrar skoðunar að Covid-tíminn sé eitthvað sem þurfi að greina og draga lærdóm af. „Umboðsmaður var ein af örfáum stofnunum ríkisins sem lét uppi gagnrýni. Í febrúar 2022 óskaði umboðsmaður skýringa stjórnvalda á því af hvers vegna samkomutakmarkanir væru enn taldar nauðsynlegar. Ég man nú eftir því að þegar frétt um þetta var lesin á Ríkisútvarpinu, þá hafði maður á tilfinningunni að fréttamaðurinn gæti vart varist hlátri. Þetta þótti svo fáranlegt á þeim tíma, að það væri verið að velta vöngum yfir því hvort þessar takmarkanir væru enn nauðsynlegar.“ Heilsa fólks hafi sömuleiðis ekki verið einu hagsmunir sem hafi verið undir í faraldrinum umtalaða. „Eftir því sem tíminn líður þá breytist staðan og við gerum meiri kröfur til þess að löggjafinn grípi inn í og málin fari í eðlilegt ferli. Við viljum ekki að landinu sé stjórnað á neyðarréttargrundvelli svo árum skipti. Á þetta er bent í barnabannsmálinu, að þetta getur verið í skamman tíma en ef þetta á að vera viðvarandi ástand þá eiga mál að fara í eðlilegan stjórnskipulegan farveg. Og það er Alþingi sem á að fjalla um viðvarandi skerðingar eða íþyngjandi reglur gagnvart borgurunum.“ Leiðrétt kl. 18:18: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Skúli hefði lokið störfum sem umboðsmaður. Hið rétta er að hann lýkur störfum þann 1. október næstkomandi. Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Sprengisandur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Skúli lætur af störfum sem umboðsmaður þann1. október til þess að gegna embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann fór yfir sviðið og ræddi það sem hefur verið efst á baugi frá því að hann tók við embætti fyrir þremur árum rúmum. Skýrsla hans fyrir síðasta ár, Íslandsbankamálið og ábyrgð innan stjórnsýslunnar voru til umræðu. Of frjálslega farið með heimildir Skúli kom einnig inn á grundvallarréttindi borgaranna sem umboðsmanni ber skylda til að vernda. Á þá skyldu reyndi í tengslum við boð og bönn á tímum heimsfaraldurs og eldsumbrota á Reykjanesskaga. Umboðsmaður hefur velt því upp hvort stjórnvöld hafi nýtt heimildir, til að leggja á boð og bönn í neyðarástandi, of frjálslega. Dæmi um slíkt bann er ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að takmarka aðgengi barna tólf ára og yngri að gosstöðvunum í Meradölum árið 2022. Taldi umboðsmaður fyrirmæli lögreglustjóra ekki hafa verið í samræmi við lagaheimild hans í tengslum við almannavarnir. Skúli velti því einnig upp hvort of frjálslega hafi farið með valdheimildir í ljósi þess sem á undan gekk á tímum Covid-19. Breytt viðhorf? „Umboðsmaður hefur haldið því á lofti að Covid-tímabilið, og þær ráðstafanir sem gripið var til þá, sé eitthvað sem verði að skoða og draga lærdóm af til framtíðar. Það hafa nú ekki margir tekið þeim boðskap fagnandi og menn verða svolítið fúlir í framan þegar umboðsmaður byrjar að tala um Covid,“ segir Skúli. Barnabannið sé áhugavert dæmi. „Þarna eru menn að fara með heimildir, sem byggjast á neyðarréttargrunni. Þessar heimildir eiga það sameiginlegt að þarna hafa stjórnvöld mikið svigrúm, enda ætlumst við til þess að stjórnvöld bregðist við vofandi hættu,“ segir Skúli og nefnir lög um almannavarnir, sóttvarnir og lögreglulög. Hann spyr hvort viðhorf stjórnvalda til notkunar þess háttar heimilda hafi breyst á undanförnum árum. „Ég hef bent á það í mínum skýrslum að sú hætta sé fyrir hendi að stjórnvöld fari að líta á inngrip inn í grundvallarréttindi sem léttvæg, og jafnvel sjálfsögð. Strax og einhver staða kemur upp er gripið til þess að boða og banna og ekki hugað að því að þarna er verið að ganga inn í grundvallarréttindi. Það ber að gæta meðalhófs og ekki ganga lengra en nauðsyn ber til.“ Skúli Magnússon er nýjasti dómarinn við Hæstarétt Íslands.Vísir/Sigurjón Hneykslaður fréttamaður Skúli ræddi einnig skýrslu stjórnvalda um aðgerðir stjórnvalda í Covid. Skýrslan var ekki sú skýrsla sem Skúli óskaði eftir. Hann er enn þeirrar skoðunar að Covid-tíminn sé eitthvað sem þurfi að greina og draga lærdóm af. „Umboðsmaður var ein af örfáum stofnunum ríkisins sem lét uppi gagnrýni. Í febrúar 2022 óskaði umboðsmaður skýringa stjórnvalda á því af hvers vegna samkomutakmarkanir væru enn taldar nauðsynlegar. Ég man nú eftir því að þegar frétt um þetta var lesin á Ríkisútvarpinu, þá hafði maður á tilfinningunni að fréttamaðurinn gæti vart varist hlátri. Þetta þótti svo fáranlegt á þeim tíma, að það væri verið að velta vöngum yfir því hvort þessar takmarkanir væru enn nauðsynlegar.“ Heilsa fólks hafi sömuleiðis ekki verið einu hagsmunir sem hafi verið undir í faraldrinum umtalaða. „Eftir því sem tíminn líður þá breytist staðan og við gerum meiri kröfur til þess að löggjafinn grípi inn í og málin fari í eðlilegt ferli. Við viljum ekki að landinu sé stjórnað á neyðarréttargrundvelli svo árum skipti. Á þetta er bent í barnabannsmálinu, að þetta getur verið í skamman tíma en ef þetta á að vera viðvarandi ástand þá eiga mál að fara í eðlilegan stjórnskipulegan farveg. Og það er Alþingi sem á að fjalla um viðvarandi skerðingar eða íþyngjandi reglur gagnvart borgurunum.“ Leiðrétt kl. 18:18: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Skúli hefði lokið störfum sem umboðsmaður. Hið rétta er að hann lýkur störfum þann 1. október næstkomandi.
Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Sprengisandur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira