Mikil fagnaðarlæti vegna hænu í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. september 2024 20:06 Mæðgurnar í Hveragerði, Anna Halla og Guðlaug Berglind, sem ráða sér ekki yfir kæti að hænan Sóley hafi skilað sér heim eftir átta daga fjarveru. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil gleði braust út á heimili mæðgna í Hveragerði í vikunni þegar hænan Sóley skilaði sér heim eftir að hafa verið týnd í átta daga. Mæðgurnar voru búnir að gefa það upp bátinn að Sóley fyndist á lífi en það ótrúlega gerðist, hún kom sprelllifandi heim. Í húsi við Laufskóga eru mæðgurnar Anna Halla og mamma hennar, Guðlaug Berglind, sem er 87 ára með þrjár hænur í garðinum. Hænurnar eiga heima í hænsnakofa en fá að vera lausar út í garði þegar þannig er. Nýlega gerðist það að Sóley, ein af hænunum hvarf, sennilega vegna hræðslu við ókunnugan hund, sem kom í heimsókn. Það var gerð dauðaleit að henni í átta daga í Hveragerði og næsta nágrenni, en svo birtist hún allt í einu eins og ekkert hefði í skorist. „Það var æðislegt, ég alveg mamma, mamma, mamma, sérðu hver er við stólinn kallaði ég, það var æðislegt að sjá hana,” segir Anna Halla Hallsdóttir, hænsnaeigandi í Hveragerði og heldur áfram. „Ég labbaði út um allan bæ og sagði púdda, púdd, skilurðu, en það er ekki ólíklegt að hún hafi verið hrædd, hjúfrað sig einhvers staðar en ekki langt frá. Og við erum að segja að þegar að vindurinn var um daginn þá hafi hrists almennilega upp í henni og þá bara vildi hún fara heim, bara heim í hlýjuna.” Hér er Sóley fremst á myndinni, alsæl að vera komin heim aftur til mæðgnanna eftir að hafa skroppið að heiman í átta daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvert halda mæðgurnar að Sóley hafi farið? „Við vitum það ekki. Það var búið að leita í öllum görðum og alls staðar því við vildum að minnsta kosti finna af henni hræið ef hún hefði dáið,” segir Guðlaug Berglind Björnsdóttir, 87 ára hænsnaeigandi í Hveragerði og bætir strax við. „Og ég ætla að segja þér, þetta eru allt karakterar og þetta eru gæludýrin okkar, þetta er ekki eins og við séum að reka hænsnabú, þrjár litlar púddur til að hafa gaman af og hafa þær hlaupandi hér um garðinn er æðislegt.” En mælir Guðlaug með því að fólk fái sér hænur í garðinn sinn? „Já, þeir sem hafa svona aðstöðu að lofa þeim að vera frjálsar. Fyrsta verkið á morgnana er að hleypa þeim út og síðasta á kvöldin er að loka.” Hveragerði Landbúnaður Dýr Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
Í húsi við Laufskóga eru mæðgurnar Anna Halla og mamma hennar, Guðlaug Berglind, sem er 87 ára með þrjár hænur í garðinum. Hænurnar eiga heima í hænsnakofa en fá að vera lausar út í garði þegar þannig er. Nýlega gerðist það að Sóley, ein af hænunum hvarf, sennilega vegna hræðslu við ókunnugan hund, sem kom í heimsókn. Það var gerð dauðaleit að henni í átta daga í Hveragerði og næsta nágrenni, en svo birtist hún allt í einu eins og ekkert hefði í skorist. „Það var æðislegt, ég alveg mamma, mamma, mamma, sérðu hver er við stólinn kallaði ég, það var æðislegt að sjá hana,” segir Anna Halla Hallsdóttir, hænsnaeigandi í Hveragerði og heldur áfram. „Ég labbaði út um allan bæ og sagði púdda, púdd, skilurðu, en það er ekki ólíklegt að hún hafi verið hrædd, hjúfrað sig einhvers staðar en ekki langt frá. Og við erum að segja að þegar að vindurinn var um daginn þá hafi hrists almennilega upp í henni og þá bara vildi hún fara heim, bara heim í hlýjuna.” Hér er Sóley fremst á myndinni, alsæl að vera komin heim aftur til mæðgnanna eftir að hafa skroppið að heiman í átta daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvert halda mæðgurnar að Sóley hafi farið? „Við vitum það ekki. Það var búið að leita í öllum görðum og alls staðar því við vildum að minnsta kosti finna af henni hræið ef hún hefði dáið,” segir Guðlaug Berglind Björnsdóttir, 87 ára hænsnaeigandi í Hveragerði og bætir strax við. „Og ég ætla að segja þér, þetta eru allt karakterar og þetta eru gæludýrin okkar, þetta er ekki eins og við séum að reka hænsnabú, þrjár litlar púddur til að hafa gaman af og hafa þær hlaupandi hér um garðinn er æðislegt.” En mælir Guðlaug með því að fólk fái sér hænur í garðinn sinn? „Já, þeir sem hafa svona aðstöðu að lofa þeim að vera frjálsar. Fyrsta verkið á morgnana er að hleypa þeim út og síðasta á kvöldin er að loka.”
Hveragerði Landbúnaður Dýr Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira