„Mér fannst vanta hugrekki í okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2024 17:06 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, á hliðarlínunni í dag, pollrólegur að vanda Vísir/Pawel Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var ósáttur með frammistöðu sinna manna í 0-0 jafnteflinu gegn Fylki á Ísafirði í dag. Hann sagði að hans menn þyrftu að bera meiri virðingu fyrir boltanum. „Gríðarlega svekktur. Mér fannst frammistaðan í dag ekki verðskulda neitt nema kannski stig,“ sagði Davíð Smári í viðtali strax eftir leik. „Við fengum einhverjar 12-13 hornspyrnur sem við nýttum ekki. Við getum svo sem aðeins afsakað okkur með vindinn, erfitt að stjórna boltanum í þessum leik í dag. Mér fannst við ragir að halda í botlann og spila boltanum og fannst við geta gert töluvert betur úr þeim stöðum sem við fengum. Því miður áttum við ekki góðan leik í dag,“ bætti Davíð Smári við en leikurinn í dag var fremur tíðindalítill og varfærnin allsráðandi enda dýrt að tapa fallbaráttuslag sem þessum. „Ég held að í hausnum á mönnum sé það þannig að hvorugt liðið vill tapa leiknum. Auðvitað hefur það áhrif. Ég man ekki eftir að markmenn hafi þurft að verja bolta hér í dag,“ sagði Davíð Smári aðspurður hvort mikilvægi leiksins hafi haft áhrif á leikmenn. „Auðvitað fengum við einhverjar góðar stöður og hættulegri færi en Fylkismenn, ég man varla eftir hættulegu færi hjá þeim í dag. Ég er ekki ánægður með leikinn og fannst við geta gert töluvert betur. Algjör synd að nýta ekki þessar hornspyrnur sem við fengum í dag. Ég er bara svekktur.“ Framundan er tveggja vikna hlé á Bestu deildinni vegna landsleikja. Davíð Smári sagðist spenntur fyrir framhaldinu. „Auðvitað leggst þetta vel í mann, maður þarf aðeins að jafna sig á þessum leik áður en maður setur upp brosið og góða skapið. Við þurfum að nýta betur færin í leikjunum og fara betur með þau. Við þurfum að vanda okkur betur á boltanum og bera virðingu fyrir boltanum.“ „Vera hugrakkir, mér fannst vanta hugrekki í okkur. Við reynum að gera sóknarbreytingar í lokin og fannst það setja smá stress í Fylkismenn. Mér fannst við ekki nýta okkur það og ég er gríðarlega vonsvikinn. Við ætluðum okkur sigur hér í dag og það gekk ekki eftir,“ sagði Davíð Smári að endingu. Besta deild karla Vestri Fylkir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Leik lokið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Leik lokið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
„Gríðarlega svekktur. Mér fannst frammistaðan í dag ekki verðskulda neitt nema kannski stig,“ sagði Davíð Smári í viðtali strax eftir leik. „Við fengum einhverjar 12-13 hornspyrnur sem við nýttum ekki. Við getum svo sem aðeins afsakað okkur með vindinn, erfitt að stjórna boltanum í þessum leik í dag. Mér fannst við ragir að halda í botlann og spila boltanum og fannst við geta gert töluvert betur úr þeim stöðum sem við fengum. Því miður áttum við ekki góðan leik í dag,“ bætti Davíð Smári við en leikurinn í dag var fremur tíðindalítill og varfærnin allsráðandi enda dýrt að tapa fallbaráttuslag sem þessum. „Ég held að í hausnum á mönnum sé það þannig að hvorugt liðið vill tapa leiknum. Auðvitað hefur það áhrif. Ég man ekki eftir að markmenn hafi þurft að verja bolta hér í dag,“ sagði Davíð Smári aðspurður hvort mikilvægi leiksins hafi haft áhrif á leikmenn. „Auðvitað fengum við einhverjar góðar stöður og hættulegri færi en Fylkismenn, ég man varla eftir hættulegu færi hjá þeim í dag. Ég er ekki ánægður með leikinn og fannst við geta gert töluvert betur. Algjör synd að nýta ekki þessar hornspyrnur sem við fengum í dag. Ég er bara svekktur.“ Framundan er tveggja vikna hlé á Bestu deildinni vegna landsleikja. Davíð Smári sagðist spenntur fyrir framhaldinu. „Auðvitað leggst þetta vel í mann, maður þarf aðeins að jafna sig á þessum leik áður en maður setur upp brosið og góða skapið. Við þurfum að nýta betur færin í leikjunum og fara betur með þau. Við þurfum að vanda okkur betur á boltanum og bera virðingu fyrir boltanum.“ „Vera hugrakkir, mér fannst vanta hugrekki í okkur. Við reynum að gera sóknarbreytingar í lokin og fannst það setja smá stress í Fylkismenn. Mér fannst við ekki nýta okkur það og ég er gríðarlega vonsvikinn. Við ætluðum okkur sigur hér í dag og það gekk ekki eftir,“ sagði Davíð Smári að endingu.
Besta deild karla Vestri Fylkir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Leik lokið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Leik lokið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn