Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2024 20:03 Grímur Grímsson er yfir miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. Í gær var greint frá því að sautján ára stúlkan sem varð fyrir stunguárás á menningarnótt væri látin. Yfirlögregluþjónn segir það breyta rannsókn málsins lítillega. „Það eru ákveðin tímamót í rannsókninni, en það verður ekki mikil breyting á farveginum sem rannsóknin er í,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. - Breytir það rannsókninni að einhverju leyti. „Nú er það þannig að það er lagt fyrir okkur að rannsaka til dæmis ásetning þess sem er grunaður. Þannig að í þessu tilfelli þurfum við að einbeita okkur að því að kanna hver ásetningur hafi verið.“ Ásetningur liggi þó ekki fyrir að svo stöddu. Rannsóknin sé í viðeigandi farvegi. Hnífamál aldrei minniháttar Í morgun greindi lögregla frá því að hnífi hefði verið beitt í líkamsárás á bæjarhátíðinni í Túninu heima í Mosfellsbæ á föstudag. Brotaþoli hafi sloppið við áverka en gerandi væri ófundinn og lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi. Í gær var svo framin stunguárás í gistiskýlinu á Granda, og tveir stungnir. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar þeirra var sendur á slysadeild til aðhlynningar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni en þau virðast nú hafa verið að því leytinu til minni háttar, þar sem ekki voru mikil meiðsl. En í þessum málum, eins og við höfum verið að vara við undanfarin misseri, þá höfum við haft áhyggjur af hnífaburði. Þessi mál, þó að meiðsl séu ekki alvarleg, þá er alltaf alvarlegt þegar hnífi er beitt,“ segir Grímur. Yfirvöld hafa kynnt áform um þjóðarátak gegn ofbeldi og vopnaburði meðal ungmenna. „Við munum taka þátt í því og leggja okkar af mörkum til þess að draga úr því eins og við mögulega getum til þess að draga úr þessu.“ Mikil viðbrögð í samfélaginu Ljóst er að árásin á menningarnótt hefur haft djúpstæð áhrif á þjóðina og stúlkan sem lést ofarlega í hugum margra. Gestir Rauða ljónsins á Seltjarnarnesi risu úr sætum dag og vottuðu henni og fjölskyldu hennar virðingu sína - á sautjándu mínútu knattspyrnuleiksins sem verið var að sýna. Sami háttur var hafður á í leik KR og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta nú síðdegis, þar sem leikurinn var stöðvaður á sautjándu mínútu. Þá hefur víða á samfélagsmiðlum mátt sjá ákall um að ungt fólk hætti að ganga með hnífa, sama af hvaða ástæðu það telji sig þurfa að bera þá, og margar þekktar samfélagsmiðlastjörnur kvatt sér hljóðs. Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að sautján ára stúlkan sem varð fyrir stunguárás á menningarnótt væri látin. Yfirlögregluþjónn segir það breyta rannsókn málsins lítillega. „Það eru ákveðin tímamót í rannsókninni, en það verður ekki mikil breyting á farveginum sem rannsóknin er í,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. - Breytir það rannsókninni að einhverju leyti. „Nú er það þannig að það er lagt fyrir okkur að rannsaka til dæmis ásetning þess sem er grunaður. Þannig að í þessu tilfelli þurfum við að einbeita okkur að því að kanna hver ásetningur hafi verið.“ Ásetningur liggi þó ekki fyrir að svo stöddu. Rannsóknin sé í viðeigandi farvegi. Hnífamál aldrei minniháttar Í morgun greindi lögregla frá því að hnífi hefði verið beitt í líkamsárás á bæjarhátíðinni í Túninu heima í Mosfellsbæ á föstudag. Brotaþoli hafi sloppið við áverka en gerandi væri ófundinn og lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi. Í gær var svo framin stunguárás í gistiskýlinu á Granda, og tveir stungnir. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar þeirra var sendur á slysadeild til aðhlynningar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni en þau virðast nú hafa verið að því leytinu til minni háttar, þar sem ekki voru mikil meiðsl. En í þessum málum, eins og við höfum verið að vara við undanfarin misseri, þá höfum við haft áhyggjur af hnífaburði. Þessi mál, þó að meiðsl séu ekki alvarleg, þá er alltaf alvarlegt þegar hnífi er beitt,“ segir Grímur. Yfirvöld hafa kynnt áform um þjóðarátak gegn ofbeldi og vopnaburði meðal ungmenna. „Við munum taka þátt í því og leggja okkar af mörkum til þess að draga úr því eins og við mögulega getum til þess að draga úr þessu.“ Mikil viðbrögð í samfélaginu Ljóst er að árásin á menningarnótt hefur haft djúpstæð áhrif á þjóðina og stúlkan sem lést ofarlega í hugum margra. Gestir Rauða ljónsins á Seltjarnarnesi risu úr sætum dag og vottuðu henni og fjölskyldu hennar virðingu sína - á sautjándu mínútu knattspyrnuleiksins sem verið var að sýna. Sami háttur var hafður á í leik KR og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta nú síðdegis, þar sem leikurinn var stöðvaður á sautjándu mínútu. Þá hefur víða á samfélagsmiðlum mátt sjá ákall um að ungt fólk hætti að ganga með hnífa, sama af hvaða ástæðu það telji sig þurfa að bera þá, og margar þekktar samfélagsmiðlastjörnur kvatt sér hljóðs.
Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira