Handtekin grunuð um innbrot á 22 lúxus heimili á Ibiza Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2024 08:01 Á þessari stillu sést hvernig heimilismaður kemur að þjófunum en honum virðist hafa tekist að reka þá á brott. Guardia Civil Lögregluyfirvöld á Spáni hafa handtekið þrjá, tvo menn og konu, sem eru grunuð um að hafa brotist inn í fjölda íbúða á Ibiza og notað gas til að slæva heimilisfólk. Ránin eru sögð hafa staðið yfir í nokkur ár. Samkvæmt umfjöllun Guardian braust fólkið inn í lúxusíbúðir um miðja nótt, klædd svörtu og með andlit sín hulin. Oft komst það á brott með mikil verðmæti en þegar lögreglu bar að sögðu íbúar svipaða sögu af því að hafa vaknað um morguninn hálf sljóir og utan við sig. Lögreglu fór þá að gruna að þjófarnir beittu gasi áður en þeir létu til skarar skríða. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa rænt að minnsta kosti 22 heimili á Ibiza yfir fimm ára tímabil. #OperacionesGCDetenida una banda de ladrones de viviendas de lujo en Ibiza, utilizaban algún tipo de gas que producía somnolencia para no despertar a los moradores que se encontraban durmiendo en el momento de los roboshttps://t.co/N1NbHM5G2O pic.twitter.com/okc7d9DeA8— Guardia Civil (@guardiacivil) September 1, 2024 Fólkið var handtekið viku eftir innbrot í villu Nick Grimshaw, stjórnanda morgunþáttar Radio 1 á Bretlandseyjum, en hann og fjölskylda hans sváfu á meðan farið var ránshendi um heimilið. Guardian segir þó ekki staðfest að handteknu séu grunuð um það innbrot. Lögregla telur að á umræddum fimm árum hafi verðmæti þýfisins sem fólkið hafði á brott með sér numið um það bil 100 milljóna króna. Þjófarnir náðust eftir að lögreglu tókst að rekja nokkur stolin farartæki. Við húsleit fannst fjöldi hluta sem var saknað eftir innbrotin. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Ránin eru sögð hafa staðið yfir í nokkur ár. Samkvæmt umfjöllun Guardian braust fólkið inn í lúxusíbúðir um miðja nótt, klædd svörtu og með andlit sín hulin. Oft komst það á brott með mikil verðmæti en þegar lögreglu bar að sögðu íbúar svipaða sögu af því að hafa vaknað um morguninn hálf sljóir og utan við sig. Lögreglu fór þá að gruna að þjófarnir beittu gasi áður en þeir létu til skarar skríða. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa rænt að minnsta kosti 22 heimili á Ibiza yfir fimm ára tímabil. #OperacionesGCDetenida una banda de ladrones de viviendas de lujo en Ibiza, utilizaban algún tipo de gas que producía somnolencia para no despertar a los moradores que se encontraban durmiendo en el momento de los roboshttps://t.co/N1NbHM5G2O pic.twitter.com/okc7d9DeA8— Guardia Civil (@guardiacivil) September 1, 2024 Fólkið var handtekið viku eftir innbrot í villu Nick Grimshaw, stjórnanda morgunþáttar Radio 1 á Bretlandseyjum, en hann og fjölskylda hans sváfu á meðan farið var ránshendi um heimilið. Guardian segir þó ekki staðfest að handteknu séu grunuð um það innbrot. Lögregla telur að á umræddum fimm árum hafi verðmæti þýfisins sem fólkið hafði á brott með sér numið um það bil 100 milljóna króna. Þjófarnir náðust eftir að lögreglu tókst að rekja nokkur stolin farartæki. Við húsleit fannst fjöldi hluta sem var saknað eftir innbrotin.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira