Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Árni Sæberg skrifar 2. september 2024 15:36 Símasendi Vodafone ofan á Dyrhólaey má sjá ef vel er rýnt í myndina. Ívar Guðnason Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. Alvarleg rafmagnsbilun varð í Mýrdal í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagn fór af Vík og stórum hluta Mýrdals. Strax var farið í það að koma varaafli á svæðið og undir morgun var varafl komið á í Vík en ekki sveitakerfið í Mýrdal. Óheppilegur fylgifiskur rafmagnsleysisins var að rafmagn fór af símasendum á Dyrhólaey og víðar í sveitinni. Að sögn Ívars Guðnasonar í Þórisholti dugði varaafl símasendanna í einhvern tíma en í nótt hafi símasamband víða í Mýrdal farið af. Það hafi ekki komið á fyrr en klukkan 13 í dag. Tvö þúsund ferðamenn án símasambands Þetta segir Ívar alveg óboðlegt, sér í lagi í ljósi þess að landeigendur við Reynisfjöru taka á móti ríflega tvö þúsund ferðamönnum á degi hverjum. Þá sé fjöldi fyrirtækja á svæðinu, þar á meðal hans eigin, sem ekkert hafi veri hægt að ná í fram eftir degi. „Við erum mjög stressaðir yfir þessu hérna,“ segir hann. Mikið hefur verið rætt og skrifað um öryggismál í Reynisfjöru og nágrenni undanfarin ár, þá helst vegna þess að ferðamenn fara iðullega óvarlega í flæðamálinu og ófáir þeirra hafa komist í hann krappann svo kalla hefur þurft til viðbragðsaðila. Þess vegna telur Ívar sérlega óheppilegt, og raunar óboðlegt, að ferðamennirnir tvö þúsund séu án símasambands og geti því ekki hringt á Neyðarlínuna. Krefst umbóta „Þetta má ekki gerast, að það verði símasambandslaust hér ef það verður rafmagnslaust hér í lengri tíma. Þetta er bara ekki í lagi,“ segir Ívar og krefst þess að fjarskiptafyrirtækin sem reka sendana á Dyrhólaey og víðar í sveitinni, meðal annars Vodafone, bæti úr. Misvísandi skilaboð Að sögn Sigurbjörns Eiríkssonar, forstöðumanns innviða hjá Sýn, urðu misvísandi skilaboð frá RARIK, varðandi hversu lengi rafmagnsleysið myndi vara, til þess að ákveðið var að fara ekki með viðbótarvaraaflstöðvar inn á svæðið sem varð rafmagnslaust. Rafmagnsleysið hafi varað talsvert lengur en gert hafði verið ráð fyrir og því hafi sendar sem búnir eru vararafhlöðu dottið út einn af öðrum frá miðnætti og fram á nótt. Þeir hafi verið komnir aftur í gang á milli 12 og 13. Sýn sé með fastar varaaflstöðvar á lykilstöðum sem þjónusti farnet, UHF og FM. Sýn sé með farnetsbúnað á sex sendastöðum á svæðinu þar sem rafmagnstruflana varð vart. Þá segir Sigurbjörn að áhersla hafi verið lögð á að halda farnetinu gangandi við þjóðveginn í gegnum Mýrdal, enda hafi verið talið mikilvægast að halda sambandi þar. Vodafone og Vísir eru í eigu Sýnar. Fjarskipti Mýrdalshreppur Sýn Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Alvarleg rafmagnsbilun varð í Mýrdal í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagn fór af Vík og stórum hluta Mýrdals. Strax var farið í það að koma varaafli á svæðið og undir morgun var varafl komið á í Vík en ekki sveitakerfið í Mýrdal. Óheppilegur fylgifiskur rafmagnsleysisins var að rafmagn fór af símasendum á Dyrhólaey og víðar í sveitinni. Að sögn Ívars Guðnasonar í Þórisholti dugði varaafl símasendanna í einhvern tíma en í nótt hafi símasamband víða í Mýrdal farið af. Það hafi ekki komið á fyrr en klukkan 13 í dag. Tvö þúsund ferðamenn án símasambands Þetta segir Ívar alveg óboðlegt, sér í lagi í ljósi þess að landeigendur við Reynisfjöru taka á móti ríflega tvö þúsund ferðamönnum á degi hverjum. Þá sé fjöldi fyrirtækja á svæðinu, þar á meðal hans eigin, sem ekkert hafi veri hægt að ná í fram eftir degi. „Við erum mjög stressaðir yfir þessu hérna,“ segir hann. Mikið hefur verið rætt og skrifað um öryggismál í Reynisfjöru og nágrenni undanfarin ár, þá helst vegna þess að ferðamenn fara iðullega óvarlega í flæðamálinu og ófáir þeirra hafa komist í hann krappann svo kalla hefur þurft til viðbragðsaðila. Þess vegna telur Ívar sérlega óheppilegt, og raunar óboðlegt, að ferðamennirnir tvö þúsund séu án símasambands og geti því ekki hringt á Neyðarlínuna. Krefst umbóta „Þetta má ekki gerast, að það verði símasambandslaust hér ef það verður rafmagnslaust hér í lengri tíma. Þetta er bara ekki í lagi,“ segir Ívar og krefst þess að fjarskiptafyrirtækin sem reka sendana á Dyrhólaey og víðar í sveitinni, meðal annars Vodafone, bæti úr. Misvísandi skilaboð Að sögn Sigurbjörns Eiríkssonar, forstöðumanns innviða hjá Sýn, urðu misvísandi skilaboð frá RARIK, varðandi hversu lengi rafmagnsleysið myndi vara, til þess að ákveðið var að fara ekki með viðbótarvaraaflstöðvar inn á svæðið sem varð rafmagnslaust. Rafmagnsleysið hafi varað talsvert lengur en gert hafði verið ráð fyrir og því hafi sendar sem búnir eru vararafhlöðu dottið út einn af öðrum frá miðnætti og fram á nótt. Þeir hafi verið komnir aftur í gang á milli 12 og 13. Sýn sé með fastar varaaflstöðvar á lykilstöðum sem þjónusti farnet, UHF og FM. Sýn sé með farnetsbúnað á sex sendastöðum á svæðinu þar sem rafmagnstruflana varð vart. Þá segir Sigurbjörn að áhersla hafi verið lögð á að halda farnetinu gangandi við þjóðveginn í gegnum Mýrdal, enda hafi verið talið mikilvægast að halda sambandi þar. Vodafone og Vísir eru í eigu Sýnar.
Fjarskipti Mýrdalshreppur Sýn Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira