Nastassja Kinski heiðursgestur á RIFF í ár Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. september 2024 17:36 Nastassja Kinski verður heiðursgestur á kvikmyndhátíðinni RIFF. Getty Þýska kvikmyndaleikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski er heiðursgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár og hreppir heiðursviðurkenningu RIFF. Hátíðin hefst í Háskólabíói þann 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að Kinski eigi að baki langan og glæsilegan feril á hvíta tjaldinu. Hún hefur allt frá 1978 leikið í yfir sextíu bíómyndum, þar á meðal í leikstjórn margra kunnustu kvikmyndagerðarmanna sögunnar á borð við David Lynch, Francis Ford Coppola, Paul Schrader, Roman Polanski, Wim Wenders og Wolfgang Petersen. „Það er auðvitað mikill heiður fyrir hátíðina að svo kunnur listamaður sem Kinski er komi hingað til lands og heiðri okkur með nærveru sinni,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF og bætir því við að heiðursgesturinn í ár sé sannarlega „ein af goðsögnum bíómyndanna sem kynslóðir stelpna á sínum tíma hermdu eftir í hárgreiðslu og útliti.“ Sló í gegn sautján ára Stjarna Kinski reis skart undir lokin á áttunda áratugnum, en heita má að hún hafi slegið í gegn, aðeins sautján ára gömul, í kvikmynd Ítalans Alberto Lattuada, Stay as you are, þar sem hún lék eftirminnilega á móti sjálfum Marcello Mastroianni sem þar er í hlutverki miðaldra arkitekts í líflausu hjónabandi og fellur fyrir ungri skólamær, túlkaðri af Kinski. Aðeins ári seinna, 1979, hreif hún kvikmyndaunnendur upp úr skónum í hlutverki sínu í kynngimagnaðri kvikmynd Polanski, Tess, og hlaut fyrir vikið tilnefningu til Gullna hnattarins fyrir túlkun sína á ungri konu sem verður fórnarlamb eigin fegurðar. Myndin hlaut þrenn Óskarsverðlaun, meðal annars sem besta myndin. Og teningunum var kastað – og hver myndin af annarri festi leikkonuna í sessi á stjörnuhimni heimsfrægðarinnar á níunda áratug síðustu aldar, og má þar nefna One from the Heart eftir Coppola, Cat People í leikstjórn Paul Schrader, að ekki sé talað um Paris, Texas í höndum Wim Wenders. Tvær síðastnefndu myndirnar verða einmitt sýndar á hátíðinni í ár. Hvergi af baki dottin Nastassja Kinski hefur sem fyrr segir leikið í meira en sextíu kvikmyndum, bæði austan hafs og vestan, og er enn að, en á meðal þekktra mynda sem hún hefur leikið í á nýrri öld eru Inland Empire eftir David Lynch og Sugar í leikstjórn Rotimi Rainwater. Og svo því sé líka til haga haldið keppti þessi margverðlauna leikkona og dáða fyrirsæta í þýsku útgáfunni af Lets Dance á útmánuðum 2016, hvergi af baki dottin. Þetta er í fyrsta skipti sem Kinski kemur til Íslands og hér mun hún dvelja í nokkra daga og vera meðal annars með meistaraspjall við gesti þar sem hún fer yfir feril sinn og frama. RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að Kinski eigi að baki langan og glæsilegan feril á hvíta tjaldinu. Hún hefur allt frá 1978 leikið í yfir sextíu bíómyndum, þar á meðal í leikstjórn margra kunnustu kvikmyndagerðarmanna sögunnar á borð við David Lynch, Francis Ford Coppola, Paul Schrader, Roman Polanski, Wim Wenders og Wolfgang Petersen. „Það er auðvitað mikill heiður fyrir hátíðina að svo kunnur listamaður sem Kinski er komi hingað til lands og heiðri okkur með nærveru sinni,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF og bætir því við að heiðursgesturinn í ár sé sannarlega „ein af goðsögnum bíómyndanna sem kynslóðir stelpna á sínum tíma hermdu eftir í hárgreiðslu og útliti.“ Sló í gegn sautján ára Stjarna Kinski reis skart undir lokin á áttunda áratugnum, en heita má að hún hafi slegið í gegn, aðeins sautján ára gömul, í kvikmynd Ítalans Alberto Lattuada, Stay as you are, þar sem hún lék eftirminnilega á móti sjálfum Marcello Mastroianni sem þar er í hlutverki miðaldra arkitekts í líflausu hjónabandi og fellur fyrir ungri skólamær, túlkaðri af Kinski. Aðeins ári seinna, 1979, hreif hún kvikmyndaunnendur upp úr skónum í hlutverki sínu í kynngimagnaðri kvikmynd Polanski, Tess, og hlaut fyrir vikið tilnefningu til Gullna hnattarins fyrir túlkun sína á ungri konu sem verður fórnarlamb eigin fegurðar. Myndin hlaut þrenn Óskarsverðlaun, meðal annars sem besta myndin. Og teningunum var kastað – og hver myndin af annarri festi leikkonuna í sessi á stjörnuhimni heimsfrægðarinnar á níunda áratug síðustu aldar, og má þar nefna One from the Heart eftir Coppola, Cat People í leikstjórn Paul Schrader, að ekki sé talað um Paris, Texas í höndum Wim Wenders. Tvær síðastnefndu myndirnar verða einmitt sýndar á hátíðinni í ár. Hvergi af baki dottin Nastassja Kinski hefur sem fyrr segir leikið í meira en sextíu kvikmyndum, bæði austan hafs og vestan, og er enn að, en á meðal þekktra mynda sem hún hefur leikið í á nýrri öld eru Inland Empire eftir David Lynch og Sugar í leikstjórn Rotimi Rainwater. Og svo því sé líka til haga haldið keppti þessi margverðlauna leikkona og dáða fyrirsæta í þýsku útgáfunni af Lets Dance á útmánuðum 2016, hvergi af baki dottin. Þetta er í fyrsta skipti sem Kinski kemur til Íslands og hér mun hún dvelja í nokkra daga og vera meðal annars með meistaraspjall við gesti þar sem hún fer yfir feril sinn og frama.
RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira