Formaður FRÍ óttast ekki að frjálsíþróttir sitji eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2024 07:01 Freyr er bjartsýnn fyrir hönd frjálsra íþrótta á Íslandi. Vísir/Stöð 2 „Fögnuður náttúrulega, erum búin að bíða lengi eftir þessum degi að ákvörðun sé tekin,“ sagði Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasamband Íslands, um þá ákvörðun að nú sé Laugardalsvöllur alfarið tileinkaður fótbolta. Frjálsar íþróttir yfirgefa því Laugardalsvöll en eiga að fá nýja aðstöðu sem einnig verður í Laugardalnum. „Eins og við öllum vitum hafa verið stórar hugmyndir, nú erum við komin með praktíska leið til að leysa málin til framtíðar fyrir knattspyrnu sem og frjálsíþróttir. Ég fagna þessu bara mikið og innilega,“ bætti Freyr við. „Ég hef átt virkilega gott samtal við Þorvald (Örlygsson, formann Knattspyrnusamband Íslands) og Vöndur (Sigurgeirsdóttur) forvera hans. Það var komið að því að, eins og fram hefur komið, KSÍ væri komið upp við vegg. Við formennirnir vorum sammála um að finna lausn sem gæti gengið fyrir bæði.“ „Höfum verið hér í sambúð sem hefur gengið eins og sumar sambúðir geta farið. Nú fær hvor sitt heimili sem er betra fyrir íþróttafjölskylduna þegar til lengri tíma er litið.“ Hvað varðar nýtt heimili frjálsíþrótta „Við vonumst til að við getum séð Smáþjóðarmeistaramót á Íslandi 2028 sem þýddi að völlurinn þyrfti að vera kominn 2027. Með öðrum orðum, það eru þrjú sumur.“ „Við erum að vonast til að hér verði samt hægt að hlaupa áfram næstu árin á hringbrautunum. Við erum með Þjóðarhöllina hér í Laugardalnum og leikvang í Mjódd sem ÍR hefur með að segja. Við reynum að halda niðri í okkur andanum, erum búin að bíða í svo afskaplega mörg ár með að sjá einhverja framtíðarlausn svo við bíðum þessi ár í viðbót þangað til þetta er komið.“ Klippa: Formaður FRÍ óttast ekki að frjálsíþróttir sitji eftir Að lokum var Freyr spurður hvort það væri einhver hræðsla að Frjálsíþróttsambandið myndi enda utan gátta þegar uppbygging á nýjum knattspyrnuvelli færi af stað í Laugardalnum. „Hreint alls ekki. Það er það sem viljayfirlýsingin er afskaplega skýr um. Treysti að núverandi og framtíðar stjórnvöld muni standa við þau orð sem hér hafa verið sett á blað og skrifað undir. Held að við vitum öll hversu mikilvægt það er að hafa aðstöðuna í lagi og þetta eru áratuga framkvæmdir sem er verið að leggja upp í svo við erum viss að þetta verði leyst.“ Viðtalið við Frey má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. 2. september 2024 14:30 Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. 2. september 2024 21:32 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Sjá meira
„Eins og við öllum vitum hafa verið stórar hugmyndir, nú erum við komin með praktíska leið til að leysa málin til framtíðar fyrir knattspyrnu sem og frjálsíþróttir. Ég fagna þessu bara mikið og innilega,“ bætti Freyr við. „Ég hef átt virkilega gott samtal við Þorvald (Örlygsson, formann Knattspyrnusamband Íslands) og Vöndur (Sigurgeirsdóttur) forvera hans. Það var komið að því að, eins og fram hefur komið, KSÍ væri komið upp við vegg. Við formennirnir vorum sammála um að finna lausn sem gæti gengið fyrir bæði.“ „Höfum verið hér í sambúð sem hefur gengið eins og sumar sambúðir geta farið. Nú fær hvor sitt heimili sem er betra fyrir íþróttafjölskylduna þegar til lengri tíma er litið.“ Hvað varðar nýtt heimili frjálsíþrótta „Við vonumst til að við getum séð Smáþjóðarmeistaramót á Íslandi 2028 sem þýddi að völlurinn þyrfti að vera kominn 2027. Með öðrum orðum, það eru þrjú sumur.“ „Við erum að vonast til að hér verði samt hægt að hlaupa áfram næstu árin á hringbrautunum. Við erum með Þjóðarhöllina hér í Laugardalnum og leikvang í Mjódd sem ÍR hefur með að segja. Við reynum að halda niðri í okkur andanum, erum búin að bíða í svo afskaplega mörg ár með að sjá einhverja framtíðarlausn svo við bíðum þessi ár í viðbót þangað til þetta er komið.“ Klippa: Formaður FRÍ óttast ekki að frjálsíþróttir sitji eftir Að lokum var Freyr spurður hvort það væri einhver hræðsla að Frjálsíþróttsambandið myndi enda utan gátta þegar uppbygging á nýjum knattspyrnuvelli færi af stað í Laugardalnum. „Hreint alls ekki. Það er það sem viljayfirlýsingin er afskaplega skýr um. Treysti að núverandi og framtíðar stjórnvöld muni standa við þau orð sem hér hafa verið sett á blað og skrifað undir. Held að við vitum öll hversu mikilvægt það er að hafa aðstöðuna í lagi og þetta eru áratuga framkvæmdir sem er verið að leggja upp í svo við erum viss að þetta verði leyst.“ Viðtalið við Frey má sjá í heild sinni ofar í fréttinni.
Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. 2. september 2024 14:30 Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. 2. september 2024 21:32 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Sjá meira
Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. 2. september 2024 14:30
Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. 2. september 2024 21:32