Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 10:13 Ferðamaðurinn var einn á ferð við gosopið og veifaði þegar hann varð var við drónann fylgjast með sér. Kevin Pagés Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. Kevin Páges, leiðsögumaður og ljósmyndari, var á ferð með hóp ferðamanna að fylgjast með eldgosinu úr fjarlægð rétt við Grindavíkurveg síðdegis í gær. Hann sendi dróna á loft til þess að skoða gosið nánar og sá þá eitthvað undarlegt. „Ég sá lítinn litaðan blett sem leit ekki út fyrir að vera hraun. Þegar ég nálgaðist með drónann var þessi náungi þarna og heilsaði mér,“ segir Kevin við Vísi. Á myndbandinu sem hann tók upp sést ferðamaðurinn veifa drónanum þegar hann verður hans var. Hann virðist standa á nýstorknuðu hrauni aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Kevin telur ljóst að maðurinn hafi gengið töluverða leið yfir hraunið til þess að komast að gígnum þar sem hann var sjálfur staddur um 3,7 kílómetra í burtu á útsýnisstaðnum við Grindavíkurveg. Kevin hafði strax samband við lögreglu en fékk þau svör að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn bæði sérstaklega um hjálp. Hann hefði bent lögreglunni á að maðurinn væri augljóslega í hættulegum aðstæðum en hún hefði enn sagt ekkert geta gert. „Sendið að minnsta kosti bíl, bíðið eftir honum og sektið hann. Þetta er geðveiki,“ segir Kevin sem er ósáttur við að ferðamaður stefni mögulega aðgangi allra annarra að gosinu í hættu með fíflagangi af þessu tagi. Lögreglan á Suðurnesjum gat ekki svarað spurningum um málið strax þegar eftir því var leitað í morgun. Yfirvöld hafa hvatt fólk til þess að ganga ekki að gosinu og þá hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum varað við ósprungnum sprengjum frá bandaríska hernum á svæðinu. Ljóst er að ferðamaðurinn hefur gengið töluverða leið yfir hraun til þess að komast alla leið að þessu gosopi á Reykjanesi.Kevin Páges Datt næstum í gegnum skorpuna þegar hann hrasaði Þegar ferðamaðurinn sneri við reyndi Kevin að fylgja honum eftir með drónanum eins lengi og rafhlaða hans leyfði. Hann náði því meðal annars á mynd þegar ferðamaðurinn hrasaði og hluti af nýstorknuðu hrauni brotnaði undan honum. „Hann datt næstum því í gegn. Ég held að hann hafði meitt sig á ökkla því svo hoppaði hann um á öðrum fæti. Svo hljóp hann um í allar áttir,“ segir Kevin. Á meðan maðurinn gekk segist Kevin hafa getað séð fjölda rauðra bletta þar sem hraun rann enn allt í kringum hann. Á endanum þurfti Kevin að snúa drónanum við áður en rafhlaðan tæmdist. Hann veit því ekki hvort ferðamaðurinn komst örugglega til baka eða ekki. „Ég vona að hann hafi komist. Ég óska ekki einu sinni bjánum dauða,“ segir hann og furðar sig á hvernig maðurinn gat gengið yfir hraunið fyrir hitanum frá því. Loftmynd af gígnum sem sýnir glöggt hversu nærri ferðamaðurinn hætti sér að rennandi hrauninu.Kevin Páges Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Kevin Páges, leiðsögumaður og ljósmyndari, var á ferð með hóp ferðamanna að fylgjast með eldgosinu úr fjarlægð rétt við Grindavíkurveg síðdegis í gær. Hann sendi dróna á loft til þess að skoða gosið nánar og sá þá eitthvað undarlegt. „Ég sá lítinn litaðan blett sem leit ekki út fyrir að vera hraun. Þegar ég nálgaðist með drónann var þessi náungi þarna og heilsaði mér,“ segir Kevin við Vísi. Á myndbandinu sem hann tók upp sést ferðamaðurinn veifa drónanum þegar hann verður hans var. Hann virðist standa á nýstorknuðu hrauni aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Kevin telur ljóst að maðurinn hafi gengið töluverða leið yfir hraunið til þess að komast að gígnum þar sem hann var sjálfur staddur um 3,7 kílómetra í burtu á útsýnisstaðnum við Grindavíkurveg. Kevin hafði strax samband við lögreglu en fékk þau svör að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn bæði sérstaklega um hjálp. Hann hefði bent lögreglunni á að maðurinn væri augljóslega í hættulegum aðstæðum en hún hefði enn sagt ekkert geta gert. „Sendið að minnsta kosti bíl, bíðið eftir honum og sektið hann. Þetta er geðveiki,“ segir Kevin sem er ósáttur við að ferðamaður stefni mögulega aðgangi allra annarra að gosinu í hættu með fíflagangi af þessu tagi. Lögreglan á Suðurnesjum gat ekki svarað spurningum um málið strax þegar eftir því var leitað í morgun. Yfirvöld hafa hvatt fólk til þess að ganga ekki að gosinu og þá hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum varað við ósprungnum sprengjum frá bandaríska hernum á svæðinu. Ljóst er að ferðamaðurinn hefur gengið töluverða leið yfir hraun til þess að komast alla leið að þessu gosopi á Reykjanesi.Kevin Páges Datt næstum í gegnum skorpuna þegar hann hrasaði Þegar ferðamaðurinn sneri við reyndi Kevin að fylgja honum eftir með drónanum eins lengi og rafhlaða hans leyfði. Hann náði því meðal annars á mynd þegar ferðamaðurinn hrasaði og hluti af nýstorknuðu hrauni brotnaði undan honum. „Hann datt næstum því í gegn. Ég held að hann hafði meitt sig á ökkla því svo hoppaði hann um á öðrum fæti. Svo hljóp hann um í allar áttir,“ segir Kevin. Á meðan maðurinn gekk segist Kevin hafa getað séð fjölda rauðra bletta þar sem hraun rann enn allt í kringum hann. Á endanum þurfti Kevin að snúa drónanum við áður en rafhlaðan tæmdist. Hann veit því ekki hvort ferðamaðurinn komst örugglega til baka eða ekki. „Ég vona að hann hafi komist. Ég óska ekki einu sinni bjánum dauða,“ segir hann og furðar sig á hvernig maðurinn gat gengið yfir hraunið fyrir hitanum frá því. Loftmynd af gígnum sem sýnir glöggt hversu nærri ferðamaðurinn hætti sér að rennandi hrauninu.Kevin Páges
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37