Sjálfbærniásinn: ÍE standi sig best og Samherji langverst Árni Sæberg skrifar 4. september 2024 10:17 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir Almenningur telur Íslenska erfðagreiningu standa sig best í sjálfbærnimálum en Samherja langverst. Þetta eru niðurstöður Sjálfbærniássins 2024, rannsóknar sem framkvæmd var af Prósenti í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Langbrók og stjórnunarfélagið Stjórnvísi. Framkvæmdatími var frá janúar til ágúst 2024 og var um að ræða netkannanir sem voru sendar á handahófskennt úrtak úr könnunarhópi Prósents sem inniheldur 15.000 Íslendinga, 18 ára og eldri. Sjálfbærniásinn er nýr mælikvarði til að meta viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja og stofnana í sjálfbærni. Hvati til að leggja áherslu á sjálfbærni Í fréttatilkynningu segir að markmið Sjálbærniássins séu: Að veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum. Að hvetja íslensk fyrirtæki til að leggja enn meiri áherslu á sjálfbærni. Að hjálpa fyrirtækjum að skilja mikilvægi þess að upplýsa almenning um að stefnu sína og verkefni sem snúa að sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Að auka vitund neytenda um mikilvægi sjálfbærni og hvernig þeir geta haft áhrif með kauphegðun sinni. Að vera íslenskum fyrirtækjum hvatning til að leggja enn frekari áherslu á þessi mál. Á fimmta tug fyrirtækja mæld Í tilkynningu segir að könnunin samanstandi af sex spurningum sem kanni viðhorf neytenda til frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærnimálum. Spurningarnar snúi meðal annars að því hvort fyrirtæki leggi sitt af mörkum til samfélagsins, hvort þau hugi að velferð viðskiptavina og hvort þau leitist við að lágmarka sóun. Í ár hafi 47 fyrirtæki verið mæld, sem starfa á fjórtán mismunandi mörkuðum. Á meðal þeirra markaða sem voru mældir séu fjarskipti, bankar, tryggingar, orkufyrirtæki og matvöruverslanir. Helstu niðurstöður könnunarinnar má sjá á myndunum hér að neðan: Öll fyrirtæki Markaðir Öll fyrirtæki eftir mörkuðum Viðmið Sjálfbærni Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Þetta eru niðurstöður Sjálfbærniássins 2024, rannsóknar sem framkvæmd var af Prósenti í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Langbrók og stjórnunarfélagið Stjórnvísi. Framkvæmdatími var frá janúar til ágúst 2024 og var um að ræða netkannanir sem voru sendar á handahófskennt úrtak úr könnunarhópi Prósents sem inniheldur 15.000 Íslendinga, 18 ára og eldri. Sjálfbærniásinn er nýr mælikvarði til að meta viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja og stofnana í sjálfbærni. Hvati til að leggja áherslu á sjálfbærni Í fréttatilkynningu segir að markmið Sjálbærniássins séu: Að veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum. Að hvetja íslensk fyrirtæki til að leggja enn meiri áherslu á sjálfbærni. Að hjálpa fyrirtækjum að skilja mikilvægi þess að upplýsa almenning um að stefnu sína og verkefni sem snúa að sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Að auka vitund neytenda um mikilvægi sjálfbærni og hvernig þeir geta haft áhrif með kauphegðun sinni. Að vera íslenskum fyrirtækjum hvatning til að leggja enn frekari áherslu á þessi mál. Á fimmta tug fyrirtækja mæld Í tilkynningu segir að könnunin samanstandi af sex spurningum sem kanni viðhorf neytenda til frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærnimálum. Spurningarnar snúi meðal annars að því hvort fyrirtæki leggi sitt af mörkum til samfélagsins, hvort þau hugi að velferð viðskiptavina og hvort þau leitist við að lágmarka sóun. Í ár hafi 47 fyrirtæki verið mæld, sem starfa á fjórtán mismunandi mörkuðum. Á meðal þeirra markaða sem voru mældir séu fjarskipti, bankar, tryggingar, orkufyrirtæki og matvöruverslanir. Helstu niðurstöður könnunarinnar má sjá á myndunum hér að neðan: Öll fyrirtæki Markaðir Öll fyrirtæki eftir mörkuðum Viðmið
Sjálfbærni Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira