Enginn kaupmáli: Búa sig undir það versta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. september 2024 10:34 Ben Affleck og Jennifer Lopez í New York þann 30. mars síðastliðinn. Þetta varð síðasta skiptið sem þau sáust opinberlega saman sem hjón. MEGA/GC Images Ben Affleck og Jennifer Lopez búa sig nú bæði undir hið versta, að allt fari í bál og brand þegar skilnaður þeirra gengur í gegn. Ástæðan er sú að sögn bandarískra slúðurmiðla að þau undirrituðu engan kaupmála áður en þau giftu sig árið 2022. Þetta fullyrðir bandaríski slúðurmiðilinn PageSix. Eins og fram hefur komið ætla fyrrverandi ofurhjónin að skilja að borði og sæng. Þau hafa ekki sést saman opinberlega síðan í mars og var þrálátur orðrómur á kreiki um margra mánaða skeið að ekki væri allt með felldu. Það kom á daginn. Miðillinn hefur eftir skilnaðarlögfræðingnum Lauru Wasser, sem sér um að ganga frá samningunum að það séu fjármálin sem séu helsta ljónið í veginum. Lopez hafi ekki tilgreint sameiginlegar eignir hjónanna þegar hún sótti um skilnað. Heildareignir Jennifer Lopez hljóða upp á 400 milljónir Bandaríkjadollara, því sem nemur rúmum 55 milljörðum íslenskra króna. Á meðan eru heildareignir Ben Affleck rétt rúmar 150 milljónir Bandaríkjadollara, eða rúmlega 21 milljarðar íslenskra króna. Vill ekki eftirláta Affleck krónu Þar sem hjónin hafi ekki undirritað kaupmála myndu eignir þeirra allajafna skiptast jafnt á milli þeirra, komist þau ekki að samkomulagi um annað. Lög í Kaliforníu kveða hinsvegar á um að einungis þær tekjur sem þau hafi aflað sér á meðan þau voru gift skuli skiptast þeirra á milli. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að það séu þó engar smávægilegar upphæðir. Lopez hafi leikið í þó nokkrum kvikmyndum líkt og Shotgun Wedding, The Mother, This is Me...Now og Atlas. Ben Affleck á meðan leikið í kvikmyndum líkt og Air og The Accountant 2. Þá er þess getið að þau hafi leikið saman í auglýsingum fyrir kleinuhringjarisann Dunkin Donuts. Þau hafi auk þess keypt sér glæsivillu í Beverly Hills í fyrra, sem nú er á sölu en virði hennar er 68 milljónir Bandaríkjadollara eða því sem nemur níu og hálfum milljarði íslenskra króna. Fram kemur í umfjöllun PageSix að Lopez hafi beðið lögmann sinn um að hafna öllum beiðnum Affleck um fjármuni. Um er að ræða fjórða skilnað Lopez og annan skilnað Affleck. Tekjur af Dunkin Donuts auglýsingu þeirra hjóna sem birtist í febrúar á Super Bowl gæti orðið þrætuepli. Hollywood Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira
Þetta fullyrðir bandaríski slúðurmiðilinn PageSix. Eins og fram hefur komið ætla fyrrverandi ofurhjónin að skilja að borði og sæng. Þau hafa ekki sést saman opinberlega síðan í mars og var þrálátur orðrómur á kreiki um margra mánaða skeið að ekki væri allt með felldu. Það kom á daginn. Miðillinn hefur eftir skilnaðarlögfræðingnum Lauru Wasser, sem sér um að ganga frá samningunum að það séu fjármálin sem séu helsta ljónið í veginum. Lopez hafi ekki tilgreint sameiginlegar eignir hjónanna þegar hún sótti um skilnað. Heildareignir Jennifer Lopez hljóða upp á 400 milljónir Bandaríkjadollara, því sem nemur rúmum 55 milljörðum íslenskra króna. Á meðan eru heildareignir Ben Affleck rétt rúmar 150 milljónir Bandaríkjadollara, eða rúmlega 21 milljarðar íslenskra króna. Vill ekki eftirláta Affleck krónu Þar sem hjónin hafi ekki undirritað kaupmála myndu eignir þeirra allajafna skiptast jafnt á milli þeirra, komist þau ekki að samkomulagi um annað. Lög í Kaliforníu kveða hinsvegar á um að einungis þær tekjur sem þau hafi aflað sér á meðan þau voru gift skuli skiptast þeirra á milli. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að það séu þó engar smávægilegar upphæðir. Lopez hafi leikið í þó nokkrum kvikmyndum líkt og Shotgun Wedding, The Mother, This is Me...Now og Atlas. Ben Affleck á meðan leikið í kvikmyndum líkt og Air og The Accountant 2. Þá er þess getið að þau hafi leikið saman í auglýsingum fyrir kleinuhringjarisann Dunkin Donuts. Þau hafi auk þess keypt sér glæsivillu í Beverly Hills í fyrra, sem nú er á sölu en virði hennar er 68 milljónir Bandaríkjadollara eða því sem nemur níu og hálfum milljarði íslenskra króna. Fram kemur í umfjöllun PageSix að Lopez hafi beðið lögmann sinn um að hafna öllum beiðnum Affleck um fjármuni. Um er að ræða fjórða skilnað Lopez og annan skilnað Affleck. Tekjur af Dunkin Donuts auglýsingu þeirra hjóna sem birtist í febrúar á Super Bowl gæti orðið þrætuepli.
Hollywood Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira