Enginn kaupmáli: Búa sig undir það versta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. september 2024 10:34 Ben Affleck og Jennifer Lopez í New York þann 30. mars síðastliðinn. Þetta varð síðasta skiptið sem þau sáust opinberlega saman sem hjón. MEGA/GC Images Ben Affleck og Jennifer Lopez búa sig nú bæði undir hið versta, að allt fari í bál og brand þegar skilnaður þeirra gengur í gegn. Ástæðan er sú að sögn bandarískra slúðurmiðla að þau undirrituðu engan kaupmála áður en þau giftu sig árið 2022. Þetta fullyrðir bandaríski slúðurmiðilinn PageSix. Eins og fram hefur komið ætla fyrrverandi ofurhjónin að skilja að borði og sæng. Þau hafa ekki sést saman opinberlega síðan í mars og var þrálátur orðrómur á kreiki um margra mánaða skeið að ekki væri allt með felldu. Það kom á daginn. Miðillinn hefur eftir skilnaðarlögfræðingnum Lauru Wasser, sem sér um að ganga frá samningunum að það séu fjármálin sem séu helsta ljónið í veginum. Lopez hafi ekki tilgreint sameiginlegar eignir hjónanna þegar hún sótti um skilnað. Heildareignir Jennifer Lopez hljóða upp á 400 milljónir Bandaríkjadollara, því sem nemur rúmum 55 milljörðum íslenskra króna. Á meðan eru heildareignir Ben Affleck rétt rúmar 150 milljónir Bandaríkjadollara, eða rúmlega 21 milljarðar íslenskra króna. Vill ekki eftirláta Affleck krónu Þar sem hjónin hafi ekki undirritað kaupmála myndu eignir þeirra allajafna skiptast jafnt á milli þeirra, komist þau ekki að samkomulagi um annað. Lög í Kaliforníu kveða hinsvegar á um að einungis þær tekjur sem þau hafi aflað sér á meðan þau voru gift skuli skiptast þeirra á milli. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að það séu þó engar smávægilegar upphæðir. Lopez hafi leikið í þó nokkrum kvikmyndum líkt og Shotgun Wedding, The Mother, This is Me...Now og Atlas. Ben Affleck á meðan leikið í kvikmyndum líkt og Air og The Accountant 2. Þá er þess getið að þau hafi leikið saman í auglýsingum fyrir kleinuhringjarisann Dunkin Donuts. Þau hafi auk þess keypt sér glæsivillu í Beverly Hills í fyrra, sem nú er á sölu en virði hennar er 68 milljónir Bandaríkjadollara eða því sem nemur níu og hálfum milljarði íslenskra króna. Fram kemur í umfjöllun PageSix að Lopez hafi beðið lögmann sinn um að hafna öllum beiðnum Affleck um fjármuni. Um er að ræða fjórða skilnað Lopez og annan skilnað Affleck. Tekjur af Dunkin Donuts auglýsingu þeirra hjóna sem birtist í febrúar á Super Bowl gæti orðið þrætuepli. Hollywood Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Þetta fullyrðir bandaríski slúðurmiðilinn PageSix. Eins og fram hefur komið ætla fyrrverandi ofurhjónin að skilja að borði og sæng. Þau hafa ekki sést saman opinberlega síðan í mars og var þrálátur orðrómur á kreiki um margra mánaða skeið að ekki væri allt með felldu. Það kom á daginn. Miðillinn hefur eftir skilnaðarlögfræðingnum Lauru Wasser, sem sér um að ganga frá samningunum að það séu fjármálin sem séu helsta ljónið í veginum. Lopez hafi ekki tilgreint sameiginlegar eignir hjónanna þegar hún sótti um skilnað. Heildareignir Jennifer Lopez hljóða upp á 400 milljónir Bandaríkjadollara, því sem nemur rúmum 55 milljörðum íslenskra króna. Á meðan eru heildareignir Ben Affleck rétt rúmar 150 milljónir Bandaríkjadollara, eða rúmlega 21 milljarðar íslenskra króna. Vill ekki eftirláta Affleck krónu Þar sem hjónin hafi ekki undirritað kaupmála myndu eignir þeirra allajafna skiptast jafnt á milli þeirra, komist þau ekki að samkomulagi um annað. Lög í Kaliforníu kveða hinsvegar á um að einungis þær tekjur sem þau hafi aflað sér á meðan þau voru gift skuli skiptast þeirra á milli. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að það séu þó engar smávægilegar upphæðir. Lopez hafi leikið í þó nokkrum kvikmyndum líkt og Shotgun Wedding, The Mother, This is Me...Now og Atlas. Ben Affleck á meðan leikið í kvikmyndum líkt og Air og The Accountant 2. Þá er þess getið að þau hafi leikið saman í auglýsingum fyrir kleinuhringjarisann Dunkin Donuts. Þau hafi auk þess keypt sér glæsivillu í Beverly Hills í fyrra, sem nú er á sölu en virði hennar er 68 milljónir Bandaríkjadollara eða því sem nemur níu og hálfum milljarði íslenskra króna. Fram kemur í umfjöllun PageSix að Lopez hafi beðið lögmann sinn um að hafna öllum beiðnum Affleck um fjármuni. Um er að ræða fjórða skilnað Lopez og annan skilnað Affleck. Tekjur af Dunkin Donuts auglýsingu þeirra hjóna sem birtist í febrúar á Super Bowl gæti orðið þrætuepli.
Hollywood Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning