Þar kemur meðal annars fram að innflytjendum hafi fjölgað hlutfallslega mest hér á landi af öllum ríkjum OECD.
Þá fjöllum við áfram um ofbeldi í samfélaginu en til stendur að notast við málmleitartæki á menntaskólaböllum í vetur.
Einnig verður rætt við Bolla Kristjánsson, sem oft er kenndur við 17, en hann stendur á bak við tillögu um að fá að bjóða fram sérframboð sem þó eru tengd Sjálfstæðisflokknum í næstu kosningum. Hann segir mikilvægt að sækja þá kjósendur sem hafa yfirgefið flokkinn síðustu ár undir núverandi forystu.
Og í íþróttunum verður leikur Vals í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrirrúmi en hann hófst núna klukkan ellefu. Blikastúlkur eiga svo leik í sömu keppni í kvöld.