Grunur um íbúðir í óleyfi stoppar frekari framkvæmdir Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2024 10:00 Eigandi vill stækka húsið en nágrannar segja hann hafa breytt húsinu án leyfis í þrjá íbúðir hið minnsta. Samsett Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi, segir mikilvægt að byggingafulltrúi fái heimild til að skoða hús að Melgerði á Kársnesi áður en gefið verður leyfi til að byggja við húsið. Eigandi hefur óskað eftir leyfi til að stækka húsið þannig það verði tvær íbúðir. Skipulagsráð frestaði í vikunni afgreiðslu málsins. „Þetta er einbýlishús skráð en eigandi er að sækja um og byggja við og gera aðra íbúð. Þannig að það verði tvær íbúðir,“ segir Theódóra en hún ræddi skipulagsmál í Kópavogi, og þetta hús, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir húsið á svæði þar sem sé aðeins í gildi aðalskipulag og viðmiðin sem til séu fyrir byggingu séu í rammahluta. Hún segir tillögur eiganda ekki alltaf hafa fallið að rammahlutanum en í honum séu til dæmis viðmið um fjölda bílastæða sem sé vandamál að koma fyrir og einhver viðmið um hæð húsa og hverju innarlega eða utarlega húsið megi vera. Hún segir bendir á að þetta svæði sé á þeim hluta bæjarins þar sem eigi að leggja Borgarlínu og því verði að stíga varlega til jarðar. Ljóst sé að svæðið eigi eftir að taka miklum breytingum. Í fundargerð skipulagsráð Kópavogsbæjar frá því 2. september, á mánudag, kemur fram að eigandi hafi sótt um leyfi fyrir viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins samtals 126,5 m² að flatarmáli. „Bílastæðum á lóðinni fjölgar úr einu í tvö. Fyrir er á lóðinni steinsteypt 160 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 326,7 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,42. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær,“ segir í fundargerðinni. Ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi Þar er einnig lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um að hafna veitingu byggingarleyfis er felld úr gildi. Einnig eru lögð fram tvö minnisblöð, frá lögfræði- og skipulagsdeild. En afgreiðslu málsins svo frestað. Í bókun minnihlutans segir að í grenndarkynningu hafi komið fram athugasemdir um að húsið hafi verið hólfað niður í fleiri íbúðir án þess að aflað væri samþykkis byggingarfulltrúa. „Í umsögn skipulagsdeildar var það staðfest. Samkvæmt mannvirkjalögum er óheimilt að breyta notkun mannvirkis án leyfis byggingarfulltrúa. Fyrir liggur að byggingarfulltrúi hefur ekki kannað breytta nýtingu hússins. Staðfest er að 14 einstaklingar eru skráðir þar með lögheimili og breytingar m.a. á bílskúr voru gerðar í óleyfi. Byggingarfulltrúi hefur víðtækar heimildir til að kanna slíka hluti,“ segir í bókuninni. Minnihlutinn telji því nauðsynlegt að málið verði skoðað áður en veittar verða heimildir til frekari byggingarframkvæmda á lóðinni. Gerð er krafa um að byggingarfulltrúi skoði húsið áður en tekin verður ákvörðun og að, með tilliti til fordæmisgildis, áréttuð krafa um að skipulagsráð fái samantekt um aðrar umsóknir um stækkun bygginga við Melgerði eða á nærsvæðum síðasta áratug. Á borði bæjarins frá 2018 Fjallað var um málið á vef DV í gær en þar kom fram að málið hafi verið á borði bæjaryfirvalda frá árinu 2018 en þá sótti eigandi um leyfi til að byggja 150 fermetra viðbyggingu við húsið og bæta þannig við tveimur íbúðum. Þá ætlaði hann að fjölga bílastæðum úr einu í sex. Tillögunni var hafnað sem og öðrum sem hafa síðan verið lagðar fram. Íbúar í nærliggjandi húsum hafa mótmælt framkvæmdinni og sent inn sínar athugasemdir. Þau segja breytingarnar „viðbætur á óskráðu fjölbýlishúsi“ og að þegar hafi húsinu verið hlutað niður í þrjár íbúðir. Theódóra segir bókun minnihlutans snúa að athugasemdum íbúa um að þarna séu fleiri íbúðir og að þetta sé óleyfisframkvæmd. Þess vegna hafi þau óskað þess að umræðu sé frestað í skipulagsráði þar til eigandi geti skilað inn teikningum og byggingarfulltrúi beiti sér fyrir því að vita hvernig svæðið er byggt upp og húsið sjálft. Að þar hafi ekki farið fram óleyfisframkvæmdir. Theódóra segir byggingarfulltrúa hafa heimild til að taka húsið út fái hann ábendingu um óleyfisframkvæmd en að það sé ekki hægt að miða við að skipulagsráð sé eitt síló og byggingarfulltrúi annað og að þau vinni ekki saman. Sama verði að gilda um alla Hún segir ráðið hafa beðið byggingarfulltrúa um þetta en að þeim hafi fundist ástæða til að bóka um þetta og fá frestun. Theódóra segir að það sama verði að gilda um alla íbúa og að allir verði að fylgja sömu reglum. Það þurfi að tryggja öryggi, brunavarnir og annað. „Við þurfum að gæta almannahagsmuna í öllu sem við gerum. Það er á okkar ábyrgð að það sé farið eftir þessu öllu,“ segir hún og að það sé áríðandi að fá þetta á hreint áður en lengra er haldið. Theódóra segir það hlutverk byggingafulltrúa að tryggja að það sé ekki óleyfisframkvæmdir. Hún segir þurfa skýrari sýn. Það sé til dæmis í þessu hverfi, Kársnesinu, sem sé gamalt rótgróið hverfi, einungis aðalskipulag með rammahluta. Hvorki hverfis- né deiliskipulag bara áætlanir. Mikil uppbygging fer fram á Kársnesi.Vísir/Vilhelm „Það væri best ef það væri hverfisskipulag fyrir Kársnesið til að skýra og skerpa á þeim heimildum og viðmiðum sem við erum með. Þannig fólk viti hvað það má gera,“ segir Theódóra og að hún hafi lagt fram tillögur þess efnis. Auk þess væri deiliskipulag sterkasti kosturinn fyrir Kópavog en það þurfi að styrkja skipulagsdeildina í bænum. Hún segir að í nýrri hverfum séu deiliskipulag en ekki í þessum gömlu hverfum. Það sé áríðandi að gera slíkt skipulag svo að það þróist ekki áfram með fjölda óleyfisframkvæmda. Hún tekur þó skýrt fram að hún viti ekki hvort það sé að gerast en hún hafi þó fengið ábendingar um það frá íbúum. Kópavogur Skipulag Bítið Sveitarstjórnarmál Borgarlína Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Þetta er einbýlishús skráð en eigandi er að sækja um og byggja við og gera aðra íbúð. Þannig að það verði tvær íbúðir,“ segir Theódóra en hún ræddi skipulagsmál í Kópavogi, og þetta hús, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir húsið á svæði þar sem sé aðeins í gildi aðalskipulag og viðmiðin sem til séu fyrir byggingu séu í rammahluta. Hún segir tillögur eiganda ekki alltaf hafa fallið að rammahlutanum en í honum séu til dæmis viðmið um fjölda bílastæða sem sé vandamál að koma fyrir og einhver viðmið um hæð húsa og hverju innarlega eða utarlega húsið megi vera. Hún segir bendir á að þetta svæði sé á þeim hluta bæjarins þar sem eigi að leggja Borgarlínu og því verði að stíga varlega til jarðar. Ljóst sé að svæðið eigi eftir að taka miklum breytingum. Í fundargerð skipulagsráð Kópavogsbæjar frá því 2. september, á mánudag, kemur fram að eigandi hafi sótt um leyfi fyrir viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins samtals 126,5 m² að flatarmáli. „Bílastæðum á lóðinni fjölgar úr einu í tvö. Fyrir er á lóðinni steinsteypt 160 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 326,7 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,42. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær,“ segir í fundargerðinni. Ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi Þar er einnig lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um að hafna veitingu byggingarleyfis er felld úr gildi. Einnig eru lögð fram tvö minnisblöð, frá lögfræði- og skipulagsdeild. En afgreiðslu málsins svo frestað. Í bókun minnihlutans segir að í grenndarkynningu hafi komið fram athugasemdir um að húsið hafi verið hólfað niður í fleiri íbúðir án þess að aflað væri samþykkis byggingarfulltrúa. „Í umsögn skipulagsdeildar var það staðfest. Samkvæmt mannvirkjalögum er óheimilt að breyta notkun mannvirkis án leyfis byggingarfulltrúa. Fyrir liggur að byggingarfulltrúi hefur ekki kannað breytta nýtingu hússins. Staðfest er að 14 einstaklingar eru skráðir þar með lögheimili og breytingar m.a. á bílskúr voru gerðar í óleyfi. Byggingarfulltrúi hefur víðtækar heimildir til að kanna slíka hluti,“ segir í bókuninni. Minnihlutinn telji því nauðsynlegt að málið verði skoðað áður en veittar verða heimildir til frekari byggingarframkvæmda á lóðinni. Gerð er krafa um að byggingarfulltrúi skoði húsið áður en tekin verður ákvörðun og að, með tilliti til fordæmisgildis, áréttuð krafa um að skipulagsráð fái samantekt um aðrar umsóknir um stækkun bygginga við Melgerði eða á nærsvæðum síðasta áratug. Á borði bæjarins frá 2018 Fjallað var um málið á vef DV í gær en þar kom fram að málið hafi verið á borði bæjaryfirvalda frá árinu 2018 en þá sótti eigandi um leyfi til að byggja 150 fermetra viðbyggingu við húsið og bæta þannig við tveimur íbúðum. Þá ætlaði hann að fjölga bílastæðum úr einu í sex. Tillögunni var hafnað sem og öðrum sem hafa síðan verið lagðar fram. Íbúar í nærliggjandi húsum hafa mótmælt framkvæmdinni og sent inn sínar athugasemdir. Þau segja breytingarnar „viðbætur á óskráðu fjölbýlishúsi“ og að þegar hafi húsinu verið hlutað niður í þrjár íbúðir. Theódóra segir bókun minnihlutans snúa að athugasemdum íbúa um að þarna séu fleiri íbúðir og að þetta sé óleyfisframkvæmd. Þess vegna hafi þau óskað þess að umræðu sé frestað í skipulagsráði þar til eigandi geti skilað inn teikningum og byggingarfulltrúi beiti sér fyrir því að vita hvernig svæðið er byggt upp og húsið sjálft. Að þar hafi ekki farið fram óleyfisframkvæmdir. Theódóra segir byggingarfulltrúa hafa heimild til að taka húsið út fái hann ábendingu um óleyfisframkvæmd en að það sé ekki hægt að miða við að skipulagsráð sé eitt síló og byggingarfulltrúi annað og að þau vinni ekki saman. Sama verði að gilda um alla Hún segir ráðið hafa beðið byggingarfulltrúa um þetta en að þeim hafi fundist ástæða til að bóka um þetta og fá frestun. Theódóra segir að það sama verði að gilda um alla íbúa og að allir verði að fylgja sömu reglum. Það þurfi að tryggja öryggi, brunavarnir og annað. „Við þurfum að gæta almannahagsmuna í öllu sem við gerum. Það er á okkar ábyrgð að það sé farið eftir þessu öllu,“ segir hún og að það sé áríðandi að fá þetta á hreint áður en lengra er haldið. Theódóra segir það hlutverk byggingafulltrúa að tryggja að það sé ekki óleyfisframkvæmdir. Hún segir þurfa skýrari sýn. Það sé til dæmis í þessu hverfi, Kársnesinu, sem sé gamalt rótgróið hverfi, einungis aðalskipulag með rammahluta. Hvorki hverfis- né deiliskipulag bara áætlanir. Mikil uppbygging fer fram á Kársnesi.Vísir/Vilhelm „Það væri best ef það væri hverfisskipulag fyrir Kársnesið til að skýra og skerpa á þeim heimildum og viðmiðum sem við erum með. Þannig fólk viti hvað það má gera,“ segir Theódóra og að hún hafi lagt fram tillögur þess efnis. Auk þess væri deiliskipulag sterkasti kosturinn fyrir Kópavog en það þurfi að styrkja skipulagsdeildina í bænum. Hún segir að í nýrri hverfum séu deiliskipulag en ekki í þessum gömlu hverfum. Það sé áríðandi að gera slíkt skipulag svo að það þróist ekki áfram með fjölda óleyfisframkvæmda. Hún tekur þó skýrt fram að hún viti ekki hvort það sé að gerast en hún hafi þó fengið ábendingar um það frá íbúum.
Kópavogur Skipulag Bítið Sveitarstjórnarmál Borgarlína Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira