Krefst aðgerða gegn ofbeldi „afbrýðisamra kærasta“ Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 13:34 Rebecca Cheptegei var frábær hlaupakona sem meðal annars keppti í maraþoni á Ólympíuleikunum í París. Getty/Jiang Qiming Sebastian Coe, forseti alþjóða frjálsíþróttasambandsins, kallar eftir samstöðu í baráttu gegn heimilisofbeldi í garð frjálsíþróttakvenna, eftir að Rebecca Cheptegei lést í gær, 33 ára að aldri. Þekktur frjálsíþróttalýsandi krefst aðgerða gegn „afbrýðisömum kærustum og eiginmönnum“. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía á sunnudag, eftir að fyrrverandi kærasti hennar hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Hún fékk brunasár á 75% líkamans og lést á sjúkrahúsinu í gær. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem að hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua. „Íþróttin okkar hefur misst hæfileikaríka hlaupakonu á eins sorglegan og óhugsandi hátt og hægt er. Rebecca var ótrúlega fjölhæf hlaupakona sem átti enn eftir að afreka margt á götum, í fjöllum og í utanvegahlaupum,“ sagði Coe á heimasíðu frjálsíþróttasambandsins. Hann kveðst hafa sett sig í samband við stjórnarmeðlimi í Afríku til að sjá hvernig alþjóðasambandið geti hjálpað til, og hvernig mögulegt sé að efla öryggisstefnu sambandsins til að berjast gegn ofbeldi og níði utan íþróttarinnar. Verja þurfi íþróttakonur eins og hægt sé. Rob Walker, þekktur frjálsíþróttalýsandi í sjónvarpi, skrifaði á Twitter: „Ég hef orðið vitni að mikilli þróun í Austur-Afríku síðustu tuttugu ár. En núna þarf að bregðast við þeirri meðferð sem frjálsíþróttakonur verða fyrir af hendi afbrýðisamra eiginmanna/kærasta.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía á sunnudag, eftir að fyrrverandi kærasti hennar hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Hún fékk brunasár á 75% líkamans og lést á sjúkrahúsinu í gær. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem að hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua. „Íþróttin okkar hefur misst hæfileikaríka hlaupakonu á eins sorglegan og óhugsandi hátt og hægt er. Rebecca var ótrúlega fjölhæf hlaupakona sem átti enn eftir að afreka margt á götum, í fjöllum og í utanvegahlaupum,“ sagði Coe á heimasíðu frjálsíþróttasambandsins. Hann kveðst hafa sett sig í samband við stjórnarmeðlimi í Afríku til að sjá hvernig alþjóðasambandið geti hjálpað til, og hvernig mögulegt sé að efla öryggisstefnu sambandsins til að berjast gegn ofbeldi og níði utan íþróttarinnar. Verja þurfi íþróttakonur eins og hægt sé. Rob Walker, þekktur frjálsíþróttalýsandi í sjónvarpi, skrifaði á Twitter: „Ég hef orðið vitni að mikilli þróun í Austur-Afríku síðustu tuttugu ár. En núna þarf að bregðast við þeirri meðferð sem frjálsíþróttakonur verða fyrir af hendi afbrýðisamra eiginmanna/kærasta.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira