Emma Hayes: Karlarnir ekki tilbúnir fyrir kvenþjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2024 07:01 Emma Hayes fagnar hér Ólympíugullinu með leikmönnum sinum Mallory Swanson, Alyssu Naeher, Lindsey Horan, Naomi Girma, Trinity Rodman og Sophiu Smith. Getty/Brad Smith Hver verður fyrsta konan til að taka við karlaliði í enska fótboltanum? Það gæti verið langt í það að við fáum svar við þeirri spurningu ef marka má einn besta kvenþjálfara heims. Emma Hayes, er þjálfari Ólympíumeistara Bandaríkjanna og hún er mjög ofarlega á blaði þegar talað er um bestu þjálfara kvennaboltans. Emma er líka í hóp þeirra kvenþjálfara sem sumir hafa fabúlerað um að gætu stigið skrefið yfir í karlaboltann. Hayes var einmitt spurð út í þetta í útvarpsþættinum Today á BBC. Umsjónarmaðurinn spurði hana þá hreint út í það hvort fótboltakarlar væru hreinlega tilbúnir fyrir það að fá kvenþjálfara. „Auðvitað eru þeir það ekki. Annars væri þetta orðið að veruleika,“ sagði Emma Hayes. Fjórðu deildarliðið Forest Green Rovers réði hana Hannah Dingley í fyrra og var þá fyrsta karlaliðið til að fá kvenþjálfara. Sú ráðning var þó aðeins tímabundin og hún entist stutt. „Ég hef sagt þetta milljón sinnum. Þú getur fundið kvenkyns flugmann, kvenkyns lækni, kvenkyns lögmann, kvenkyns bankastarfsmann en þú finnur ekki konu að þjálfara í karlaboltanum. Konu að leiða karla,“ sagði Hayes. Emma Hayes says the men's game is not ready to appoint female managers 🗣️ pic.twitter.com/LrVAQGQMjW— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024 „Það sýnir bara að það er mikil vinna eftir. Að mínu mati snýst þetta um þá sem ráða. Þú verður að spyrja þá,“ sagði Hayes. Hayes gerði Chelsea sjö sinnum að Englandsmeisturum á tólf árum. Á þeim tíma skipti karlalið Chelsea margoft um knattspyrnustjóra. „Stundum heldur fólk að konur geti ekki sýrt búningsklefa með fullt af karlmönnum. Ég stýri um 25 mönnum á hverjum degi,“ sagði Hayes. „Ég held að leikmennirnir verði aldrei vandamálið. Þeir vilja láta þjálfa sig. Ef besti þjálfarakosturinn í boði er kona þá hljóta þeir að átta sig einhvern tímann á því að það sé best að ráða hana bara,“ sagði Hayes. Emma Hayes: "You can find a female pilot, a female doctor, a female lawyer, a female banker, but you can't find a female coach working in the men's game, leading men." pic.twitter.com/yWoQT7xyFu— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024 Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Emma Hayes, er þjálfari Ólympíumeistara Bandaríkjanna og hún er mjög ofarlega á blaði þegar talað er um bestu þjálfara kvennaboltans. Emma er líka í hóp þeirra kvenþjálfara sem sumir hafa fabúlerað um að gætu stigið skrefið yfir í karlaboltann. Hayes var einmitt spurð út í þetta í útvarpsþættinum Today á BBC. Umsjónarmaðurinn spurði hana þá hreint út í það hvort fótboltakarlar væru hreinlega tilbúnir fyrir það að fá kvenþjálfara. „Auðvitað eru þeir það ekki. Annars væri þetta orðið að veruleika,“ sagði Emma Hayes. Fjórðu deildarliðið Forest Green Rovers réði hana Hannah Dingley í fyrra og var þá fyrsta karlaliðið til að fá kvenþjálfara. Sú ráðning var þó aðeins tímabundin og hún entist stutt. „Ég hef sagt þetta milljón sinnum. Þú getur fundið kvenkyns flugmann, kvenkyns lækni, kvenkyns lögmann, kvenkyns bankastarfsmann en þú finnur ekki konu að þjálfara í karlaboltanum. Konu að leiða karla,“ sagði Hayes. Emma Hayes says the men's game is not ready to appoint female managers 🗣️ pic.twitter.com/LrVAQGQMjW— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024 „Það sýnir bara að það er mikil vinna eftir. Að mínu mati snýst þetta um þá sem ráða. Þú verður að spyrja þá,“ sagði Hayes. Hayes gerði Chelsea sjö sinnum að Englandsmeisturum á tólf árum. Á þeim tíma skipti karlalið Chelsea margoft um knattspyrnustjóra. „Stundum heldur fólk að konur geti ekki sýrt búningsklefa með fullt af karlmönnum. Ég stýri um 25 mönnum á hverjum degi,“ sagði Hayes. „Ég held að leikmennirnir verði aldrei vandamálið. Þeir vilja láta þjálfa sig. Ef besti þjálfarakosturinn í boði er kona þá hljóta þeir að átta sig einhvern tímann á því að það sé best að ráða hana bara,“ sagði Hayes. Emma Hayes: "You can find a female pilot, a female doctor, a female lawyer, a female banker, but you can't find a female coach working in the men's game, leading men." pic.twitter.com/yWoQT7xyFu— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024
Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti