Kópavogsmódelið: Kvenréttindafélagið og BSRB á villigötum Sigrún Hulda Jónsdóttir skrifar 5. september 2024 20:02 Kvenréttindafélag Íslands og BSRB hafa stigið fram og gagnrýnt Kópavogsmódelið undir þeim formerkjum að breytingarnar séu bakslag í jafnréttisbaráttunni. Slíkar yfirlýsingar standast ekki skoðun. Kópavogsmódelið er skref í þá átt að gera leikskólana að eftirsóknarverðum vinnustað þar sem börnum, kennurum og foreldrum líði vel. Þá talar árangur sínu máli en aldrei hefur þurft að loka á leikskólum sökum manneklu, flestir leikskólar Kópavogs eru fullmannaðir og fleiri börn geta því fengið leikskólapláss. Miður er að hagsmunasamtök og séttarfélög sem standa fyrir hagsmunum kvenna og réttindum félagsmanna sinna skuli ráðast á breytingar á leikskólaumhverfi sem var ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt. Þá vill svo til að yfir 90% starfsfólks á leikskólum eru konur. Hlutverk leikskóla er að tryggja barni gæða menntun og umönnun eins og lög gera ráð fyrir. Í lögum um leikskóla kemur hvergi fram að leikskóli hafi það að markmiði að tryggja kynjajafnrétti á atvinnumarkaði né að dagvistunarúrræði eigi að vera eins ódýrt og hægt er. Lög um leikskóla snúa að því að veita börnum gæða menntun og nám í gegnum sjálfssprottinn leik og þar með að tryggja börnum jöfn tækifæri til náms. Á árum áður var leikskólinn jöfnunartæki til að jafna rétt barna og var partur af velferðarkerfinu en árið 1994 var leikskólinn viðurkenndur sem fyrsta skólastigið og varð partur af menntakerfinu. Rétt er að atvinnuþátttaka kvenna á íslandi er há og er það að þakka jafnréttisbaráttu okkar Íslendinga og jöfnum tækifærum kynja til náms. Þar gegna leikskólar lykilhlutverki í þeirri baráttu. Við eigum hámenntað fólk af öllum kynjum sem stunda atvinnu utan heimilis. Reynsla okkar í Kópavogi hefur sýnt að þátttaka beggja foreldra er nokkuð jöfn og hefur ekki orðið breyting á því hvort faðir eða móðir komi með eða sækja barnið eftir breytingar. Leikskólastjórar í Kópavogi hafa frekar upplifað að meira samtal foreldra og fjölskyldunnar í að auka samveru með börnum sínum með því að annað foreldrið byrjar fyrr að vinna og hitt seinna til að geta verið meira með barni sínu. Leikskólinn er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga þó öll sveitarfélög leggi sitt að mörkum að veita sem bestu menntun og umönnun fyrir ung börn. Mörg sveitarfélög hafa spennt bogann með fögrum loforðum um að veita öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólarými án þess að tryggja mannskap og tilskylda fagmenntun til kennslu og umönnunar á þessu viðkvæmasta þroskastigi. Það er staðreynd að á Íslandi er of lítið rými, börn dvöldu langa daga í of miklu álagi þar sem vantaði fagfólk og mannskap til starfa. Leikskólakerfið var komið í þrot. Án starfsfólks er ekki hægt að veita þá þjónustu sem foreldrar treysta á. Aðstæður voru ekki boðlegar lengur án aðgerða og eftir víðtækt samráð við starfsfólk, stjórnendur, foreldra og stéttarfélög varð Kópavogsmódelið til. Aðstæður skipta höfuð máli fyrir líðan og þroska barns og geta þær hreinlega verið skaðlegar ef ekki er tryggður stöðuleiki og fagmenntun starfsmanna í leikskólastarfi. Kópavogsmódelið stendur vörð um það kerfi sem gegnir lykilhlutverki í jafnrétti kynja. Rétt eins og bæjarstjóri Kópavogs heimsótti alla leikskóla Kópavogs til að kynna sér aðstæður á leikskólum væri óskandi ef Kvenréttindafélagið og BSRB myndu gera slíkt hið sama. Höfundur er leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Jafnréttismál Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands og BSRB hafa stigið fram og gagnrýnt Kópavogsmódelið undir þeim formerkjum að breytingarnar séu bakslag í jafnréttisbaráttunni. Slíkar yfirlýsingar standast ekki skoðun. Kópavogsmódelið er skref í þá átt að gera leikskólana að eftirsóknarverðum vinnustað þar sem börnum, kennurum og foreldrum líði vel. Þá talar árangur sínu máli en aldrei hefur þurft að loka á leikskólum sökum manneklu, flestir leikskólar Kópavogs eru fullmannaðir og fleiri börn geta því fengið leikskólapláss. Miður er að hagsmunasamtök og séttarfélög sem standa fyrir hagsmunum kvenna og réttindum félagsmanna sinna skuli ráðast á breytingar á leikskólaumhverfi sem var ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt. Þá vill svo til að yfir 90% starfsfólks á leikskólum eru konur. Hlutverk leikskóla er að tryggja barni gæða menntun og umönnun eins og lög gera ráð fyrir. Í lögum um leikskóla kemur hvergi fram að leikskóli hafi það að markmiði að tryggja kynjajafnrétti á atvinnumarkaði né að dagvistunarúrræði eigi að vera eins ódýrt og hægt er. Lög um leikskóla snúa að því að veita börnum gæða menntun og nám í gegnum sjálfssprottinn leik og þar með að tryggja börnum jöfn tækifæri til náms. Á árum áður var leikskólinn jöfnunartæki til að jafna rétt barna og var partur af velferðarkerfinu en árið 1994 var leikskólinn viðurkenndur sem fyrsta skólastigið og varð partur af menntakerfinu. Rétt er að atvinnuþátttaka kvenna á íslandi er há og er það að þakka jafnréttisbaráttu okkar Íslendinga og jöfnum tækifærum kynja til náms. Þar gegna leikskólar lykilhlutverki í þeirri baráttu. Við eigum hámenntað fólk af öllum kynjum sem stunda atvinnu utan heimilis. Reynsla okkar í Kópavogi hefur sýnt að þátttaka beggja foreldra er nokkuð jöfn og hefur ekki orðið breyting á því hvort faðir eða móðir komi með eða sækja barnið eftir breytingar. Leikskólastjórar í Kópavogi hafa frekar upplifað að meira samtal foreldra og fjölskyldunnar í að auka samveru með börnum sínum með því að annað foreldrið byrjar fyrr að vinna og hitt seinna til að geta verið meira með barni sínu. Leikskólinn er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga þó öll sveitarfélög leggi sitt að mörkum að veita sem bestu menntun og umönnun fyrir ung börn. Mörg sveitarfélög hafa spennt bogann með fögrum loforðum um að veita öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólarými án þess að tryggja mannskap og tilskylda fagmenntun til kennslu og umönnunar á þessu viðkvæmasta þroskastigi. Það er staðreynd að á Íslandi er of lítið rými, börn dvöldu langa daga í of miklu álagi þar sem vantaði fagfólk og mannskap til starfa. Leikskólakerfið var komið í þrot. Án starfsfólks er ekki hægt að veita þá þjónustu sem foreldrar treysta á. Aðstæður voru ekki boðlegar lengur án aðgerða og eftir víðtækt samráð við starfsfólk, stjórnendur, foreldra og stéttarfélög varð Kópavogsmódelið til. Aðstæður skipta höfuð máli fyrir líðan og þroska barns og geta þær hreinlega verið skaðlegar ef ekki er tryggður stöðuleiki og fagmenntun starfsmanna í leikskólastarfi. Kópavogsmódelið stendur vörð um það kerfi sem gegnir lykilhlutverki í jafnrétti kynja. Rétt eins og bæjarstjóri Kópavogs heimsótti alla leikskóla Kópavogs til að kynna sér aðstæður á leikskólum væri óskandi ef Kvenréttindafélagið og BSRB myndu gera slíkt hið sama. Höfundur er leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun