Quan, sem hét réttu nafni Dequantes Devontay Lamar, var gríðarlega vinsæll um miðjan annan áratug þessarar aldar.
Hann vakti bæði athygli sem meðlimur rappsveitarinnar Rich Gang, en líka sem sólólistamaður. Hann skaust upp á stjörnuhimininn árið 2013 með útgáfu lagsins Type of Way en hafði áður orðið slegið í gegn í heimaborg sinni, Atlanta.
Rich Homie Quan gaf út sína einu breiðskífu árið 2018, Rich as in Spirit.
Viðtal við Quan birtist á YouTube í fyrradag, daginn áður en hann lést.
Þar sagðist hann búa yfir ofgnótt af óútgefinni tónlist. Hann gaf ekki upp hvenær hann hyggðist gefa tónlistina út, en ekki seinna en fjórða október.