Reyna enn að ná í mann sem er grunaður um að sviðsetja bílslys Jón Þór Stefánsson skrifar 6. september 2024 11:47 Slysið sem mennirnir eru taldir hafa sett á svið er sagt hafa átt sér stað á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Lögbirtingablaðið hefur í annað skipti birt fyrirkall á hendur manni sem er talinn vera á Ítalíu vegna ákæru á hendur honum. Maðurinn er ákærður, ásamt öðrum manni sem er með skráð lögheimili í Reykjavík, um að setja á svið umferðarslys á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu í Hafnarfirði þann 5. apríl 2021. Mennirnir eru grunaðir um fjársvik, en þeir eru taldir hafa sviðsett slysið til þess að svíkja út vátryggingabætur á grundvelli kaskótryggingar og lögboðinnar ökutækjatryggingar vegna skemmda á tveimur bílum. Í ákæru segir að annar maðurinn hafi ekið bíl norður Gjáhellu og stöðvað akstur við gatnamótin við Breiðhellu í um það bil fjörutíu sekúndur, þar til hann ók bifreiðinni hægt í veg fyrir bíl sem hinn maðurinn ók norðvestur Breiðhellu. Bílarnir rákust á hvorn annan á gatnamótunum. Mennirnir tveir undirrituðu tjónstilkynningu sama dag og sendi annar þeirra tryggingafélagi tilkynningu í tölvupósti samdægurs. Þeir eru með þessu sagðir hafa ætlað með blekkingum að fá tryggingafélagið til að bæta tjónið sem var samtals 1,2 milljónir króna. Annar maðurinn er með skráð lögheimili í Reykjavík, en hinn á Ítalíu. Ekki hefur tekist að birta þeim síðarnefnda ákæruna og því er hún birt í Lögbirtingablaðinu. Hann er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. „Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum,“ segir í auglýsingunni í Lögbritingablaðinu. Svipuð auglýsing var birt í Lögbritingablaðinu í maí á þessu ári. Lögreglumál Hafnarfjörður Tryggingar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Mennirnir eru grunaðir um fjársvik, en þeir eru taldir hafa sviðsett slysið til þess að svíkja út vátryggingabætur á grundvelli kaskótryggingar og lögboðinnar ökutækjatryggingar vegna skemmda á tveimur bílum. Í ákæru segir að annar maðurinn hafi ekið bíl norður Gjáhellu og stöðvað akstur við gatnamótin við Breiðhellu í um það bil fjörutíu sekúndur, þar til hann ók bifreiðinni hægt í veg fyrir bíl sem hinn maðurinn ók norðvestur Breiðhellu. Bílarnir rákust á hvorn annan á gatnamótunum. Mennirnir tveir undirrituðu tjónstilkynningu sama dag og sendi annar þeirra tryggingafélagi tilkynningu í tölvupósti samdægurs. Þeir eru með þessu sagðir hafa ætlað með blekkingum að fá tryggingafélagið til að bæta tjónið sem var samtals 1,2 milljónir króna. Annar maðurinn er með skráð lögheimili í Reykjavík, en hinn á Ítalíu. Ekki hefur tekist að birta þeim síðarnefnda ákæruna og því er hún birt í Lögbirtingablaðinu. Hann er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. „Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum,“ segir í auglýsingunni í Lögbritingablaðinu. Svipuð auglýsing var birt í Lögbritingablaðinu í maí á þessu ári.
Lögreglumál Hafnarfjörður Tryggingar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira