Leikskólarnir eru fjöregg samfélagsins Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 6. september 2024 17:32 Kópavogsmódelið í leikskólamálum, sem snýst um að hækka kostnað eða stytta dvalartíma, hefur verið þó nokkuð til umræðu að undanförnu. Í grófum dráttum má segja að umræðan hafi tvístrað fólki í tvo hópa. Annars vegar þau sem styðja breytingarnar og telja þær réttu leiðina til að stemma stigu við miklu álagi á leikskólastarfsfólk og börn. Hins vegar þau sem eru sammála um vandann, en hafna þessari leið því hún eykur ójafnrétti kynjanna og mismunar fólki með ólíka efnahagslega og félagslega stöðu. Ég held að þegar upp er staðið séu hagsmunir okkar þeir sömu. Þó virðast einhverjir hafa hag af því að umræðan fari í skotgrafir og draga þannig athyglina frá kjarna málsins. Ábyrgð sveitarfélaga Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla samkvæmt lögum. Leikskólar eru því hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga. Þau bera einnig lagalega skyldu til að setja sér markmið og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun og stuðla að jafnrétti og jafnri meðferð við ráðstöfun fjármagns, í þjónustu sveitarfélagsins og starfsmannamálum, sbr. 13. gr. laga um stjórnsýslu jafnréttismála. Sveitarfélög þurfa því að tryggja að ákvörðun sem stuðlar að jafnrétti á einu sviði stuðli ekki að ójafnrétti á öðru sviði. Draga verður úr álagi á leikskólum Öll erum við sammála um að óhóflegt álag og slæmar aðstæður hafi ríkt á leikskólum til lengri tíma. Vandinn einskorðast ekki við Kópavog heldur er hann gegnumgangandi á öllum okkar mikilvægustu stofnunum í almannaþjónustunni, svo sem á sviði menntamála, heilbrigðismála og félagsþjónustu. Það er afleiðing aðhaldsaðgerða og niðurskurðarstefnu sem ríkt hefur frá aldamótum. Það er pólitísk ákvörðun að vanfjármagna mikilvægustu kerfin okkar og innviði. Þannig sýna t.d. rannsóknir að rými barna á leikskólum er allt of lítið og hefur uppbygging húsnæðis ekki verið í samræmi við fjölgun leikskólabarna. Við aðstæður sem þessar, þegar vandinn er orðinn yfirþyrmandi, er algengt að stjórnvöld grípi til aðgerða sem eru klæddar í búning umbóta eða hljóma sem eina mögulega lausnin fyrir ákveðna hópa – jafnvel töfralausn - en hafa skaðleg áhrif á aðra hópa. Uppbygging í stað þjónustuskerðingar Með því að innleiða hið svokallaða Kópavogsmódel hafa stjórnvöld komist upp með risastóra stefnubreytingu, sem felur í sér þjónustuskerðingu, án gagnrýnnar umræðu um hvort þetta sé besta leiðin til framtíðar. Stefna Sjálfstæðisflokksins um að lækka skatta og draga úr útgjöldum bitnar á þjónustunni og starfsfólkinu sem hana veitir. Það kemur því ekki á óvart að bæjarstjórnir víða um landið stökkvi á þessa lausn, að skerða þjónustu leikskóla, í stað þess að bæta kjör og starfsumhverfi starfsfólks, stækka og bæta húsnæðið eða bæta aðbúnað barna og leikskólastarfsfólks með öðrum hætti. Með þjónustuskerðingu er vandinn ekki leystur heldur fluttur til annarra hópa og bitnar það verst á þeim sem ná ekki endum saman, hafa lítið bakland, geta ekki minnkað við sig vinnu og þurfa þá að borga hærri leikskólagjöld. Þó sumir foreldrar geta mögulega stytt dvalartíma barna sinna án þess að það hafi áhrif á framfærslumöguleika heimilisins sýnir fjöldi rannsókna að foreldrar upplifa nú þegar mikið álag vegna samræmingar fjölskyldulífs og atvinnu. Skertur stuðningur við fjölskyldur leiðir því óhjákvæmilega til meira álags á foreldra og börn. Of fá njóta styttri vinnuviku Í þessari umræðu ber einnig þó nokkuð á staðhæfingu um að vinnuvikan hafi verið stytt á vinnumarkaðnum og því eigi að stytta leikskóladaginn í 30 stundir á viku. Flest, en þó alls ekki öll, á opinberum vinnumarkaði eiga nú rétt á 36 stunda vinnuviku. Það sama gildir ekki um almenna vinnumarkaðinn en um 70% allra starfa þar. Þá verður að hafa í huga að stytting vinnutíma er skipulögð með ólíkum hætti, fólk getur ekki alltaf valið hvenær það nýtir sína styttingu og því er hún ekki endilega dagleg eða vikuleg. Vert er að taka fram að rannsóknir sýna að foreldrar og jafnvel ömmur og afar eru að nýta styttinguna sína til að sækja börnin fyrr í leikskóla og frístundastarf grunnskóla. Hins vegar er staðreyndin sú að þeir sem njóta styttri vinnuviku eru í miklum minnihluta á vinnumarkaði. Öll erum við sammála um mikilvægi þess að stytta vinnuvikuna og auka gæðastundir fjölskyldna. En fyrsta skrefið í þá átt felst ekki í hækkun kostnaðar umfram sex tíma leikskóladag þegar flestir foreldrar vinna átta tíma vinnudag. Vinnumarkaðurinn þarf að breytast fyrst en það verður ekki á næstunni því að nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði gilda að óbreyttu til ársins 2028. Sameiginlegir hagsmunir Gagnrýni BSRB snýr að því að Kópavogsbær ber bæði skyldur sem atvinnurekandi en einnig stjórnvald sem veitir þjónustu. Það er vel hægt að bregðast við álagi og mönnunarskorti og bæta vellíðan og heilsu starfsfólks og barna án þess að það sé á kostnað jafnréttis eða möguleika fólks til að samræma fjölskyldulíf og atvinnu. Kópavogsbær hefur í engu svarað hvort þau hafi metið jafnréttisáhrif þjónustuskerðingarinnar, hvorki fyrir né eftir breytingarnar. Sveitarfélagið hefur heldur ekki svarað gagnrýni um að þær feli í sér bakslag í jafnréttismálum. Í staðinn er reynt að gera því skóna að BSRB sé að tala fyrir sjónarmiðum sem gangi gegn hagsmunum starfsfólks leikskóla, vitandi fullvel að við erum einmitt hagsmunasamtök starfsfólks sveitarfélaga og þar á meðal í Kópavogi. BSRB hefur frá upphafi barist fyrir betri kjörum, vinnutíma, starfsaðstæðum félagsfólks og fjölskylduvænna samfélagi. Leikskólar fyrir öll börn voru bylting Það eru ekki nema um 30 ár síðan að leikskólar stóðu almennt öllum börnum til boða frá um tveggja ára aldri. Það var byltingarkennd breyting. Mikill metnaður var lagður í uppbyggingu þeirra og starfsemi, við vorum stolt af leikskólunum okkar og þeir voru kjölfestan í farsælu fjölskyldusamfélagi. En því miður hafa stjórnvöld til lengri tíma treyst á fórnfýsi kvenna sem hafa í raun bjargað leikskólakerfinu með því að hlaupa hraðar á lágum launum, oft á kostnað eigin heilsu. Það er tímabært að svara ákalli um umbætur á leikskólunum – en ekki með svokallaðri Kópavogsleið - sem fleiri sveitarfélög eru nú að taka upp án gagnrýninnar skoðunar og mats á heildaráhrifum fyrir börn, leikskólastarfsfólk, foreldra, jafnrétti og vinnumarkað. Leyfum ekki pólitíkusum að kasta ryki í augu okkar og beinum umræðunni að kjarna málsins. Hvernig leikskóla viljum við byggja upp til framtíðar sem tryggja hagsmuni barna, starfsfólks, foreldra og samfélagsins alls? Það er gert með því að bæta kjör og fjölga starfsfólki, fækka fjölda barna sem hver stafsmaður ber ábyrgð á og bæta húsnæðið. Þannig verða leikskólar aftur fjöregg samfélagsins. Höfundur er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Leikskólar Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Sjá meira
Kópavogsmódelið í leikskólamálum, sem snýst um að hækka kostnað eða stytta dvalartíma, hefur verið þó nokkuð til umræðu að undanförnu. Í grófum dráttum má segja að umræðan hafi tvístrað fólki í tvo hópa. Annars vegar þau sem styðja breytingarnar og telja þær réttu leiðina til að stemma stigu við miklu álagi á leikskólastarfsfólk og börn. Hins vegar þau sem eru sammála um vandann, en hafna þessari leið því hún eykur ójafnrétti kynjanna og mismunar fólki með ólíka efnahagslega og félagslega stöðu. Ég held að þegar upp er staðið séu hagsmunir okkar þeir sömu. Þó virðast einhverjir hafa hag af því að umræðan fari í skotgrafir og draga þannig athyglina frá kjarna málsins. Ábyrgð sveitarfélaga Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla samkvæmt lögum. Leikskólar eru því hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga. Þau bera einnig lagalega skyldu til að setja sér markmið og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun og stuðla að jafnrétti og jafnri meðferð við ráðstöfun fjármagns, í þjónustu sveitarfélagsins og starfsmannamálum, sbr. 13. gr. laga um stjórnsýslu jafnréttismála. Sveitarfélög þurfa því að tryggja að ákvörðun sem stuðlar að jafnrétti á einu sviði stuðli ekki að ójafnrétti á öðru sviði. Draga verður úr álagi á leikskólum Öll erum við sammála um að óhóflegt álag og slæmar aðstæður hafi ríkt á leikskólum til lengri tíma. Vandinn einskorðast ekki við Kópavog heldur er hann gegnumgangandi á öllum okkar mikilvægustu stofnunum í almannaþjónustunni, svo sem á sviði menntamála, heilbrigðismála og félagsþjónustu. Það er afleiðing aðhaldsaðgerða og niðurskurðarstefnu sem ríkt hefur frá aldamótum. Það er pólitísk ákvörðun að vanfjármagna mikilvægustu kerfin okkar og innviði. Þannig sýna t.d. rannsóknir að rými barna á leikskólum er allt of lítið og hefur uppbygging húsnæðis ekki verið í samræmi við fjölgun leikskólabarna. Við aðstæður sem þessar, þegar vandinn er orðinn yfirþyrmandi, er algengt að stjórnvöld grípi til aðgerða sem eru klæddar í búning umbóta eða hljóma sem eina mögulega lausnin fyrir ákveðna hópa – jafnvel töfralausn - en hafa skaðleg áhrif á aðra hópa. Uppbygging í stað þjónustuskerðingar Með því að innleiða hið svokallaða Kópavogsmódel hafa stjórnvöld komist upp með risastóra stefnubreytingu, sem felur í sér þjónustuskerðingu, án gagnrýnnar umræðu um hvort þetta sé besta leiðin til framtíðar. Stefna Sjálfstæðisflokksins um að lækka skatta og draga úr útgjöldum bitnar á þjónustunni og starfsfólkinu sem hana veitir. Það kemur því ekki á óvart að bæjarstjórnir víða um landið stökkvi á þessa lausn, að skerða þjónustu leikskóla, í stað þess að bæta kjör og starfsumhverfi starfsfólks, stækka og bæta húsnæðið eða bæta aðbúnað barna og leikskólastarfsfólks með öðrum hætti. Með þjónustuskerðingu er vandinn ekki leystur heldur fluttur til annarra hópa og bitnar það verst á þeim sem ná ekki endum saman, hafa lítið bakland, geta ekki minnkað við sig vinnu og þurfa þá að borga hærri leikskólagjöld. Þó sumir foreldrar geta mögulega stytt dvalartíma barna sinna án þess að það hafi áhrif á framfærslumöguleika heimilisins sýnir fjöldi rannsókna að foreldrar upplifa nú þegar mikið álag vegna samræmingar fjölskyldulífs og atvinnu. Skertur stuðningur við fjölskyldur leiðir því óhjákvæmilega til meira álags á foreldra og börn. Of fá njóta styttri vinnuviku Í þessari umræðu ber einnig þó nokkuð á staðhæfingu um að vinnuvikan hafi verið stytt á vinnumarkaðnum og því eigi að stytta leikskóladaginn í 30 stundir á viku. Flest, en þó alls ekki öll, á opinberum vinnumarkaði eiga nú rétt á 36 stunda vinnuviku. Það sama gildir ekki um almenna vinnumarkaðinn en um 70% allra starfa þar. Þá verður að hafa í huga að stytting vinnutíma er skipulögð með ólíkum hætti, fólk getur ekki alltaf valið hvenær það nýtir sína styttingu og því er hún ekki endilega dagleg eða vikuleg. Vert er að taka fram að rannsóknir sýna að foreldrar og jafnvel ömmur og afar eru að nýta styttinguna sína til að sækja börnin fyrr í leikskóla og frístundastarf grunnskóla. Hins vegar er staðreyndin sú að þeir sem njóta styttri vinnuviku eru í miklum minnihluta á vinnumarkaði. Öll erum við sammála um mikilvægi þess að stytta vinnuvikuna og auka gæðastundir fjölskyldna. En fyrsta skrefið í þá átt felst ekki í hækkun kostnaðar umfram sex tíma leikskóladag þegar flestir foreldrar vinna átta tíma vinnudag. Vinnumarkaðurinn þarf að breytast fyrst en það verður ekki á næstunni því að nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði gilda að óbreyttu til ársins 2028. Sameiginlegir hagsmunir Gagnrýni BSRB snýr að því að Kópavogsbær ber bæði skyldur sem atvinnurekandi en einnig stjórnvald sem veitir þjónustu. Það er vel hægt að bregðast við álagi og mönnunarskorti og bæta vellíðan og heilsu starfsfólks og barna án þess að það sé á kostnað jafnréttis eða möguleika fólks til að samræma fjölskyldulíf og atvinnu. Kópavogsbær hefur í engu svarað hvort þau hafi metið jafnréttisáhrif þjónustuskerðingarinnar, hvorki fyrir né eftir breytingarnar. Sveitarfélagið hefur heldur ekki svarað gagnrýni um að þær feli í sér bakslag í jafnréttismálum. Í staðinn er reynt að gera því skóna að BSRB sé að tala fyrir sjónarmiðum sem gangi gegn hagsmunum starfsfólks leikskóla, vitandi fullvel að við erum einmitt hagsmunasamtök starfsfólks sveitarfélaga og þar á meðal í Kópavogi. BSRB hefur frá upphafi barist fyrir betri kjörum, vinnutíma, starfsaðstæðum félagsfólks og fjölskylduvænna samfélagi. Leikskólar fyrir öll börn voru bylting Það eru ekki nema um 30 ár síðan að leikskólar stóðu almennt öllum börnum til boða frá um tveggja ára aldri. Það var byltingarkennd breyting. Mikill metnaður var lagður í uppbyggingu þeirra og starfsemi, við vorum stolt af leikskólunum okkar og þeir voru kjölfestan í farsælu fjölskyldusamfélagi. En því miður hafa stjórnvöld til lengri tíma treyst á fórnfýsi kvenna sem hafa í raun bjargað leikskólakerfinu með því að hlaupa hraðar á lágum launum, oft á kostnað eigin heilsu. Það er tímabært að svara ákalli um umbætur á leikskólunum – en ekki með svokallaðri Kópavogsleið - sem fleiri sveitarfélög eru nú að taka upp án gagnrýninnar skoðunar og mats á heildaráhrifum fyrir börn, leikskólastarfsfólk, foreldra, jafnrétti og vinnumarkað. Leyfum ekki pólitíkusum að kasta ryki í augu okkar og beinum umræðunni að kjarna málsins. Hvernig leikskóla viljum við byggja upp til framtíðar sem tryggja hagsmuni barna, starfsfólks, foreldra og samfélagsins alls? Það er gert með því að bæta kjör og fjölga starfsfólki, fækka fjölda barna sem hver stafsmaður ber ábyrgð á og bæta húsnæðið. Þannig verða leikskólar aftur fjöregg samfélagsins. Höfundur er formaður BSRB
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar