Rausnarskapur Kiwanisklúbbsins Ölvers í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2024 15:05 .Kiwanismennirnir Björn Þór, Þráinn og Stefán, sem sáu meðal annars um matseldina fyrir hópinn af sinni alkunnu snilld. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólastjóri Grunnskóla Þorlákshafnar á ekki orð yfir rausnarskap félaga í Kiwanisklúbbnum Ölver í bæjarfélaginu, sem bauð nemendum í 8. og 9. bekk í vikunni í dagsferð í Landmannalaugar. Boðið var upp á fjölbreyttar veitingar í ferðinni, sem voru allar í boði klúbbsins, auk rútuferðarinnar. Eitt af gildum Kiwanishreyfingarinnar er að styðja við börn og ungmenni og bæta þannig samfélagið og það kunna Kiwanismenn í Þorlákshöfn sannarlega að gera en síðustu ár hafa þeir boðið nemendum í 8. og 9. bekk í Grunnskóla Þorlákshafnar í dagsferð, annað hvort í Landmannalaugar eða Þórsmörk, nú var það Landmannalaugar. Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri skólans. „Þeir sjá um ferðina frá A til Ö en ferðin er nemendum algjörlega að kostnaðarlausu og grillað ofan í mannskap, það er grillað lambalæri, samlokur og kakó og svo göngum við á fjöll með krakkana. Þetta er alveg frábær hefð og ofboðslegt að heyra og sjá krakkana njóta sín í svona fallegri náttúru en mörg hver hafa aldrei komið á þessa einstöku staði.” „Sjálfa” uppi á Brennisteinsöldu, Ólína skólastjóri og Erla deildarstjóri með hópi drengja úr 8. og 9. bekk.Aðsend Og Ólína á vart orð til að lýsa yfir þakklæti og höfðingsskap Kiwanismanna en eingöngu karlar eru í klúbbnum. „Já, þetta er algjörlega til fyrirmyndar. Við erum svo þakklát þeim Kiwanismönnum.” En eru krakkarnir að átta sig á og meta þetta sem er verið að gera fyrir þau, finnst henni það? „Já algjörlega, þau eru bara mjög þakklát og finnst þetta alls ekki sjálfsagt mál. Þetta er til dæmis mikill kostnaður eins og í rútuferðir og menn eru að taka sér frí í vinnu til að fara með okkur í þessar ferðir og smyrja og græja mat fyrir þau. Já, mér finnst þau mjög þakklát,” segir Ólína. Slakað á í heita læknum.Aðsend En hvað var þetta stór hópur? „Við fórum með um 60 krakka núna. Það er aðeins að fjölga hjá okkur í skólanum þannig að það er að fjölga á hverju ári, það er bara skemmtilegt en í dag eru nemendur skólans 270 og starfsmennirnir um 60,” segir Ólína. Stelpur úr 9. bekk - Ragnhildur Anna, Hrafnhildur Fjóla, Sólveig, Oliwia og Andrea Ösp.Aðsend Nemendur ganga af stað.Aðsend Ölfus Skóla- og menntamál Ferðalög Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Eitt af gildum Kiwanishreyfingarinnar er að styðja við börn og ungmenni og bæta þannig samfélagið og það kunna Kiwanismenn í Þorlákshöfn sannarlega að gera en síðustu ár hafa þeir boðið nemendum í 8. og 9. bekk í Grunnskóla Þorlákshafnar í dagsferð, annað hvort í Landmannalaugar eða Þórsmörk, nú var það Landmannalaugar. Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri skólans. „Þeir sjá um ferðina frá A til Ö en ferðin er nemendum algjörlega að kostnaðarlausu og grillað ofan í mannskap, það er grillað lambalæri, samlokur og kakó og svo göngum við á fjöll með krakkana. Þetta er alveg frábær hefð og ofboðslegt að heyra og sjá krakkana njóta sín í svona fallegri náttúru en mörg hver hafa aldrei komið á þessa einstöku staði.” „Sjálfa” uppi á Brennisteinsöldu, Ólína skólastjóri og Erla deildarstjóri með hópi drengja úr 8. og 9. bekk.Aðsend Og Ólína á vart orð til að lýsa yfir þakklæti og höfðingsskap Kiwanismanna en eingöngu karlar eru í klúbbnum. „Já, þetta er algjörlega til fyrirmyndar. Við erum svo þakklát þeim Kiwanismönnum.” En eru krakkarnir að átta sig á og meta þetta sem er verið að gera fyrir þau, finnst henni það? „Já algjörlega, þau eru bara mjög þakklát og finnst þetta alls ekki sjálfsagt mál. Þetta er til dæmis mikill kostnaður eins og í rútuferðir og menn eru að taka sér frí í vinnu til að fara með okkur í þessar ferðir og smyrja og græja mat fyrir þau. Já, mér finnst þau mjög þakklát,” segir Ólína. Slakað á í heita læknum.Aðsend En hvað var þetta stór hópur? „Við fórum með um 60 krakka núna. Það er aðeins að fjölga hjá okkur í skólanum þannig að það er að fjölga á hverju ári, það er bara skemmtilegt en í dag eru nemendur skólans 270 og starfsmennirnir um 60,” segir Ólína. Stelpur úr 9. bekk - Ragnhildur Anna, Hrafnhildur Fjóla, Sólveig, Oliwia og Andrea Ösp.Aðsend Nemendur ganga af stað.Aðsend
Ölfus Skóla- og menntamál Ferðalög Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira