„Það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 17:09 Drífa Snædal vandar Play ekki kveðjurnar í Facebook-færslu og segir auglýsingaherferð flugfélagsins dæmi um hluttekningu. Tiktok/Vísir/Vilhelm Drífa Snædal gagnrýnir flugfélagið Play harðlega fyrir nýja auglýsingaherferð. Hún segir konur niðurlægðar í auglýsingum fyrirtækisins. Herferðin hefur verið á milli tannanna á fólki síðastliðinn sólarhring vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Sjá einnig: Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Margir hafa gagnrýnt auglýsingarnar á meðan aðrir kunna vel að meta þær. Meðal gagnrýnenda er Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, sem sagði herferðina taktlausa og neikvæða fyrir vörumerki Play. Hún sagðist upplifa vantraust og ófagmannlegheit við að horfa á hana frekar en að vilja fljúga með flugfélaginu. Konur smættaðar niður í líkama Nú hefur Drífa Snædal, sem er talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, bæst í hóp gagnrýnenda og vandar hún flugfélaginu ekki kveðjurnar í færslu á Facebook. Herferðin sé nýjasta dæmið um hlutgervingu kvenna í auglýsingum þar sem þær eru afmennskaðar. „Í framtíðinni verður auglýsingaherferð Play væntanlega notuð sem dæmi um hlutgervingu kvenna eins og svo margar slíkar herferðir á árum áður. Konur smættaðar niður í líkama, án höfuðs, sýnt á kynferðislegan hátt,“ skrifar Drífa. „Hlutgerving er afmennskun, afmennskun er niðurlæging og niðurlæging er upptaktur að ofbeldi. Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra. Og nei, það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama líka!“ skrifar hún einnig. „Er Play að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi?“ spyr hún. Halli ekki á neitt kyn Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi. Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá,“ sagði Nadine þegar hún var spurð hvort herferðin innihaldi kvenfyrirlitningu og hluttekningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var snert á ásökunum Drífu um að félagið brjóti reglur vinnumarkaðsins með því að greiða starfsfólki sínu of lág laun. Málið rekur sig aftur til 2021 þegar Play var stofnað og ASÍ sakaði félagið um að greiða starfsfólki sínu lægri laun en sem nam grunnatvinnuleysisbótum. Play hefur alfarið hafnað þeim ásökunum og hvatt sambandið til að rökstyðja ásakanirnar. Play Jafnréttismál Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Herferðin hefur verið á milli tannanna á fólki síðastliðinn sólarhring vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Sjá einnig: Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Margir hafa gagnrýnt auglýsingarnar á meðan aðrir kunna vel að meta þær. Meðal gagnrýnenda er Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, sem sagði herferðina taktlausa og neikvæða fyrir vörumerki Play. Hún sagðist upplifa vantraust og ófagmannlegheit við að horfa á hana frekar en að vilja fljúga með flugfélaginu. Konur smættaðar niður í líkama Nú hefur Drífa Snædal, sem er talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, bæst í hóp gagnrýnenda og vandar hún flugfélaginu ekki kveðjurnar í færslu á Facebook. Herferðin sé nýjasta dæmið um hlutgervingu kvenna í auglýsingum þar sem þær eru afmennskaðar. „Í framtíðinni verður auglýsingaherferð Play væntanlega notuð sem dæmi um hlutgervingu kvenna eins og svo margar slíkar herferðir á árum áður. Konur smættaðar niður í líkama, án höfuðs, sýnt á kynferðislegan hátt,“ skrifar Drífa. „Hlutgerving er afmennskun, afmennskun er niðurlæging og niðurlæging er upptaktur að ofbeldi. Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra. Og nei, það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama líka!“ skrifar hún einnig. „Er Play að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi?“ spyr hún. Halli ekki á neitt kyn Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi. Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá,“ sagði Nadine þegar hún var spurð hvort herferðin innihaldi kvenfyrirlitningu og hluttekningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var snert á ásökunum Drífu um að félagið brjóti reglur vinnumarkaðsins með því að greiða starfsfólki sínu of lág laun. Málið rekur sig aftur til 2021 þegar Play var stofnað og ASÍ sakaði félagið um að greiða starfsfólki sínu lægri laun en sem nam grunnatvinnuleysisbótum. Play hefur alfarið hafnað þeim ásökunum og hvatt sambandið til að rökstyðja ásakanirnar.
Play Jafnréttismál Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira