Rooney kann enn að gera glæsimörk Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 08:02 Wayne Rooney var laufléttur í bragði á Old Trafford í gær. Getty/James Gill Wayne Rooney rifjaði upp gamla takta þegar hann skoraði gullfallegt aukaspyrnumark á Old Trafford í gær, í góðgerðaleik. Rooney er kannski aðeins þyngri á sér núna en þegar hann raðaði inn mörkum fyrir Manchester United og enska landsliðið á árum áður. En þessi 38 ára gamli þjálfari Guðlaugs Victors Pálssonar hjá Plymouth kann samt sem áður enn að skora glæsimörk. Aukaspyrnuna hans í gær, sem fór yfir varnarvegg og efst í vinkilinn, má sjá hér að neðan. 🏴 Wayne Rooney, at 38 years old, scores Manchester United's first free-kick goal at Old Trafford in two years. 😅🎯 pic.twitter.com/8PPh6ckyad— CentreGoals. (@centregoals) September 7, 2024 Um var að ræða góðgerðaleik á milli United- og Celtic-goðsagna og fór leikurinn 1-1, en Celtic vann svo 5-4 í vítaspyrnukeppni. Um ein milljón punda, eða rúmar 180 milljónir króna, söfnuðust til styrktar Manchester United Foundation, sem styður við börn í Manchester. „Það var einstakt að snúa aftur á Old Trafford í dag fyrir þennan goðsagnaleik og allt í þágu góðs málstaðar. Manchester United Foundation er að gera frábæra hluti og það er alltaf gaman að geta lagt hönd á plóg, eftir að hafa fylgst með starfinu og séð hverju það skilar,“ sagði Rooney. <Another look at that @WayneRooney free-kick? Go on then.#MUFC || @MU_Foundation pic.twitter.com/CrGec73FGb— Manchester United (@ManUtd) September 7, 2024 „Þetta er frábært málefni og það er mikilvægt að við höldum áfram að styðja við það til að kalla fram bros á andlitum barna,“ bætti hann við. Auk Rooneys voru menn á borð við Dimitar Berbatov, Antonio Valencia, Michael Carrick, Mikael Silvestre og Ronny Johnsen í liði United. Þeir Paul Scholes, Nicky Butt og Denis Irwin komu inn á, en liðinu var stýrt af Bryan Robson. Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og var einnig markahæsti landsliðsmaður Englands á árunum 2015 til 2023, eða þar til að Harry Kane sló metið hans. Enski boltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Rooney er kannski aðeins þyngri á sér núna en þegar hann raðaði inn mörkum fyrir Manchester United og enska landsliðið á árum áður. En þessi 38 ára gamli þjálfari Guðlaugs Victors Pálssonar hjá Plymouth kann samt sem áður enn að skora glæsimörk. Aukaspyrnuna hans í gær, sem fór yfir varnarvegg og efst í vinkilinn, má sjá hér að neðan. 🏴 Wayne Rooney, at 38 years old, scores Manchester United's first free-kick goal at Old Trafford in two years. 😅🎯 pic.twitter.com/8PPh6ckyad— CentreGoals. (@centregoals) September 7, 2024 Um var að ræða góðgerðaleik á milli United- og Celtic-goðsagna og fór leikurinn 1-1, en Celtic vann svo 5-4 í vítaspyrnukeppni. Um ein milljón punda, eða rúmar 180 milljónir króna, söfnuðust til styrktar Manchester United Foundation, sem styður við börn í Manchester. „Það var einstakt að snúa aftur á Old Trafford í dag fyrir þennan goðsagnaleik og allt í þágu góðs málstaðar. Manchester United Foundation er að gera frábæra hluti og það er alltaf gaman að geta lagt hönd á plóg, eftir að hafa fylgst með starfinu og séð hverju það skilar,“ sagði Rooney. <Another look at that @WayneRooney free-kick? Go on then.#MUFC || @MU_Foundation pic.twitter.com/CrGec73FGb— Manchester United (@ManUtd) September 7, 2024 „Þetta er frábært málefni og það er mikilvægt að við höldum áfram að styðja við það til að kalla fram bros á andlitum barna,“ bætti hann við. Auk Rooneys voru menn á borð við Dimitar Berbatov, Antonio Valencia, Michael Carrick, Mikael Silvestre og Ronny Johnsen í liði United. Þeir Paul Scholes, Nicky Butt og Denis Irwin komu inn á, en liðinu var stýrt af Bryan Robson. Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og var einnig markahæsti landsliðsmaður Englands á árunum 2015 til 2023, eða þar til að Harry Kane sló metið hans.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira